Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
53
orsakast af langri veru í mengun lífrænna
leysiefna er hægt að skipta annars vegar í
sjúkdómsmynd sem lýsir sér aðallega með
almennum geðrænum einkennum og hins
vegar í langvinna eitrunarheilaskemmd. Þessi
fyrirbrigði eru ekki endilega sjúkdómsstig,
sem einstaklingurinn gengur í gegnum í átt að
alvarlegri sjúkdómum. Mörkin á milli
skemmdanna eru oft óljós.
5. Vinnuskilgreiningu á fyrirbrigðinu
miðtaugakerfisskemmdir af völdum leysiefn-
is þarf að setja fram, til þess að auðvelda
samanburð á niðurstöðum faraldsfræðilegra
rannsókna og koma á sjúkdómsgreiningar-
flokkun einstakra sjúklinga.
6. Þegar grunsemdir vakna um að einhver
sé haldinn landvinnri eitrunarheilaskemmd
ætti fyrst að gera klíniska rannsókn á starfs-
manni, og niðurstöður hennar ættu að ráða
vali og umfangi þeirra tauga- og sálfræði-
rannsókna, sem nauðsynlegar eru til aðskil-
greina skemmdirnar frekar.
7. Tauga- og sálfræðiprófætti að staðlatil
þess að tryggja og gildisstyrk framsýnna
rannsókna, og að niðurstöður séu sambæri-
legar.
8. Heilsufarskannanir á starfsmönnum,
sem verða fyrir mengun lífrænna leysiefna,
ættu að felast í nákvæmri læknisskoðun, svo
og stöðluðu viðtali eða skoðunar og atvinnu-
sögu (tegundum lífrænna leysiefna, magni og
lengd mengunar), ætti að beita völdum
stöðluðum tauga- og sálfræðiprófum. Samt
ætti ekki að nota þessar síðastnefndu athuga-
nir sem vanapróf, án klínískra ábendinga um
vinnutengd taugaáhrif.
9. Gera þarf frekari klínískar tilraunir og
faraldsfræðilegar rannsóknir til þess að fá
betri innsýn í hvort unnt er að lækna tauga-
eituráhrif af völdum lífrænna leysiefna,
hvaða heilsufarslega þýðingu þau hafa og
hvernig sambandi skammta og áhrifa (dose-
effect) og skammta og svörunar (dose-respon-
se) er háttað.
10. í ljósi þess, hve alvarlegar tauga-
skemmdir og geðræðar truflanir eru og hve
lítið er vitað um hvort hægt er að lækna þær
og um hugsanleg félagsleg áhrif þeirra þarf
strax að leita forvarnaleiða og draga úr
mengun lífrænna leysiefna. í aðgerðum ætti
að felast efnafræðileg staðfesting á hvaða
lífræn leysiefni eru á vinnustöðum, fullkomin
merking á í látum, upplýsingar til vinnuveit-
enda og starfsmanna. Auk þess almennt og
persónubundið eftirlit með umverfi og
starfsmönnum.
Þessar ályktanir ráðstefnuþátttakenda
verða vantanlega til þess að þekking um
hættur samfara vinnu við lífræn leysiefni
dreifist utan Norðlurlanda. Slíkt yrði að
sjálfsögðu til ávinnings starfsmönnum utan
Norðurlanda, auk þess sem öll viðleitni hinna
stóru iðnríkja á þessu sviði myndi í framtíð-
inni hafa endurverkun á Norðurlöndum með
bættri tækni og skaðminni efnum eða tak-
markaðri notkun lífrænna leysiefna.
HEIMILDIR
1. Lindström K. Psychological performances of wor-
kers exposed to various solvents. Work Environ
Health 1973; 10: 151-5.
2. Knave B, Person HE, Goldberg JM, Westeholm P:
Neurologisk och neurofysiologisk undersökning av
personal exponerad för reabensin. Arbete och hálsa
1975: 2.
3. Axelson O, Hane M, Hogstedt C. A case - referent
study on neuropsychiatric disorders among workers
exposed to solvents. Scand J Work Environ Health
1976; 2: 14-20.
4. Mikkelsen S. A cohort study of disability pension
and death among painters with special regard to
disabling presenil dementia as an occupational
disease. Scand J Soc Med, suppl. 1970; 16: 34-43.
5. Olsen J, Sabroe S. A case - referent study of
neuropsychiatric disorders among workers exposed
to solvents in the Danish wood and furniture
industry. Scand J Soc Med, suppl. 1980: 16: 44-9.
6. Lindström K. Riihimáki H, HánninenK. Occupatio-
nal solvent exposure and neuropsychiatric disorders.
Scand J Work Environ Health 1984; 10: 321-3.