Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 240 heilbrigðisþjónustunnar. Framboð og eftir- spurn heilbrigðisþjónustu stjórnast til dæmis af allt öðrum lögmálum heldur en menn eiga að venjast á öðrum sviðum. Þannig er ekki unnt að treysta á eftirspurnina til að ákvarða framboðið. Sé eftirspurnin látin ráða þá kemur fram óhagkvæmt og misvaxið heil- brigðiskerfi. Þeir, sem sjá skipan heilbrigðisþjónust- unnar í ljósi kerfisfræðinnar, sækjast eftir að skipuleggja hana þannig, að þjónustan sé veitt á ódýrasta þrepi, sem unnt er, miðað við eðli kvillans. í flestum heilbrigðiskerfum virðist vera rík tilhneiging í gagnstæða átt. Eftirspurnin leitar upp eftir stiganum og gæti það verið bundið þeim miklu vonum sem almenningur bindur við árangur tæknivæddrar og sérfræðilegrar þjónustu. í því skyni að kanna tvö atriði, sem skipta miklu um stefnumörkun við uppbyggingu heilsugæslumála hér á landi hefur grein- arhöfundur kannað rannsóknir, sem leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða þættir ráða mestu um þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu? 2. Hefur heilsugæsla áhrif á þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu? HVAÐA ÞÆTTIR RÁÐA MESTU UM ÞÖRF FYRIR SJÚKRAHÚSÞJÓNUSTU? Rokkones og Forsén skoðuðu, árið 1982, innlagnir á handlæknis- og kvennadeildir á tveimur aðgreindum upptökusvæðum í Nor- egi (1). Þar var mismunur á innlagnartíðni meiri en svo, að tilviljun gæti ráðið. Til að skýra mismuninn voru athuguð alls 50 sam- eiginleg einkenni en aðeins fimm þeirra reyndust með vissu hafa áhrif: 1. Fjöldi sjúkrarúma, því fleiri rúm þeim mun fleiri innlagnir. Þetta má túlka með tvennum hætti. í fyrsta lagi að þetta sýni að sjúkrarúmaþörf sé ekki fullnægt, þar sem rúmin eru færri og í öðru lagi, að aukið framboð eitt sér (fleiri rúm) skapi aukna eftirspurn. 2. Fjöldi 67 ára og eldri jók bráðainnlagnir. Innlagnir af biðlista voru óháðar fjölda aldraðra og kom sú niðurstaða á óvart. 3. Jákvætt samband var milli Iyfjanotk- unar og fjölda innlagna af biðlistum. Höfundar telja að lyfjanotkun endurspegli sjúkdómatiðni. 4. Fjöldi læknisvitjana í heimahúsi: því fleiri vitjanir, þeim mun færri innlagnir. 5. Þéttbýlishlutfall: því stærri hluti íbúanna í þéttbýli þeim mun fleiri bráðainnlagnir. í rannsókninni fannst ekkert samband milli fjölda innlagna og fjölda íbúa á heimislækni, og kostnaður við læknishjálp utan sjúkrahúsa á íbúa hafði ekki áhrif á innlagnartíðni. Peter Hjort og Harald Rohde (2) athuguðu, 1982, hvers vegna íbúarnir í Akershus-fylki í Noregi komust af með færri sjúkrarúm en Oslóbúar, og hvers vegna hinir fyrrnefndu greiddu næstum helmingi minna fyrir heil- brigðisþjónustu á íbúa en Oslóbúar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að helsta ástæðan væri, að heilbrigðisþjónusta í Akers- hus væri í mun betra samræmi við raunveru- lega þörf, heldur en í Osló, þar sem er meira af yfirsérhæfðum sjúkrahúsum og hjúkrun- arheimilum, en of lítið af deildarsjúkrahús- um og dvalarheimilum. Heimilislækningar, heimahjúkrun og heimilishjálp væru einnig minni i Osló en í Akershus. Höfundar telja að í Akershus fái menn ekki aðeins ódýr- ari þjónustu, heldur einnig betri. Höfuðástæðuna segja þeir vera betra hlutfall milli stofnanaþjónustu, heilsugæslu- og félagsþjónustu. Þá fundu þeir, að þrátt fyrir fleiri sjúkrarúm í Osló er eftirspurn eftir plássum þar meiri en í Akershus, sem kemur heirn og saman við (9). Nýtingatala sjúkra- húsa var einnig hærri í Osló en Akershus, um 100% á móti 81,4%. Það er niðurstaða höfundanna, að í Noregi, líkt og talið hefur verið í Bretlandi, endur- spegli eftirspurn eftir þjónustu ekki þörfina. Því sé ekki unnt að byggja á lengd biðlista við áætlanagerð í sjúkrahúsmálum. Það er með öðrum orðum ekki unnt að »byggja sig út úr sjúkrarúmaskorti«, biðlistar myndu ekki styttast. Höfundar telja óhætt að fækka sjúkrarúmum í Osló, ef heilsugæsla og félagsþjónusta væri byggð upp samtímis. Otterstad (3) gerði athugun á framboði og eftirspurn eftir bráðasjúkrarúmum á hand- læknis- og lyflæknisdeildum í Östfoldfylki í Noregi en þar eru fimm héraðssjúkrahús sem hafa aðgreind upptökusvæði. Hann fann að legudagar voru því fleiri sem rúmin voru fleiri. Einnig fann hann, að nýtingartala var hærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.