Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 10
292 LÆKNABLAÐIÐ Flestar stofur á sjúkrahúsinu eru þriggja manna, þó er ein einsmanns stofa á handlækningadeild og þrjú einbýli á lyflækningadeild, en þar er jafnframt afdrep fyrir lækna. Á kvenlækningadeild er fjögurra manna stofa á fæðingagangi. Heilsugæslustöð Árið 1981 var samþykkt að byggð yrði heilsugæslustöð við sjúkrahúsið. Nokkru áður hafði heilsugæslustöð í raun verið pínd inn í sjúkrahúsið og er hún þar enn í dag, á tvist og bast um húsið. Var okkur tjáð að þetta væri ódýrasta heilsugæslustöð á landinu en jafnframt einhver sú óþægilegasta, stráð á þennan hátt um alla stofnun. Áætluð setustofa hvarf undir heilsugæslu, skjalageymsla fór sömu leið og ýmsar aðrar vistarverur. Framkvæmdum við nýbyggingu heilsugæslustöðvarinnar miðar þannig, að búið er að steypa undirstöðuplötu og mun áframhaldið tilbúið undir útboð. Meðan beðið er útboðs er undirstaða heilsugæslustöðvarinnar hreinasta slysagildra eins og okkur var bent á. Verst er þó að ýmsar framkvæmdir á sjúkrahúsinu eru í biðstöðu á meðan beðið er byggingar heilsugæslustöðvarinnar. Aðstaða til sjúkraþjálfunar á t.d að flytjast yfir í heilsugæslustöðina en er nú í alls ófullnægjandi húsnæði á sjúkrahúsinu og þar verður ekki lagt í neinar endurbætur vegna fyrirhugaðs flutnings. Til dæmirer ekki hægt að koma hjólastólum inn i húsakynni sjúkraþjálfara og veldur það ásamt öðru því, að sjúkraþjálfun fer að mestu fram uppi á stofum sjúkrahússins. Af sjálfu leiðir að margháttuð starfsemi er samtvinnuð á sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni og tækjakostur og starfsfólk að hluta nýtt sameiginlega. Ekki er fast form á upplýsingum um sjúklinga á milli heilsugæslulækna og sjúkrahúslækna, en samskiptin eru góð og engin hindrun í vegi gagnkvæmra upplýsinga. Þáttur íbúanna Sérstaða Sjúkrahúss Akraness felst ekki síst í því, að það er byggt af Akurnesingum. Sjúkrahúsið komst upp fyrst og fremst vegna einskærs áhuga og velvildar íbúanna. Fjárhagslega hafði tvímælalaust mest að segja að allur ágóði af rekstri Bíóhallarinnar rann til Sœngurkonur á Sjúkrahúsi Akraness fara yfirleitt heim á sjötta degi. Sœngurkonur geta stundað leikfimi á sjúkrahúsinu og fyrir fœðingu er boðið upp á foreldrafrœðslu. Á myndinni er Drífa Björnsdóttir, ein af Ijósmœðrunum á staðnum. sjúkrahúsbyggingarinnar. Bíóhöllin var reist á stríðsárunum af hjónunum Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvarssyni og gáfu þau hana væntanlegu sjúkrahúsi. Kvenfélag Akraness átti einnig drjúgan þátt í byggingu sjúkrahússins að öðrum félagasamtökum og einstaklingum ólöstuðum. Tækjakostur og rannsóknaaðstaða Áhugi íbúanna á að gera eitthvað fyrir sjúkrahúsið hefur einnig birst í stórum gjöfum til stofnunarinnar. Þar hafa Kvenfélagið og Lionsklúbbur Akraness átt drýgstan hlut. Ráðuneytið hefur ekki útvegað mikið af nauðsynlegum tækjum til sjúkrahússins, samt er það þokkalega búið og má þakka það fyrst og fremst félagasamtökum og einstaklingum. Rannsóknastofa er vel búin og í blóðrannsóknum væri hægt að anna meiru en gert er. En þá koma samgönguerfiðleikar innan fjórðungsins á móti og setja strik í reikninginn. Gæðamat á rannsóknastofu er gott. Þorvaldur Veigar Guðmundsson yfirlæknir á Landspítala kemur mánaðarlega, fer yfir staðla og fylgist með því að mælingar haldi. Skurðstofur eru þokkalega búnar tækjum og lyflækningadeild sæmilega. Það sem vantar eru fyrst og fremst stóru tækin. Ómskoðunartæki og röntgentæki þyrfti tilfinnanlega að endurnýja. Röntgenlæknir kemur einu sinni í viku og annast úrlestur og skoðanir sem aðrir framkvæma ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.