Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 20
230 LÆKNABLAÐIÐ Table VI. Observed and expected incidence andstandardized incidence ratio (SIR) forselectedprimary sites and 95 % confidence limits for 461 marine engineers and machinists, 1955 through 1982. Site (ICD, 7th revision) Observed incidence number Expected incidence number SIR 95% confidence limits Lower Upper All sites (140-205) ... 36 34.71 1.04 0.72- 1.44 Lip (140) ... 2 0.71 2.82 0.34- 10.18 Stomach (151) ... 4 6.39 0.63 0.17 - 1.60 Colon (153) ... 1 2.32 0.43 0.01 - 2.40 Rectum (154) ... 2 1.08 1.85 0.22- 6.69 Larynx (161) ... 1 0.65 1.54 0.04 - 8.57 Trachea, bronchus and lung (162) ... 6 4.94 1.21 0.45 - 2.64 Prostate (177) ... 5 3.19 1.57 0.51 - 3.66 Kidney (180) ... 2 1.99 1.01 0.12 - 3.63 Bladder and other urinary organs (181) ... 3 2.39 1.26 0.26 - 3.67 Eye (192) ... 1 0.22 4.55 0.12 - 25.33 Other sites (144, 155, 178, 191, 194, 195, 199, 200, 203) ... 9 10.83 0.83 0.38 - 1.58 Þegar rannsókn, sem þessi er birt, er venjan að hugleiða hvort nokkrir veikleikar eða gallar séu á framkvæmd hennar (14). Helsta hættan við framkvæmdina er mislestur upplýsinga varðandi vélstjórana sjálfa, sem gæti leitt til rangrar skráningar fæðingardaga og nafnnúmera. Af því gæti stafað óvissa um hvort viðkomandi er lífs eða liðinn eða hvort hann hefur fengið krabbamein eða ekki. Upplýsingarnar úr Vélstjóratalinu hafa þess vegna verið bornar saman við nafnnúmera- skrár tvisvar sinnum og tvívegis hefur verið farið yfir dánarvottorð þeirra, sem látist hafa. Þessi samanburður og leit er »handunnin«, en vegna þess að þetta hefur verið gert tvisvar þykir fullvíst að vitað sé um afdrif alls hópsins úr Vélstjóratalinu. Að öðru leyti hefur vinnsla efnisins, auk leitar í krabbameinsskrá og tölfræðileg úrvinnsla verið gerð í tölvum, sem tryggir samsvarandi meðhöndlun upplýsinga varðandi rannsóknarhópinn og saman- burðarhópinn. Því verður að telja að ekki sé um galla að ræða á framkvæmd rannsókn- arinnar hvað varðar áreiðanleika grunn- upplýsinga og meðferð þeirra. Niðurstöður rannsóknar af þessari gerð geta hugsanlega skekkst af völdum truflunar. Samband sjúkdóms og rannsóknarþáttar við eitthvert þriðja atriði getur á óvæntan hátt gripið inn í mismun milli rannsóknarhóps og samanburðarhóps. Þetta þriðja atriði er þá kallað truflandi þáttur (confounding factor) (11, 12, 14, 15). Sé truflandi þáttur til staðar, getur hann valdið því, að sjúkdómshætta virðist annað hvort meiri eða minni, en ef truflunarinnar gætti ekki. Til dæmis eru reykingar iðulega truflandi þáttur í rannsókn eins og þessari, sem kannar hvort mengun eða vinnuaðstæður hafa tengsl við lungnakrabba- mein, en þó því aðeins að reykingavenjur séu mismunandi í rannsóknarhópnum og saman- burðarhópnum (íslenskum karlmönnum í heild). Ef reykingavenjur eru eins í báðum hópunum, jafnast hin truflandi áhrif út og eftir standa áhrif mengunarinnar. í þessari rannsókn er í upphafi gengið út frá því að reykingavenjur séu svipaðar meðal vélstjóra og samanburðarhópsins. Eðlilegt er að efasemdir vakni um að svo sé og slíkt hefur einnig komið í hug höfunda þessarar greinar. Því hefur eftir á verið reynt að komast óbeint að hvernig reykingavenjum væri háttað hjá vélstjórum og íslenskum körlum í heild með því að athuga reykingar hjá þeim körlum, sem rannsakaðir hafa verið hjá Hjartavernd. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur á árun- um 1967-1981 gert úrtakskannanir á íbúum Reykjavíkursvæðis og Árnessýslu, sem end- urspeglaþó ekki landið í heild. Við eftirgrenn- slan kom í Ijós, að af þeim 477 vélstjórum og mótorvélstjórum, sem mynduðu rannsóknar- hópinn, höfðu 184 tekið þátt í rannsókn Hjartaverndar og gefið upplýsingar um reyk- ingar sínar. Tafla VII sýnir reykingavenjur Hjartaverndarúrtaksins í heild og þessara 184 vélstjóra og mótorvélstjóra eins og þær voru skráðar við fyrstu komu til Hjartaverndar. Samkvæmt töflunni reykja um 26% vélstjór- anna sígarettur, en um 30% allra þátttakenda Hjartaverndar. Sú aukna hætta á að deyja úr lungnakrabbameini, sem fram kemur í hópi vélstjóra og mótorvélstjóra verður því ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.