Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 6
222 LÆKNABLAÐIÐ ur ínósitól-þrífosfats vex á fyrstu sekúndum eftir hormónagjöf, en seinna aukast inósitól di- og mónófosfat og styrkur þrífosfats lækkar, sennilega fyrir verkan fosfatasa. Einn af öðrum kljúfa þeir fosfathópana frá uns eftir stendur frítt ínósitól, sem fruman nýtir til nýmyndunar fosfatidyl-ínósitóls og lokar þannig hringnum (Mynd 1). Árið 1953 var því fyrst lýst, að ínósitólefna- skipti aukast við acetylcholingjöf (4). Seinna kom í ljós, að margar frumutegundir svara hinum fjölbreyttustu boðum með auknu niðurbroti ínósitóllípíða. Þannig svara sléttir vöðvar, briskirtlar og saltkirtlar fugla acetyl- cholini með niðurbroti ínósitóllípíða. Lifur svarar adrenalíni, ATP, vasopressíni og angi- otensíni á sama hátt. Munnvatnskirtlar svara serotoníni, blóðflögur ADP og þrombíni, heiladingulsfrumur svara TRH (thyrotropin releasing hormone), T-lymphoblastoid- frumur svara phytohaemagglutinini, ljósvið- takar svara fótónum og ígulkerjaegg svara sæðisfrumum með þessum hætti. Einn af brautryðjendum á þessu sviði, Bretinn R.H. Michell (5) tók eftir því, að samsvörun var milli þeirra áreita sem juku niðurbrot ínósi- tóllípíða og þeirra sem hækkuðu Ca+ + -styrk í umfrymi. Árið 1975 setti hann fram þá kenningu, að niðurbrot ínósitóllípíða væri forsenda hækkaðs Ca++-styrks. Lengi stóð um það styrr, hvort væri orsök og hvort væri afleiðing, en á tveimur síðustu árum hefur orðið ljóst, að niðurbrot fosfatidyl-ínósi- tóldífosfats getur af sér boðefni, sem valda ekki einungis Ca+ +-losun heldur einnig virkj- un prótein kinasa C og losa arakídónsýru (til prostaglandínmyndunar) og hvetja guanyl cyclasa (Mynd 2). Það kom í hlut Berridge og samstarfsmanna hans (6) að skera úr ágrein- ingi um það, hvort ínósitólþrífosfat væri orsök eða afleiðing Ca++-losunar. Fyrir rúmu ári tókst þeim að framkalla Ca+ +-losun úr frymisneti gegndræpra brisfrumna með gjöf ínósitól-þrífosfats. óetta herfur síðan verið staðfest í fleiri frumutegundum og einnig hafa frumur verið sprautaðar með ínósitól-þrífosfati og þannig fengist viðbrögð, sem vitað var fyrir, að háð eru hækkun Ca+ + -styrks. Aukning í hinu boðefninu, dia- cylglýseróli, mælist einnig á fyrstu sekúndum eftir hormónagjöf og það er einnig skammlift. Ýmist er það fosfórað af diglýseríð kínasa og síðan notað til nýmyndunar fosfatidyl-ínósi- tóls eða diglyceríð lípasi brýtur það niður í monoacylglýseról og fitusýru, sem oftast er arakídónsýra. Diacylglýserólið sjálft virkjar prótein kínasa C (3, 7), sem fosfórar ýmis prótein, mismunandi eftir frumutegundum, en hlutverk fárra þeirra er þekkt. Þótt lítið sé vitað um einstök prótein, sem prótein kínasi C hefur slík afskipti af, er ýmislegt vitað um líffræðilegar afleiðingar þess að virkja þenn- an mikilvæga kinasa. Hentug tæki í þeirri þekkingarleit eru forbol ester æxlishvatar (tumor promotorar), sem stuðla að eða hvetja æxlisvöxt. Þessi efni lika eftir hlutverk diacylglýseróls og virkja prótein kínasa C (8), þótt sá mikilvægi munur sé á, að diacylglýser- ól er skammlíft, en forbol estrar valda Iangvarandi hvatningu. Eins og áður var lýst veldur tenging boðefnis og viðtaka því, að fosfodiesterasi klýfur fosfatidyl-ínósitól-dífosfat í tvö boð- efni með mismunandi áhrif innan frumunnar, ínósitól-þrífosfat ogdíacylglýeról. Áboðkerf- inu eru þannig tveir armar (Mynd 2). Hvorugt þessara boðefna kemst í gegnum frumu- himnur, en í stað diacylglýseróls má gefa f rum- um forbol estra, sem komast gegnum frumu- himnuna, og fæst þá oft svörun, sem er aðeins hluti þeirrar svörunar sem fæst með því að gefa boðefni. Á sama hátt fæst oft takmarkað svar þegar frumum er gefin Ca++-jónaferja, sem hleypir Ca++ gegnum frumuhimnur og leikur þannig eftir hlutverk ínósitól-þrífos- fast. Þegar Ca+ +-jónaferja og forbol estri eru gefin samtímis fæst stundum svar, sem er líkt því þegar boðefni er gefið. (Dæmi: seyti insúlins af völdum glúkósa (9)). í öðrum tilfellum fæst svörun með hvoru efninu sem er, en lægri styrk þarf ef þau eru gefin samtímis. (Dæmi: blóðflöguklumpun (10, 11)). Samspil armanna tveggja getur verið með ýmsum öðrum hætti, t.d. auka forbol estrar histamín seyti basofila eftir immúnó- globúlíngjöf ef gefnir eru litlir skammtar, en hindrar það ef skammtarnir eru stórir (12). Líklegt er, að þekking á þessu samspili aukist mjög á næstunni, en á grundvelli núverandi þekkingar virðist sennilegt, að það byggist að miklu leyti á því að stýra efnahvötum með fosfórun. Auk myndunar inósitól-þrífosfats og dia- cylglýseróls eru fosfatidyl-ínósitóllípíðin- talin gegna hlutverki við losun arakídónsýru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.