Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 26
234 LÆKNABLAÐIÐ Röðun höfunda Gerum nú ráð fyrir, að ljóst sé, hverjir geti talist höfundar greinar. Hvernig er þeim nú raðað? 1) Höfundar, sem settir eru í stafrófsröð, ættu allir að hafa lagt jafnt af mörkum til verksins. 2) Sá, sem fyrstur er nefndur endranær, ætti að hafa dregið þyngsta hlassið. Hinum er þá raðað í samræmi við framlag hvers og eins. 3) Þegar tveir eru saman um grein, er hugsan- legt, að annar hafi unnið meira að undir- búningi, enhinnátt meiri þáttíþví, að setja efnið saman. 4) Séu höfundar tveir, má vera, að sá reynd- ari taki annað sætið, vegna þess hversu miklu það getur varðað hinn, að fá nafn sitt skráð á þennan hátt. Verði framhald á samstarfi, geta höfundar skipt um sæti á næstu grein. 5) Oft er nafn forstöðumanns deildar/stofn- unar skráð síðast á lista, þar sem höfundar eru margir og framlag hvers og eins svipað að vöxtum. 6) Varði birting greinar viðurkenningu af einhverju tagi, t.d. sérfræðiviðurkenn- ingu, skal nafn þess, sem eftir slíku leitar, vera fremst, enda sé viðkomandi aðal- höfundur greinarinnar. Viðhorf ritstjóra Nú má spyrja: Hvað kemur það ritstjóra læknatimarits við, hvort höfundar eru taldir tveir eða tuttugu, þrír eða þrjátíu? Svar mitt er það, að ritstjórum ber að standa vörð um höfundarhugtakið. Að því er sótt, vegna þess að frami lækna er undir því kominn, að þeir fái nafn sitt á greinar. Hérlendis gildir í ríkari mæli en áður var, það sem menn hafa lengi haft fyrir satt í út- löndum: Kunngera eða hverfa — Publish or perish. Inn í þessa samkeppni blandast svo m.a. það, sem Povl Riis hefir nefnt »viden- skablig vanitas« (4). Alþjóðanefnd ritstjóra Iæknatímarita, svo- nefndur Vancouverhópur, hefir rætt höf- undarhugtakið (5) og í þeim umræðum hafa komið fram nokkrar grunnreglur: Ætlunin er, að gefa höfundarhugtakinu þá merkingu, sem það upphaflega hafði, það er að sá telst höfundur, sem bæði hefir tekið virkan þátt í að móta greinina og átt hefir aðild að þeirri vinnu, sem á undan fór, allt frá fyrstu hugmyndum að meðferð niðurstaðna og túlkun þeirra. Sérhæft framlag á rannsókna- stofum, ráðgjöf eingöngu, stjórnunarábyrgð á stofnun, »eignaraðild« að klínískum gögnum o.s.frv. er ekki nægjanlegt til þess að réttlæta, að viðkomandi verði talinn með- höfundur (5). Nöfn þeirra, sem hafa lagt verulega af mörkum til vísindaverks, en uppfylla ekki þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, sem talist geta höfundar, er rétt að skrá í greinar- lok (þakkir). Þar eru skráðir samstarfsmenn og ráðgjafar og þess getið hvað hver og einn hefir lagt af mörkum (5). Höfundarhugtakið Á fundi Vancouverhópsins í júní sl. var samþykkt skilgreining á höfundi að því er veit að læknatímaritum (6): Þar kemur fyrst fyrir, að allir höfundar verða að hafa tekið nægjanlegan þátt, tilþess að geta opinberlega borið ábyrgð á innihaldi greinar. Slík þátttaka verður að fela í sér: a) Hugmynd eða skipulagningu (rann- sóknar/könnunar; úrvinnslu og túlkun gagna; eða hvort tveggja,) b) ritun greinar/endurritun hennar að því er varðar rökfærzlu í efnismeðferð og c) endanlega samþykkt þeirrar gerðar, sem fer til útgáfu. Söfnun gagna og samþykkt útgáfugerðar handrits réttlætir ekki að viðkomandi sé talinn meðhöfundur (6). Alla þættina þrjá (a, b, c) verður að vera hægt að heimfæra á að minnsta kosti einn höfund. Ljóst er, að þessi þrönga skilgreining getur leitt til fækkunar nafna á greinum. Á hinn bóginn gæti það jafnframt leitt til þess, að greinum fjölgaði og það aftur leitt til harðn- andi samkeppni um það rými, sem tiltækt er í læknatímaritum. En einn hlut í einu: Reglur þær, sem lýst hefir verið, munu taka gildi á næsta ári eða þar næsta, að því er varðar tímarit, sem tekið hafa upp Vancouverkerfið og Læknablaðið er eitt þeirra. öb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.