Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 5

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 287-9 287 Sigurður Þorvaldsson SKURÐAÐGERÐIR VEGNA STAKRA HNÚTA í SKJALDKIRTLI ÚTDRÁTTUR Athugaðar voru sjúkrasögur 105 sjúklinga sem höfundur gerði á aðgerð á vegna staks hnúts í skjaldkirtli á tímabilinu 1975-1983. Krabbamein fannst hjá 20 sjúklingum (19%). Karlar voru mun oftar með krabbamein í stökum hnút eða sex af 20 (30%), en 14 af 85 konum voru með krabbamein (16.5%). Aðgerðum fækkaði eftir 1981, hugsanlega vegna notkunar ómskoðunartækis og fínnálarsýnistöku til vefjagreiningar. Skaði á (nervus laryngeus recurrens) var á 1,8% tauga í hættu. Einn sjúklingur þurfti meðferð vegna lágs blóðkalks. Nær helmingur sjúklinga með krabbamein í skjaldkirtli leitaði læknis vegna alls óskyldra einkenna og hnútur í skjaldkirtli fannst við almenna skoðun. INNGANGUR Hlutur skurðaðgerða í meðferð sjúkdóma í skjaldkirtli hefur minnkað á síðustu 2-3 áratugum vegna betri skilnings á orsökum og mismunandi hegðun sjúkdóma í skjaldkirtli. Þegar ekki er ofstarfsemi kirtils eru ábendingar um skurðaðgerð einkum erfiðleikar við útilokun krabbameins í stöku hnút, eða einfaldlega stærð kirtilsins. í mörgum erlendum rannsóknum hefur krabbamein fundist í 7,5%-28,7% stakra hnúta í skjaldkirtli (1-6). Samkvæmt rannsóknum Ólafs Bjarnasonar er nýgengi krabbameins i skjaldkirtli hjá íslendingum mjög hátt eða 2,6 á 100.000 karla og 7,2 á 100.000 konur. Tilsvarandi tölur hjá Svium eru 1,3 og 3,1 og hjá Norðmönnum 1,1 og 2,4 (7, 8). Því mætti ætla að krabbamein fyndist fremur oft í stökum skjaldkirtilshnútum hjá íslendingum. Á tímabilinu 1975-1983 gerði greinarhöfundur 105 aðgerðir vegna stakra hnúta í skjaldkirtli. Ein þeirra var gerð á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en hinar á Landakotsspítala. SJÚKLINGAR OG ÁRANGUR Kannaðar voru sjúkrasögur 105 sjúklinga, sem gengust undir aðgerð vegna staks hnúts í skjaldkirtli á tímabilinu 1975-1983. Karlar voru 20 á aldrinum 28-75 ára (median 58 ára) og konur voru 85 á aldrinum 17-81 árs (median 50 ára). Athuguð voru einkenni, rannsóknir, meðferð, aukakvillar og legutími á spítala. Flestir hnútar í skjaldkirtli finnast fyrir tilviljun, þ.e.a.s. einkenni sjúklings beina ekki athyglinni að skjaldkirtlinum sérstaklega. Aðeins 17 sjúklingar leituðu læknis vegna fyrirferðar á hálsi. Hnútur fannst hjá 47 sjúklingum við almenna skoðun þar sem aðalkvörtun sjúklings var óskyld skjaldkirtli. Sjúkrasaga 41 sjúklings gaf ekki til kynna ástæður rannsókna á skjaldkirtli. Geislajoðmyndrit var algengasta rannsóknin hjá þessum sjúklingum. Ómskoðun var gerð aðeins einu sinni, árið 1981, og fínnálarsýni var aldrei tekið. Þegar athugaður er fjöldi sjúklinga, sem vísað var til aðgerðar, sést á töflunni, að þeim fækkar á árunum 1981-1983, en á þeim tíma var hljóðbylgjugreinir tekinn í notkun á Landakoti og fínnálarsýnistökur urðu aðgengilegar vegna starfsemi Krabbameinsfélagsins. Meðferð og vefjagreining. Af 105 sjúklingum, sem gengust undir aðgerð vegna staks hnúts reyndust sex karlar af 20 (30%) vera með Fjöldi skurðaðgerða vegna stakra hnúta í skjaldkirtli 1975-1983. 1975 ............................................ 18 1976 ............................................ 13 1977 ............................................. 9 1978 ............................................ 11 1979 ............................................ 23 1980 ............................................ 17 1981 ............................................. 8 1982 ............................................. 3 1983 ............................................. 3 Samtals 105 Barst 20/06/1986. Samþykkt 14/08/1986.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.