Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:221-5 221 Haraldur Halldórsson, Guðmundur Þorgeirsson ÍNOSITÓLLÍPÍÐ - NÝTT BOÐKERFI í FRUMUM Flest hormón, taugaboðefni, lyf og ýmis efni, sem áhrif hafa á hegðun frumna, koma boðskap sínum á framfæri við frumurnar með því að bindast sérhæfðum viðtökum. Þau boðefni, sem ekki komast gegnum frumu- himnuna, bindast viðtökum áyfirborði henn- ar. Binding boðefnis við viðtaka Ieiðir til myndunar boðefnis innan frumunnar (second messenger), sem siðan veldur breytingum í hvatavirkni, jónaflæði, seyti (secretion), samdrætti, frumuskiptingu o.s.frv. Best þekkt þessara boðkerfa er það, sem leiðir til myndunar hringtengds AMP (cAMP) til boðflutnings. Á síðustu árum hefur athygli mjög beinst að öðru kerfi, sem myndar boðefni úr ínósitóllípíðum í frumuhimnunni (1-3). þar sem þetta kerfi virðist gegna mjög víðtæku hlutverki, hefur verið lýst í fjöl- mörgum vefjategtundum, tengist fjölbreyt- tum viðtökum í frumuhimnum og hrindir af stað ýmsum þeim atburðum, sem flokkast undir lykilatburði í frumulíffræði, skal því nú lýst nokkuð nánar. Eins og flest fosfólípíð eru ínósitóllípíðin byggð upp af glýseróli, sem er estertengt við tvær fitusýrur, og fosfórað alkohól (Mynd 1). Alkohólið myo-ínósitól er einkennandi fyrir ínósitóllípíðin, en þau greinast hvert frá öðru eftir fjölda fosfathópa, sem tengjast ínósitóli- nu. í mestu magni er fosfatidylínósitól, (Ptdlns), sem hefur fosfathóp tengdan í stöðu 1. Fosfatidyl-ínósitól-monofosfat (PtdIns4P) hefur auk þess fosfat í stöðu 4 og fosfatidyl- ínósitól-difosfat (PtdIns4,5P2) hefur enn an- nan fosfathóp í stöðu 5. Tvö síðast töldu lípíðin eru innan við 1% af heildar fós- fólípíðum flestra frumna. Sérhæfðir kinasar bæta fosfathópum á ínósitóllípíðin, en fosfo- monoesterasar taka þá af, þannig að hlut- fallsleg virkni þessara hvata ákvarðar magn hvers lípíðs í frumuhimnunni. Lyflækningadeild Landspitalans, Rannsóknarstofa í frumu- liffræði. Barst ritstjórn 02/05/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 21/05/1985. Tenging boðefnis við viðtaka á yfirborði frumunnar virkjar fosfodiesterasa (einnig kallaður fosfólípasi C), sem þá brýtur fosfati- dyl-ínósitól-difosfat niður í tvö skammlíf boðefni; diacylglýseról og ínósitól-þrífosfat, (IP3), sem er vatnsleysanlegt. Þetta efnahvarf gegnir lykilhlutverki í öllu boðkerfinu. Styrk- fosfatidylinositol (Ptd Ins) l' E Mynd 1. Áhrifboðefnaáínósitólefnaskipti.Efstersýnd bygging fosfatidyl-ínósitóls (Ptdlns). Fosfatidyl-ínósi- tól-dífosfat (PtdIns4,5PJ er myndað úr fosfatidyl- ínósitóti með fosfórun á 4. og 5. sæti ínósitóls. Tenging boðefnis við viðtaka virkjar fosfólipasa C, sem brýtur fosfatidylínósitól-difosfat niður I innanfrumuboðefnin diacylglýseról og ínósitólþrífosfat (IPJ, sem bæði eru skammlíf og taka þátt í endurmyndun fosfatidyl-inósi- tóls. Einnig ersýnt hvernig ínósitól-fosfat (IP) verður til úr glúkósu. Li* hindrar bæði nýmyndun ínósitóls og myndun þess úr ínósitól-fosfötum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.