Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 22
300
1986; 72: 300-6 LÆKNABLAÐIÐ
Baldur Johnsen
ÞYNGD SKJÖLDUNGS í ÍSLENDINGUM
INNGANGUR
í framhaldi af vefjameinafræðilegum
rannsóknum höfundar á burðarmálsdauða með
krufningum á Rannsóknastofu Háskólans í
meinafræði 1955-1976 (1, 2) var nú ætlunin að
taka saman þyngdarmælingar undirritaðs á
skjöldungum og nýrnahettum úr sama efniviði
áranna 1967-76, en um slíkt^hafði ekki verið birt
neitt fyrr miðað við líkamsþyngd barna 0-7 daga
gamalla.
Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir varð tæplega
undan því vikist, að gera nýja athugun á þyngd
skjöldunga í fullorðnum íslendingum, ekki síst ef
hafðar voru í huga breyttar neysluvenjur, sem
gátu leitt til stækkunar kirtilsins. Menn vissu að
fyrir 40 - 50 árum var skjöldungur íslendinga
minni en annarra manna. Júlíus Sigurjónsson
sýndi fram á þetta í doktorsriti sinu Studies of the
human thyroid in Iceland (3). Rannsókn Júlíusar
beindist fyrst og fremst að fullorðnu fólki, 146
körlum og 118 konum, og reyndist þyngd
skjöldunga meðalþyngd úr 20-80 ára
aldursflokkum karla vera 13,98 g og kvenna
11,58. Á þeim tímum reyndust Norðmenn í
Bergen vera líkastir íslendingum með 13,56 g
skjöldungsþyngd, en næstir komu Japanir með
13,80 g og þá Skotar í Aberdeen með 16,94.
Meginlandsþjóðir voru með miklu þyngri
skjöldunga.
Strandþjóðirnar með létta skjöldunginn byggðu
mataræði sitt mikið á fiskmeti og öðru
sjávarfangi, jafnvel enn meira en nú þekkist. Til
dæmis urðu íslendingar öldum saman að nota
harðfisk i stað brauðs (5) og þangtegundina söl
(rhodymenia palmata) í stað káls (6).
Allt eru þetta mjög joðríkar fæðutegundir og
þótti fræðimönnum og þykir enn góð samsvörun
í slíku mataræði og léttum, en joðríkum
skjöldung (7). í fólki á meginlandssvæðum fjarri
sjó austan hafs og vestan er fæðan oft joðfátæk
Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Barst
23/06/1986. Samþykkt til birtingar 12/08/1986.
svo að skjöldungur stækkar stundum úr hófi, svo
að lýti verða af framan á hálsi og fengu
hirðmeyjar Maríu Theresíu í Austurriki óspart að
kenna á sliku á sínum tíma sem sjá má á
málverkum. Fram á miðja þessa öld var á
svæðum fjarri sjó meðalþyngd skjöldunga oft
40-50 g. Hér var um að ræða svokallaða landlæga
einfalda skjöldungsstækkun (simple endemic
goitre), sem aðeins var hægt að lækna eða koma í
veg fyrir með því að bæta joði í fæði þessa fólks.
í því sambandi má geta þesss, að Marine í Ohio
gaf stúlkum í framhaldsskóla nokkrum 30 g af
natríum joðsalti tvisvar á ári með þeim
afleiðingum er stundir liðu, að tíðni
skjöldungsstækkunar féll úr 20% í 0,2%.
í sambandi við hinn smávaxna skjöldung í
íslendingum samfara joðríku fæði hafa vaknað
ýmsar spurningar um tíðni sérstakra
skjöldungssjúkdóma hér á landi, svo og
afbrigðilegra lífeðlisfræðilegra áhrifa lítils,
joðriks skjöldungs á efnaskipti líkamans.
Innlendir og erlendir vísindamenn hafa
sérstaklega beint athyglinni að íslendingum í
þessu sambandi.
Fyrstur til að beina athyglinni að
skjöldungskrabbameini í þessu samhengi var
Ólafur Bjarnason í erindi er hann flutti um það
efni 1964 (9) en hann hefur síðan fylgt því máli
eftir (10-13).
Þessar rannsóknir Ólafs Bjarnasonar og félaga
leiddu í ljós all miklu meiri tíðni
skjöldungskrabbameins í íslendingum heldur en í
öðrum Norðurlandabúum, en þar bar langhæst
krabbamein með totumyndun (carcinoma
papilliferum). Ekki eru þessir vísindamenn þó á
einu máli um orsakir og afleiðingar hér, og
fróðlegt verður að fylgjast með, hvort breyttar
lífsvenjur íslendinga hafa einhver áhrif er fram
líða stundir, á tiðni skjöldungskrabbameins.
Joðinnihald íslenskra fæðutegunda hefir þó Iítt
verið rannsakað, nema mjókur, sem reyndist all
joðrík, enda kýr og annar búpeningur oft alinn á
sjávarfangi, sem fóðurbæti fyrrum (14). Þá var