Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 28
236 1985;71:236-8 LÆKNABLAÐIÐ Nicholas J. Cariglia, Magnús Geirsson GARNAMEIN AF VÖLDUM GLÚTEINA Fimm tilfelli greind á Akureyri á árunum 1982 til 1984 Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) greindust á árunum 1982 til 1984 fimm sjúklingar frá Akureyri á aldrinum 23ja ára til 51 árs með »gluten induced enteropathy«. Tilgangur þessarar greinar er að segja frá þessum tilfellum og vekja athygli á sjúk- dómrum en tíðni hans er greinilega meiri heldur en áður hefur verið talið, því að þetta eru fyrstu fullorðnu sjúklingarnir sem grein- ast á Akureyri. Rakið er stutt yfirlit um sjúkdóminn, greiningu og meðferð. INNGANGUR Gluten induced enteropathy, öðru nafni celi- ac sprue, er langvinnur meltingarfærasjúk- dómur sem einkennist af frásogstruflun (ma- labsorption) og óþoli fyrir glúteni sem er eggjahvíta í hveiti og hveitiafurðum. Ekki er vitað mikið um tíðni sjúkdóms- ins og rannsóknir hafa sýnt mismunandi niðurstöður. Hæstu tölur um nýgengi koma frá vesturhluta írlands eða 1/600 í börnum og algengi þar 1/300. Rannsókn í Svíþjóð 1979 sýnir algengi hjá fullorðnum 1/1700 en mismunandi eftir aldri, hæst í aldurshópum frá 35 til 55 ára. Sjúkdómurinn getur birst á ýmsan hátt, stundum bráð einkenni, oftast niðurgangur með eða án uppkasta og ýmis merki frásogs- truflana. Oft er þá hægt að finna í sögunni útleysandi þætti sem hrinda kvillanum af stað, eins og t.d. ferðamannaniðurgang sem ekki lagast eða kviðarholsskurðaðgerðir. Al- gengara er þó að einkenni séu hægfara og óljós. Oft er um að ræða þyngdartap, uppþembu og vindgang, einnig Iangvarandi niðurgang og stundum fituskitu. Ef sjúk- dómseinkennin eru ekki á háu stigi, geta þau samrýmst einkennum ristilkrampa (irritable bowel syndrome). Aðrar sjúkdóms- myndir en sjaldgæfari eru ófrjósemi, húðútbrot og ýmis geðræn einkenni. Frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Barst ritstjórn 10/06/- 1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 14/06/1985. Forsenda sjúkdómsgreiningar er að finna dæmigerðar breytingar í sýnum frá mjógirni við smásjárskoðun. Algengast er að sjá flata slímhúð og stuttar og breiðar þarmatotur og aukna frumuskiptingu í dæld- unum á milli (crypt hyperplasia with villous atrophy). Einnig er aukin bólgufrumuíferð í eigin þynnu slímu (Iamina propria). Meðferðin byggist á fæðuvali, þar sem sneitt er hjáglúteni. Það er einkum í fæðu, sem inniheldur hveiti, rúg, bygg og sumir þola ekki hafra. Stundum þarf að grípa til barkstera. Sjúklingar, sem ekki fá meðferð, geta þjáðst af slæmum næringarskorti sem jafnvel getur leitt þá til þana. Auk þess er þeim hætt- ara við Iymphoma í smáþörmum. Sjúkrasögur Á árunum 1982 til 1984 hafa greinst fimm tilfelli af vannæringu af völdum frásogs- truflana (sprue) á FSA. Hjá öllum sjúk- lingunum hafa verið tekin ásgirnisvefjasýni (jejunal biopsy), sem hafa sýnt skemmd í slímhimnunni, sem samrýmist sprue. Einnig uppfylla þeir allir a.m.k. tvö af þremur eftirtöldum skilyrðum: 1) Klínísk merki um frásogstruflun frá melt- ingarvegi. 2) Rannsóknarniðurstöður, sem benda á frásogstruflun, algengast að finna lækkun á kalsíum eða fólínsýru. 3) Bati á glutenfríu fæði, klínískt og/eða meinafræðilega. Sýnin frá ásgirni voru tekin gegnum maga- speglunartæki af gerðinni G. F. Q. Olympus eða P. Fuji. Fjögur til fimm sýni voru tekin frá hverjum sjúklingi til þess að minnka Iík- ur á fölskum neikvæðum sýnum, því sjúk- dómurinn getur verið með staðbundnum skemmdum með eðlilegri slímhúð á milli. Sýni eftir meðferð voru tekin á sama svæði. Magaspeglun var líka notuð til þess að útiloka aðra sjúkdóma i efri hluta meltingar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.