Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1984, Síða 45

Læknablaðið - 15.12.1984, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 353 slíkt samband fannst í konum, þar sem margar peirra höfðu eðlilega ósæðarstífni þrátt langvinnan sjúkdóm. í körlum fannst einnig fylgni við retinopa- tiu og aldur og neikvæð fylgni við HDL cholesterol Engin fylgni fannst við meðaltal blóðsykra eða Hb A]C. Niðurstöðurnar sýna, að í sjúklingum með typu I sykursýki stífna ósæðar á ungum aldri, einkum í körlum, sem að meðaltali tvöfalda ósæðarstífni á hverjum 7,5 árum sjúkdómsins. VINSTRA GREINROF Á ÍSLANDII ALGENGI: NÝGENGI, ORSAKAPÆTTIR OG LÍFSLÍKUR. Atli Ámason, Kjartan Pálsson, Pórður Harðason, Krístján Eyjólfsson, Nikulás Sigfússon. Frá lyflækningadeild Lsp. og rannsóknastöð Hjartavemdar. Rannsóknin er ferilransókn á vinstra greinrofi á íslandi, bygð á rannsókn Hjartaverndar, sem hófst 1967 og tók 1967 og tók til um 8450 karla (33-60 ára) og 9000 kvenna (34-61 árs). Þeir sem höfðu vinstra greinrof voru valdir í rannsóknina. Til athugunar á dánartíðni (1. jan. 83) var valinn fjórfalt stærri samanburðarhópur án v. greinrofs frá Hjartavernd, sambærilegur um aldur og kyn. Þeir sem höfðu greinrof og voru enn lifandi voru kallaðir til skoðunar á tímabilinu feb.-apríl 83 á lyflæknisdeild Lsp. Gerð var hjartaskoðun, tekin sjúkrasaga, EKG, gert áreynslupróf samkv. fyrir- sögn Bruce, hjartasónritun (M-mode) og hjarta- og lungnamynd. Farið var yfir allar fyrri sjúkraskrár viðkomandi einstaklinga, lifandi og látinna. V. greinrof höfðu 27 karlar og 17 konur. Algengi hjá körlum feb. 77 var 0.43 %, meðalaldur 58.9 (46- 60) og konum, ágúst 79, 0.28 %, meðalaldur 58.5 (47- 68). Algengi jókst með aldri. Nýgengi: Karlar 33-70 ára: 3.2 x 10_4 og konur 33-71 árs: 3.67 x 10_4. Meðalaldur við greiningu hjá þeim körlum, sem fengu greinrof meðan á rannsókn stóð (incidence group) var 56.4 (51-63, konum 52.3 (54-61. Meðal- aldur hjá algengishóp karla 52.7 (37-68), kvenna 52.3 (45-61). Heildarmeðaleftirlitstími eftir að v. greinrof var greint: Karlar, 10.8 ár (2-16) og konur, 8.0 ár (1-14). Af nýgengishóp karla fengu 3 vinstra greinrof eftir hjartadrep, 2 höfðu fyrri sögu um hjartavöðva- sjúkdóm (cardiomyopathia), 1 hafði sögu um angina en 1 án nokkurrar hjartasögu eða einkenna. Alvarlegur kransæðasjúkdómur var marktækt algengari hjá körlum en konum (p<0.05). Meðal kvenna var háþrýstingur tiðari en meðal karla (p< 0.02). Sjö karlar og 6 konur höfðu ekki sögu eða einkenni um hjartasjúkdóm. Fimm karlar með vinstra greinrof voru dánir, meðalaldur 60 ár (55-65) og 15 úr samanburðarhóp, meðalaldur 62.7 (53-72) (ekki marktækt). Tvær konur með vinstra greinrof voru dánar en engin úr samanburðarhóp. Fjórir karlar með greinrof höfðu verið krufðir og 9 úr samanburðarhóp. Hjartavöðvasjúkdómar voru marktækt algengari sem dánarsök I greinrofshóp en í samanburðarhóp (p<0.02). Hjá konum dó önnur í slysi 49 ára og krufning sýndi engin merki um kransæða- eða hjartasjúkdóm. Hin dó úr Ca. pancreatis 68 ára gömul og var ekki krufin. Þrátt fyrir langan eftirlitstíma, bendir rannsókn þessi ekki til þess að horfur fólks með v. greinrof séu mikið lakari en annarra. Athygli vekur samband v. greinrofs og hjartavöðvasjúkdóms. VINSTRA GREINROF Á íslandi II. RANNSÓKN Á SJÚKLINGUM MEÐ VINSTRA GREINROF f HÓPSKOÐUN HJARTAVERNDAR. Kjartan Pálsson, Atli Árnason, Krístján Eyjólfsson, Nikulás Sigfússon, Pórður Harðason. Á árunum 1967-1977 voru greindir 27 karlar og 17 konur með vinstra greinrof í hópskoðun Hjarta- verndar. Til þess að kanna heilsufar og afdrif þessa hóps voru þeir, sem enn voru á lífi, boðaðir til viðtals og skoðunar á lyflækningadeild Landspítalans í febrúar og apríl 1983. Til skoðunar mætti 21 karl af þeim 22 körlum sem enn voru á lífi, og allar konur 15 að tölu. Tekin sjúkrasaga með sérstakri áherslu á hjarta- og æðasjúkdóma, gerð líkamsskoðun, tekið hjartalínu- rit og einvíddar hjartasónrit. Einnig var tekin hjarta- og lungnamynd og gert áreynslupróf á traðkmyllu eftir fyrirsögn Bruce. Meðalaldur karla var 63.9 ár (51-76) og kvenna 61.8 ár (50-72). Tólf karlar (57 %) og tíu konur (67 %) höfðu gott áreynsluþol (NYHA flokkur I og II). Tíu karlar (48 %) og tvær konur (13 %) höfðu einkenni eða sögu um kransæðasjúkdóm. Fimm karlar (24 %) höfðu fengið kransæðastíflu en engin kona. Háþrýstingur ver greindur hjá sex körlum (29 %) og hjá ellefu konum (73 %) (P<0,01). Hjarta- vöðvasjúkdómur af óþekktri orsök fannst hjá fjór- um körlum (19 %) en hjá engri konu. Fimm karlar (24 %) og þrjár konur (20 %) höfðu engin einkenni um hjarta- eða æðasjúkdóm. Einn karl og ein kona voru með hjartagangráð. Hjartastækkun á röntgemynd kom í ljós hjá fjórum körlum (19 %) og tveimur konum (13 %). Hjartasónrit sýndi þykknun á sleglaskipt hjá tólf körlum (57 %) og hjá tíu konum (71 %). Sónrit sýndi aukið þvermál á vinstra slegli í slökun hjá níu körlum (43 %) og hjá tveimur konum (14 %). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kransæðasjúkdómur og hjartavöðvasjúkdómur ásamt háþrýstingi séu oftast tengdir vinstra greinrofi hjá körlum en háþrýstingur hjá konum. Sérstaka athygli vekur há tíðni þykknunar á sleglaskipt hjá báðum kynjum og vekur það spurningar um tengsl þess og vinstra greinrofs.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.