Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1986, Side 9

Læknablaðið - 15.11.1986, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 291 Frá vinstri: Jóhanna F. Jóhannesdóttir hjúkrunarforstjóri, Guðjón Guðmundsson yfirlæknir, Ari Jóhannesson yfirlceknir og Ásthildur Einarsdóttir hjúkrunarframkvœmdastjóri. Byggingarsaga Sjúkrahúss Akraness Upphaf sjúkrahúss á Akranesi má rekja til ársins 1915, en það ár stofnaði stúkan Akurblóm sérstakan sjóð, Sjúkraskýlissjóð, og fékk hann skipulagsskrá þá um vorið, eins og segir í grein Páls Gíslasonar »Sjúkrahús Akraness«, í Læknablaðinu öðru tölublaði ársins'1960. Hafist var handa við byggingu sjúkrahússins 1945 og verkinu lokið árið 1952. Það ár tók Sjúkrahús Akraness til starfa og var tekið á móti fyrsta sjúklingi þann 4. júní 1952, samkvæmt áðurnefndri grein Páls Gíslasonar. Fullbúið tók sjúkrahúsið 25 sjúklinga í rúm, en einnig var íbúð læknis inni í sjúkrahúsbyggingunni. Árið 1960 var lokið við byggingu sérstaks starfsmannabústaðar fyrir lækni og starfsfólk, fjölgaði rúmum þar með um átta og voru orðin alls 33. Árið 1963 hófust framkvæmdir við nýja aðalbyggingu sjúkrahússins. Fyrsti hluti var tekinn í notkun árið 1968 og var það handlækningadeild. Hélt svo fram að hver áfangi fyrir sig var tekinn í notkun um leið og honum var lokið. Þannig komu í gagnið röntgendeild, biðstofur, viðtalsstofur, og eldhús. Árið 1977 kom langþráð lyflækningadeild, en í grein sinni um Sjúkrahús Akraness í Læknablaðinu segir Páll Gíslason: »Framtíðarvonir okkar hér eru (þess vegna) þær, að einnig sé hægt að fá betri skilyrði fyrir meðferð Iyflækningasjúklinga.« Árið 1978 voru skurðstofa, sótthreinsun og fæðingadeild tekin í notkun og voru rúm fyrir sjúklinga þá orðin alls 95. Var að heyra á læknum sjúkrahússins að þeir hefðu litla löngun að hverfa aftur til þeirra aðstæðna er ríktu á skurðstofu gamla sjúkrahússins. Samt er sjúkrahúsið ekki enn fullfrágengið, þótt 23 ár séu liðin frá því hafist var handa. Eftir er að ganga frá aðallyftu, súr- og sogkerfi er ókomið, vararafstöð vantar og brennsluofn, krufningsaðstaða er léleg og líkgeymslu vantar. Árið 1977 hafði gamli spítalinn verið gerður að langlegudeild og þjónar hann því hlutverki fyrst og fremst. Skipting rúma á milli deilda er þannig að 30 rúm eru á hjúkrunar- og endurhæfingardeild, 30 rúm á lyflækningadeild, 19 á handlækningadeild og 16 á kvensjúkdóma- og fæðingadeild.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.