Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1986, Page 29

Læknablaðið - 15.02.1986, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 41 Lbl: Við höfum nú aðeins tæpt á nokkrum þeirra atriða, sem til álita koma, en prentrými sníður okkur stakk. Vildir þú Ijúka þessari umræðu, Guðmundur Sigurðsson? Guðmundur Sigurðsson: Ég vil ekki ljúka þessari samræðu svo, að þær skoðanir, sem ég hef á ákveðnum atriðum, sem rædd hafa verið, sérstaklega í sambandi við tölvu- skráningu heilsugæslustöðva, komi ekki al- veg skýlaust fram hérna. Ég minnntist á það atriði, að það væri að mínu mati grunnatriði, að ekki breyttist sá hópur, sem bæri ábyrgð á vörslu þessara upplýsinga, hvort sem það væri í venjulegum sjúkraskrám eða tölvu. Ég legg áherslu á að við forðumst stórar einingar, ekki bara stórar tölvueiningar, heldur líka stórar stofnanaeiningar, stórar kerfiseiningar, því að þar liggur í rauninni grunnvandinn. Ég myndi jafnvel ganga svo langt, að það ætti að vekja sérstaka athygli, t.d. starfs- manna á heilsugæslustöðvum, á því, hvort þeir megi og þá hvernig þeir megi flytja upplýsingar í gegnum síma úr einni tölvu í aðra. Ég er jafnvel þeirrar skoðunar, að það eigi að leggja bann við því að gera það. Þetta er mjög erfitt, vegna þess að það er klárt, að menn þurfa að sækja sér upplýsingar í gagnabanka, ekki bara hér á landi, heldur líka erlendis, um lyf, um bókmenntir í læknis- fræði o.s.frv. og um leið og þú hefur möguleikann út, þá hefurðu líkamöguleikann inn. En ég treysti mér vel til þess að svara fólki, sem spyr: Hver ber ábyrgð á þessum upplýsingum? og segja: Það er þetta fólk, sem vinnur hér, sem hefur aðgang að þessum upplýsingum, sem ber ábyrgð á þeim, og þær eiga ekki að fara neitt annað. pHarma-medica a-s legat for medlemmer af det dermatologiske selskab i et af de nordiske lande. Ansogning i 2 eksemplarer indsendes til: Dr. Hannes Thorarinsson Soleyjargotu 27 I-101 Reykjavik Island Tilskud til klinisk relevant forskning. Projektet bedommes af Nordisk komite og 1-2 ansogere kan komme i betragtning. Ansogning má indsendes senest 21.03.86.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.