Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1984, Síða 58

Læknablaðið - 15.12.1984, Síða 58
360 LÆKNABLADIÐ Ventrikulartachycardiu tókst að framkalla hjá 7/24 sjúklinga með extrastimuli. Disopyramid hindraði arrytmiu hjá einum þeirra. Þessi hópur hafði marktækt meira aukið pvermál vinstra slegils en sjúklingar þeir sem ekki tókst að framkalla arrytmiu hjá. Þeir höfðu einnig meiri skerðingu á starfsemi slegils, bæði í systolu og diastolu. Langtímameðferð byggðist á niðurstöðum rann- sóknarinnar ásamt áframhaldandi klínísku mati. Þegar þessum sjúklingum hafði verið fylgt eftir í 20 mánuði að meðaltali höfðu 6 sjúklingar látist (25 %). Enginn sjúklingur lést af völdum arrytmiu úr þeim hóp sem ekki hafði arrytmiu við rannsóknina. REKSTUR NEYÐARBIFREIÐAR 1982-83 Finnbogi Jakobsson, Guðmundur Pór Axelsson, Pórarinn H. Harðarson, Þórir B. Kolbeinsson og Gunnar Sigurðsson, Lyflækningadeild Borgarspítalans. Rekstur neyðarbifreiðar í samvinnu Slysadeildar Borgarspítalans, Slökkviliðs Reykjavíkur og Rauða- kross Reykjavíkur hófst þann 28.09.82. Með athugun þessari er gerð grein fyrir starfsemi bílsins á fyrsta árinu, þ.e. fá 28.09.82 til 27.09.83. Útköll bílsins urðu 1331 á árinu en afskipti voru höfð af 1291 sjúklingi. Skiptust vitjanir bílsins til helminga milli sjúkravitj- ana 651 og slysavitjana 650. Voru öll tilfellin yfirfarin og metin m.t.t. notagildis bifreiðarinnar. Var í 103 tilvikum til lífsbjargandi aðgerða, í 7 slysavitjunum og 96 sjúkratilfellum. í öðrum 307 sjúkravitjunum gerði læknir verulegt gagn og 72 slysavitjunum. Verulegt gagn var því að lækni og tækjabúnaði bifreiðarinnar í um það bil 60 % sjúkravitjana en einungis 1 12,6 % slysavitjana. Endurlífganir voru reyndar hjá 30 sjúklingum í hjarta- og öndunarstopþi. Tókst endurlífgun í 14 tilvikum. 6 af þessum sjúklingum útskrifuðust síðar af sjúkrahúsinu sem gaf útskriftartíðni um 20 % á árinu. Er það betri árangur en fyrri rannsóknir höfðu bent til á endurlífgunarárangri á Slysadeild Borgar- spítalans. Til samanburðar var athugaður árangur á endurlífgun á Slysadeild Borgarspítalans sama tíma- bil og var reynd endurlífgun í 32 tilvika. Tókst endurlífgun í 13 tilvikum. 2 sjúklingar útskrifuðust. Var meðaltími bíls á neyðarstað 5,9 mín., í hjarta og öndunarstoppum 4,25 mín.' þegar endurlífgun tókst. Samkvæmt fyrri athugun var meðaltími flutnings sjúklinga á Slysadeild Borgarspítalans 11,9 mín. og 12 mín. 4 sjúklingar fóru t hjarta og öndunartopp eftir komu neyðarbifreiðar, 3 þeirra voru endurlífg- aðir. 2 með ventriculer fibrillatio, 1 með öndunar- stopp og ventriculer tachycardiu secundært við svæsið asthmakast. Millispítalaflutningur af Slysadeild Borgarspítal- ans á aðra spítala voru 48 á árinu. Gengu þeir allir fylgikvillalaust fyrir sig. SJÚKLINGUR MED ZOLLINGER-ELLISON SYNDROME Sigurður Bjömsson, Hallgrimur Benediktsson, Gunnar H. Gunnlaugsson. Lyflækninga- og skurðlækningadeild Borgarspítalans, Rannsóknastofa Háskólans v/Barónsstíg. Zollinger og Ellison lýstu þessari einkennaflækju fyrst 1955. Einkenni stafa af offramleiðslu gastrins, oftast vegna eins eða fleiri eyjafrumuæxla í brisi. Um fjórðungur sjúklinga hafa MEA-I einkenna- flækju. Ekki er vitað til að þessi sjúkdómur hafi greinst hér á landi áður. Við kynnum hér sjúkling með þennan sjúkdóm, sem leitaði til eins okkar í október 1979. Hann var þá 45 ára og kvartaði um niðurgang í 6 ár og bringspalaverk og brjóstsviða I 2 ár. Á næstu árum kom smám saman í ljós, að hann hafði Zollinger- Ellison sjúkdóm, þótt endanleg greining fengist ekki fyrr en 1982. Greining byggðist á hárri fastandi magasýru, hækkuðu fastandi gastrini í sermi, gastrin örvunarprófi með calcium og kálfahakki og vefja- rannsókn á brisi. Faðir og tveir föðurbræður sjúk- ling höfðu allir illkynja magasárssjúkdóm, grunsam- legan fyrir Zollinger-Ellison sjúkdóm. Fyrirhugað er að gera síðar ítarlegri grein fyrir þessum sjúklingi og ætt hans. SKORPULIFUR Á ÍSLANDI Hafsteinn Skúlason, Finnbogi Jakobsson, Bjami Pjóðleifsson. Lyflækningadeild Landspítala. Skorpulifur hefur verið talin sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi samanborið við önnur lönd. Var eftirfarandi athugun gerð til könnunar á dánartíðni (mortalitet), nýgengi og algengi (point prevalence skorpulifrar hérlendis, auk athugunar á orsökum og nokkrum öðrum þáttum. Til athugunar á nýgengi og algengi voru skoðaðar sjúkraskrár þeirra sjúklinga, sem höfðu fengið greininguna skorpulifur á Landspítalanum, Borgar- spítalanum og Landakoti, á 11 ára tímabili, 1970- 1980, að báðum árum meðtöldum. Jafnframt var leitað að skorpulifur meðal lifrarsýna í öllum vefja- sýnum Rannsóknastofu Háskólans á sama tímabili, sem og leitað að greiningunni skorpulifur í krufn- ingaskýrslum Rannsóknastofu Háskólans, læknis- fræðilegum og réttarfræðilegum á sama tíma. Til grundvallar greiningu var lögð vefjagreining meinafræðings en einnig talin með fáein tilfelli þar sem mjög sterkur klínískur grunur var fyrir hendi, en vefjagreining ekki fyrirliggjandi. Fundust alls á árunum 1970-1980 127 sjúklingar með greininguna skorpulifur, 69 karlar og 58 konur. 101 sjúklingur hafði einkenni um lifrarsjúkdóm, 68 sjúklingar voru greindir með töku lifrarsýnis, 8 einvörðungu klínískt, en 27 sjúklingar höfðu ein- kenni eða sögu um lifrarsjúkdóm og greining stað- fest með krufningu. 1 26 tilvikum fannst skorpulifur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.