Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 241 eftir því sem rúmin voru fleiri. Mismunur á rúmafjölda á hand- og lyflæknisdeildum var mjög mikill frá þeim hæsta til þess lægsta eða 4,06 rúm á móti 2,52 rúmum á 1000 íbúa eða 97% mismunur. Niðurstöður rannsóknar Otterstad eru eft- irfarandi: 1. Mismunandi rúmanotkun ræðst fyrst og fremst af rúmaframboði. í þessu tilviki skýrir rúmaframboðið 98% af mismuni á rúmanotkun milli héraða. 2. Eldri sjúklingar notaverulegan hluta rúma á handlæknis- og lyflæknisdeildum. Sjúklingar, sem eru 70 ára og eldri, nota 41 % af legurýminu og 50 ára og eldri nota 71%. Til samans skýra ofangreindir liðir allan mismuninn á sjúkrarúmanotkun í þessum héruðum. Höfundurinn setur fram þá skoðun, að uppbygging heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa muni ein sér ekki leiða til minni sjúkrahúsnotkunar því sjúkrarúmafram- boðið ákveði hversu mikil notkunin er. Kekki (4) vitnar í Vaukkonen, sem athugaði legudagafjölda á hverja 1000 íbúa í öllu Finnlandi árið 1975. Hann komst að raun um, að því fleiri legudagar á 1000 íbúa því hærri nýtingartala á stofnunum og kemur það heim og saman við skrif Otterstad (3) sem dregur þá ályktun, að eftirspurn og afnot af sjúkrahúsþjónustu eigi sér engin takmörk og verði aldrei fullnægt. Því verði að takmarka rúmafjölda og tryggja betri samvinnu milli utan- og innanspítalaþjónustu. Við athugun á sjúkrarúmanotkun í Olm- sted County í Minnesota, USA (5) kom í ljós, að íbúarnir notuðu 30% minna af bráðasjúkrarúmum heldur en landsmeðaltal sagði til um. Eina skýringin á þessum mismun var að í Olmsted County væri betra samband milli þjónustu innan og utan sjúkrahúsa þannig að heilbrigðisþjónustan starfaði betur sem ein heild. Cullis og fleiri (6) könnuðu gildi þeirrar fullyrðingar, að sjúkrarúmaþörf réðist fyrst og fremst af rúmaframboði. Þeir fundu að þetta stóðst svo að hægt var að spá um nýtinga- hlutfall með »fimm/sjöundu« reglunni, sem þeir svo nefndu, þ.e. að hvert viðbótarrúm mundi verða notað í fimm daga af sjö. Þegar þeir athuguðu mismunandi innlagnartíðni fundu þeir, að stór hluti mismunarins verður einungis skýrður með einni breytu, þ. e. rúmaframboði. í samvinnu við rannsóknaraðila á tólf svæðum í níu löndum gerði Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin ítarlega samanburðar- athugun á notkun heilbrigðisþjónustu og þeim þáttum sem henni stjórna. Rannsóknin stóð í 10 ár og henni lauk 1975 (9). Leitast var við að leiða í ljós, hvernig brugðist var við ónógri þjónustu utan sjúkrahúsa. í fyrsta lagi voru talin samskipti lækna og sjúklinga og í öðru lagi sá fjöldi fólks, sem ekki náði til læknis fyrstu tvær vikurnar eftir að sjúkdómseinkenna varð fyrst vart. Fjöldi samskipta óx ekki þótt fjöldi afskiptra sjúklinga ykist. Á hinn bóginn var greinilegt samband milli legudagafjölda á sjúkrahúsum og stærðar þess hóps, sem ekki náði sambandi við lækni. Eigi verður því ráðið af samskiptafjölda hvort nægileg þjónusta er fyrir hendi utan sjúkrahúsa, en aukin notkun sjúkrarúma bendir hins vegar til að þjónusta utan sjúkra- húsa sé ófullnægjandi. Ályktun höfundanna er sú, að mikill hluti sjúkrarúmanotkunar beri vott um »afleidda þörf«, sem ráðist m.a. af fjölda starfandi lækna, starfsaðstöðu þeirra og tengslum við sjúkrahús. Höfundarnir telja einnig að ástand heilsu- gæslu ráði meiru um fjölda sjúkrahúsvistana heldur en sjúkrarúmaframboðið, sem er gagnstætt skoðun Otterstad (3). Afturvirkar athuganir á innlagnarþörf gefa innsýn í að oft eru innlagnarákvarðanir reistar á veikum grunni. Slíkar rannsóknir (10, 11, 12) sýna að unnt ætti að vera að komast hj á 30-45 % innlagna ef þj ónusta utan spítala væri betri. Við sjúklingatal á sjúkrastofnunum í Reykjavík 31. marz 1981 voru 300 af 1763 sjúklingum útskriftarhæfir, þar af 244 eða 13,8% sem dvöldust á sjúkrastofnunum vegna félagslegra aðstæðna eða skorts á dvalar- og hjúkrunarheimilum (13). GETUR HEILSUGÆSLA KOMIÐ í STAÐINN FYRIR SJÚKRAHÚSÞJÓNUSTU? Hér að framan hefur verið lýst nokkrum rannsóknum á sjúkrarúmanotkun og af hverju hún ræðst. Þegar ekki er um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.