Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1985, Side 5

Læknablaðið - 15.09.1985, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:221-5 221 Haraldur Halldórsson, Guðmundur Þorgeirsson ÍNOSITÓLLÍPÍÐ - NÝTT BOÐKERFI í FRUMUM Flest hormón, taugaboðefni, lyf og ýmis efni, sem áhrif hafa á hegðun frumna, koma boðskap sínum á framfæri við frumurnar með því að bindast sérhæfðum viðtökum. Þau boðefni, sem ekki komast gegnum frumu- himnuna, bindast viðtökum áyfirborði henn- ar. Binding boðefnis við viðtaka Ieiðir til myndunar boðefnis innan frumunnar (second messenger), sem siðan veldur breytingum í hvatavirkni, jónaflæði, seyti (secretion), samdrætti, frumuskiptingu o.s.frv. Best þekkt þessara boðkerfa er það, sem leiðir til myndunar hringtengds AMP (cAMP) til boðflutnings. Á síðustu árum hefur athygli mjög beinst að öðru kerfi, sem myndar boðefni úr ínósitóllípíðum í frumuhimnunni (1-3). þar sem þetta kerfi virðist gegna mjög víðtæku hlutverki, hefur verið lýst í fjöl- mörgum vefjategtundum, tengist fjölbreyt- tum viðtökum í frumuhimnum og hrindir af stað ýmsum þeim atburðum, sem flokkast undir lykilatburði í frumulíffræði, skal því nú lýst nokkuð nánar. Eins og flest fosfólípíð eru ínósitóllípíðin byggð upp af glýseróli, sem er estertengt við tvær fitusýrur, og fosfórað alkohól (Mynd 1). Alkohólið myo-ínósitól er einkennandi fyrir ínósitóllípíðin, en þau greinast hvert frá öðru eftir fjölda fosfathópa, sem tengjast ínósitóli- nu. í mestu magni er fosfatidylínósitól, (Ptdlns), sem hefur fosfathóp tengdan í stöðu 1. Fosfatidyl-ínósitól-monofosfat (PtdIns4P) hefur auk þess fosfat í stöðu 4 og fosfatidyl- ínósitól-difosfat (PtdIns4,5P2) hefur enn an- nan fosfathóp í stöðu 5. Tvö síðast töldu lípíðin eru innan við 1% af heildar fós- fólípíðum flestra frumna. Sérhæfðir kinasar bæta fosfathópum á ínósitóllípíðin, en fosfo- monoesterasar taka þá af, þannig að hlut- fallsleg virkni þessara hvata ákvarðar magn hvers lípíðs í frumuhimnunni. Lyflækningadeild Landspitalans, Rannsóknarstofa í frumu- liffræði. Barst ritstjórn 02/05/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 21/05/1985. Tenging boðefnis við viðtaka á yfirborði frumunnar virkjar fosfodiesterasa (einnig kallaður fosfólípasi C), sem þá brýtur fosfati- dyl-ínósitól-difosfat niður í tvö skammlíf boðefni; diacylglýseról og ínósitól-þrífosfat, (IP3), sem er vatnsleysanlegt. Þetta efnahvarf gegnir lykilhlutverki í öllu boðkerfinu. Styrk- fosfatidylinositol (Ptd Ins) l' E Mynd 1. Áhrifboðefnaáínósitólefnaskipti.Efstersýnd bygging fosfatidyl-ínósitóls (Ptdlns). Fosfatidyl-ínósi- tól-dífosfat (PtdIns4,5PJ er myndað úr fosfatidyl- ínósitóti með fosfórun á 4. og 5. sæti ínósitóls. Tenging boðefnis við viðtaka virkjar fosfólipasa C, sem brýtur fosfatidylínósitól-difosfat niður I innanfrumuboðefnin diacylglýseról og ínósitólþrífosfat (IPJ, sem bæði eru skammlíf og taka þátt í endurmyndun fosfatidyl-inósi- tóls. Einnig ersýnt hvernig ínósitól-fosfat (IP) verður til úr glúkósu. Li* hindrar bæði nýmyndun ínósitóls og myndun þess úr ínósitól-fosfötum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.