Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 231 skýrð með því, að þeir reyki meira sígarettur en almennt gerist, þar sem upplýsingarnar frá Hjartavernd benda til hins gagnstæða. Rétt er að það komi fram, að óverulegur aldurs- munur er á heildarþátttakendum hjá Hjarta- vernd (meðalfæðingarár 20.9, staðalfrávik 6.85), rannsóknarhópnum í þessari könnun (meðalfæðingarár 20.8, staðalfrávik 7.35) og þeim úr rannsóknarhópnum, sem upplýsingar voru um hjá Hjartavernd (meðalfæðingarár 21.8, staðalfrávik 5.81). Heimtur í rannsókninni voru 100%, þ.e. afdrif allra í rannsóknarhópnum eru kunn með tilliti til dauðsfalla og krabbameina. Áhrif hraustra starfsmanna (healthy wor- ker effect) (16, 17, 18) sem venjulega koma fram í rannsókn af þeirri gerð, sem hér um ræðir eru væg og horfin við 20 ára huliðstíma og dánarhlutfallið er orðið stærra en einn við 30 ára huliðstíma. Auk þess að sýnt hefur verið fram á aukna hættu á að deyja úr lungnakrabbameini benda niðurstöðurnar til aukinnar áhættu á að deyja úr þvagblöðrukrabbameini og heila- blóðfalli hjá rannsóknarhópnum. Blöðrukrabbamein hefur tengst iðnaðar- mengun, sérstaklega vissum litarefnum (19). í tilfella-viðmiðarannsóknum (20) hefur kom- ið fram, að þeir sem fá blöðrukrabbamein hafa oftar en aðrir unnið við skinn-, leður- og gúmmíiðnað og járn- og málmsmíðar. Erfitt er að leiða liffræðileg rök að tengsl- um vinnuumhverfis vélstjóra og aukinnar dánartíðni úr heilablóðfalli, nema ef vera kynni að hávaðamengun ylli hækkun á blóðþrýstingi (21), sem aftur leiddi til heila- blóðfalls (22, 23, 24). í ljósi þeirra niðurstaðna er hér liggja fyrir virðist brýnt að hefta þá mengun í starfsum- hverfi vélstjóra og mótorvélstjóra, sem helst gæti legið að baki. Hér skal sérstaklega bent á asbest og meðferð þess við viðhald og viðgerðir, en einnig snertingu við lífræn leysiefni, olíu, sót og skyld efni. Þegar hafa verið settar reglur um bann við notkun asbests nema í undantekningartilvikum (25). Jóni Inga Jósafatssyni og Helga Sigvaldasyni er þökkuð aðstoð við tölvuvinnslu og forritagerð og Ragnheiði Lilju Georgsdóttur er þökkuð vélritun handrits. SUMMARY Mortalily and cancer incidence of marine engineers and machinists in Iceland. A retrospective cohort study of mortality and cancer morbidity among 295 marine engineers and 182 machi- nists with special regard to cancer of the lung was carried out under the auspices of the Administration of Occupa- tional Safety and Health in Reykjavík. The cohort was defined as all graduates from engineering and machinists schools in Iceland during 1936-1955. A training period of 2-4 years in welding, shipbuilding and/or machine industry is required before entering the schools. During the vocational training as well as in their professional lives the subjects are exposed to asbestos, different kinds of mineral oils and exhaust gases with marked individual variations as regards mode and magnitude of exposure. For deaths occuring between 1951 and 1982 informa- tion was obtained from the Statistical Bureau of Iceland. Expected death rates were calculated based on the national rates for males in the corresponding age groups. There were significantly increased SMR’s for cancer of trachea, bronchus and lung for the entire cohort at 5 percent level (one-tailed test). Allowing for a latency period of 20 years revealed an excess in lung cancer, cancer of bladder and cerebrovascular diseases, SMR’s were 1.95, 3.57 and 1.75 respectively. When analysed with a latency period of 30 years the SMR’s for the same causes of deaths were 2.55, 7.41 and 2.43. A record linkage with the Cancer Registry revealed 36 cancersin35 subjectsintheperiod 1955-1982. Thecancer incidence was compared with the national incidence Table VII. Smoking habits, according to results in the survey of the Heart Association 1967-1981, of 184 marine engineers and machinists of the present study and of all participants in the survey of the Heart Association. 184 marine engineers and All participants machinists of in the survey the present study Smoking habits n % n °7o Never smoked 1.940 21.9 38 20.7 Exsmokers 1.975 22.3 40 21.7 Pipe or cigar smokers 2.295 25.9 59 32.1 2.656 30.0 47 25.5 - 1-4 cig/day 319 3.6 10 5.4 - 5-14 cig/day 680 7.7 15 8.2 - 15 - 24cig/day 1.166 13.2 14 7.6 - 25 - cig/day 491 5.5 8 4.3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.