Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Síða 32

Læknablaðið - 15.11.1986, Síða 32
304 LÆKNABLAÐIÐ athugandi, að þyngstu kirtlarnir í konum færast úr 50-59 aldursflokki 1940 (3) í 30-39 ára aldursflokk í núverandi rannsókn og þessu fylgir all nokkur dreifing í þeim flokki, staðaldreifing 7,88, samanber töflu III. Þá var heldur ekki jafngott samræmi hér í kvennakirtilstærðum (meðaltal: 14,25, miðja: 13,62 og háttur: 12,66 g) sem sýndi hægriskáa með greinilegum »hala«. Allt þetta gat bent til sérstakra hreyfinga á þyngd skjöldungs kvenna og þótti því rétt að athuga nánar framhaldið með bráðabirgðaskoðun á árunum 1981-83. Þvi verður ekki á móti mælt að nokkuð er fámennt í kvennahópunum kringum 20 ára aldurinn. Gott samræmi í öllum könnununum í stökki sem skjöldungsþyngd tekur á milli 10-14 og 15-19 ára aldursflokka ætti þó að gefa þessum fámennu hópum meira gildi. Enn hafa skjöldungar kvenna stækkað hlutfallslega meira en karla og er aðalþungamiðjan nú komin niður í 20-29 ára aldursflokk þar, (en meðaltalsþyngdaraukningin frá 1940 orðin allt að 42<7o, sbr. töflu IV). Þar með er skjöldungur íslendinga kominn í námunda við það sem Ekholm (20) telur eðlilega þyngd eða 15-20 g. Pansky telur hinsvegar 25 g eðlilega meðalþyngd fullorðinsskjöldunga (21). Hinn smávaxni en mjög svo joðríki skjöldungur í íslendingum hefur eins og rætt er nánar um í inngangi hér að framan orðið mörgum innlendum og erlendum vísindamönnum umhugsunar- og rannsóknarefni með tilliti til afleiðinga. Hvað nú, þegar forsendur hafa breyst, að minnsta kosti hvað stærð skjöldungs snertir? Það verður ekki rætt nánar hér, en að lokum leitað hugsanlegra skýringa á stækkun skjöldungs íslendinga hin síðari ár. Hugsanlegar orsakir stækkunar skjöldungs í íslendingum. Hér verða athugaðir þrír aðalþættir, sem geta haft áhrif á stærð skjöldungs: 1. Breytingar á neyslu joðríkrar fæðu. 2. Breytingar á hæð og þyngd kynstofnsins. 3. Annað, sem einkum tekur til kvenna, en það eru tíðar barneignir og/eða inntaka hormónalyfja (»getnaðarvarnapillan«). 1. Breytingar á joðinnihaldi fœðunnar með breyttum neysluvenjum. Það hefur verið gengið út frá því sem vísu, að mikil neysla fiskmetis og annarra sjávarafurða fæli í sér ríkulega skammta joðs í daglegri fæðu (7). Það kom máski á óvart, að íslensk kúamjólk var einnig all auðug af joði (14) en þetta skýrðist með miklu sjávarfangi í fóðurbæti kúa og reyndar einnig sauðfjár, auk fjörubeitar. En þetta er nú að mestu liðin tið, því að nú er fóðurbætir sóttur annað t.d. i kornforðabúr Evrópu og Ameríku. Ef bornar eru saman neyslukannanir frá tímabilinu 1938-40 (22, 23) við kannanir gerðar 1978-84 (24,25) kemur í ljós, að fiskneysla hefur minnkað um 60 til 70% og má ætla að joðmagn í fæðu hafi minnkað samsvarandi. Þetta er vafalítið veigamesta ástæðan fyrir stækkun á skjaldkirtli á þessu tímabili. 2. Áhrif líkamshæðar og þyngdar á stærð skjöldungs. Þegar leitað er orsaka vaxandi skjöldungsþyngdar íslendinga verður að sjálfsögðu að skoða vöxtinn, líkamshæð og þyngd. Almennt er reiknað með að stærð skjöldungs sé ákveðið hlutfall af líkamshæð og/eða þyngd, sem næst 0,046% (19) enda sé um samkynja og sambærilegan efnivið að ræða, en slíku er ekki að heilsa hér úr krufningum nema, hvað snertir nýfædd börn. Þar kemur þetta hlutfall greinilega fram, 0,04-0,05% hér og annars staðar, samanber töflu I og umræðu um hana. Til þess að fá fram möguleika á óbeinum samanburði breytinga skjöldungsþyngdar og líkamsþyngdar íslendinga á umliðnum árum koma til athugunar, hæðar- og þyngdarmælingar Guðmundar Hannessonar 1920-1923, (27), Manneldisráðs (Rannsókn I) 1939-40 (28), Hjartaverndar, 1967-68 (29) og Hjartaverndar 1968-69 (30). Þegar þessar heimildir eru bornar saman sést, að karlar hafa hækkað um 3,2% og nú náð nærrri 180 cm hæð og um leið þyngst um 13% og náð nærri 82 kg þyngd. Konur hafa hækkað heldur meira en karlar, um 4%, en þyngst miklu minna, aðeins um 4%. Grófar þyngdartölur eru því lítt marktækar til samanburðar, vegna margvíslegra umhverfisáhrifa á þyngd auk mataræðis svo sem áreynslu, tísku o.fl. o.fl. Hér verður því að miða við »Broca« þyngd (h-100) kg (h = hæð í cm). »Broca« þyngd karla hefur vaxið um 7,6% og kvenna um 9,3%. Þessi þyngdaraukning skýrir því ekki nema lítinn hluta af þyngdaraukningu skjöldungs, sem er 20-30% í körlum og konum árin 1967-78, en í konum er aukningin orðin yfir 40% 1980-83. Aðalorsaka skjöldungsstækkunar í íslendingum verður því að leita annars staðar en í vaxandi líkamsstærð þeirra. 3. Annað, sem haft gæti áhrif á stæð skjöldungs, t.d. hormónar. Áhrif frá öðrum innkirtlum á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.