Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 36
Ogilvy & Mather, Kbh.
Ibumetin (ibuprofenum)
Ábendingar: Gigtsjúkdomar er valda
verkjum, sérstaklega bólgusjúkdómar.
Tíöaverkir.
Frábendingar: Gætið varúðar við sár-
sjúkdóm, alicylsýruofnæmi, lifrar- og
nýrnabilun. Einnig við blæðingatilhneig-
ingar, þar sem ibuprofen hindrar blóð-
flögusamloðun og lengir blæðingartim-
ann.
Skammtastæróir: Skammtar einstak-
lingsbundnir. Verkjastillandi áhrif nást
með 800-1200 mg daglega í 3-4
skömmtum. Til þess að ná bólgueyðandi
áhrifum þarf allt að 1800 mg á sólarhring í
3-4 skömmtum. Skammtinn er hægt að
auka i 3200 mg á sólarhring, en þáaðeins
um stuttan tima (4-6 vikur). Skammta-
stærð við tiðaverkjum er 400 mg á 6-8
klst. fresti eftir þörfum.
Hámarksskammtur: Sjá (framangreint).
Barnaskammtar: Ibuprofen á ekki að
nota fyrir börn, þar sem ekki hefur fengist
nægileg reynsla.
Aukaverkanir: Meltingarfæri: Verkir, ó-
gleði, uppköst, niðurgangur. Greint hefur
verið frá svæsnum blæðingum frá melt-
ingarfærum. Miðtaugakerfi: Höfuðverk-
ur, svimi, suða fyrir eyrum eru algeng, en
væg einkenni.
Blóö: Greint hefur verið frá einstaka
sjúklingi með fækkun á blóðflögum, kyr-
ningum, kyrningahrapi og blóðkorna-
hrapi. OfnæmisviðPrögð eru sjaldgæf.
Lýst er timabundnum sjóntruflunum.
Einnig kemur fyrir truflun á þvaglátum.
Milliverkanir: Milliverkanir iPuprofen og
annarra lyfja hafa sjaldan verið greindar.
Hætta er á aukinni virkni storkuminnk-
andi lyfja, sykursýkislyfja og fenýtións.
Eitranir og meðferð þeirra: Einkenni
ennþá litt kunn. Banvænn skammtur
óþekktur. 12-16 g ibuprofen hafa valdió
meðvitundarleysi. Meðferð: Innlögn á
sjúkrahús við alvarleg einkenni.