Læknablaðið - 15.11.1986, Síða 40
308
LÆKNABLAÐIÐ
varo-excavatus. Þar af voru 323 fætur skornir
upp á bæklunarskurðdeild Landspítalans og 70
fætur á St. Jósefsspítala. Aðgerðirnar voru
gerðar á báðum fótum allra sjúklinga utan eins.
Allir leituðu læknis vegna vaxandi, staðbundinna
þreytu- og álagsverkja.
Til eftirrannsóknar voru valdir 106 sjúklingar þar
sem sjúkdómsgreiningin var eingöngu pes
varo-excavatus congenitus. Holfætur af öðrum
orsökum voru því útilokaðir úr efnivið
rannsóknar. Áttatíu og tveir þessara sjúklinga
voru skornir upp á bæklunarskurðdeild
Landspítala og 24 á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Þar sem allir sjúklingar nema einn
gengust undir aðgerð á báðum fótum, var hér um
að ræða rannsóknarefnivið, er tók til 211 fóta,
þ.e. 53,4% allra þeirra fóta sem þessi aðgerð
hafði verið gerð á.
Af þeim 106 sjúklingum sem eftirrannsókn var
gerð á voru áttatíu og fimm (80,2%) á
vaxtarskeiði, þ.e. 16 ára og yngri (hópur I) og
tuttugu og einn (19,8%) fullvaxinn (hópur II). í
hópi I voru 100 fætur stúlkna og 70 fætur pilta.
Stúlkurnar voru 6-16 ára við aðgerðina
(meðalaldur 12 ár), en piltarnir 6-15 ára
(meðalaldur 12 ár) (Mynd 2).
í hópi II voru 29 fætur kvenna og 12 fætur karla.
Konurnar voru 17-35 ára við aðgerð (meðalaldur
20 ár) en karlar á aldrinum 17-34 ára (meðalaldur
24 ár). (Mynd 3).
Tcekni við skurðaðgerð. Húðskurður er gerður
innanfótar á móts við tuber calcanei (Mynd 10).
Aponeurosis plantaris er losuð frá iljarfitu en
síðan skorið á festu hennar við hælbein. Allir
mjúkvefir með festu á neðri fleti hælbeins eru
losaðir frá beini, allt fram að articulatio
calcaneo-cuboideum). Eftir aðgerð er fóturinn
gipsaður með réttingu formgallans. Göngugips er
á í 6 vikur. Eftir gipstöku fullt álag án stoðar.
ÁRANGUR
Eftirfarandi viðmiðanir voru hafðar við mat á
árangri aðgerðar:
1) Mat sjúklings á einkennum fyrir og eftir
aðgerð.
2) Rétting á excavatus-skekkju á ilbogum.
3) Rétting á varus-stöðu hælbeins.
Árangur aðgerðar var metinn með skoðun,
ljósmyndun og röntgenmælingum.
Fyrir hóp I var tímabilið frá skurðaðgerð að
eftirrannsókn frá einu ári og tveim mánuðum,
upp í níu ár og tíu mánuði (meðaltal fjögur ár og
tveir mánuðir) á fótum stúlknanna og frá einu ári
og einum mánuði, upp í níu ár og fimm mánuði
(meðaltal fjögur ár og einn mánuður) á fótum
drengjanna. Meðaltímalengd í hópi I var því
fjögur ár og einn mánuður.
í hópi II (fullvaxta fætur) var fylgst með
konunum í eitt ár og tvo mánuði og upp í átta ár
og einn mánuð eftir skurðaðgerð (meðaltal tvö ár
og átta mánuðir) og með körlunum frá einu ári og
fimm mánuðum, upp í sjö ár og átta mánuði
(meðaltal þrjú ár og þrír mánuðir).
Meðaltímalengd í hópi II var því tvö ár og ellefu
mánuðir.
Meðaltímalengd eftirlits beggja hópa (I og II) var
3/2 ár.
Viðmiðanir - Mat sjúklings á árangri aðgerðar
við eftirrannsókn:
1) Góður árangur. Laus við kenndareinkenni.
2) Viðunandi árangur. Minni kenndareinkenni en
fyrir aðgerð.
3) Ófullnægjandi árangur. Lítill eða enginn bati.
Number of feet
Years
Fig. 2. Age at operation of growing feet (Group I).
Numberogfeet ,» ? Mean age 20 years
•—• <? Mean age 24 years
10 Mean age all group 22 years
8 \
_ \
17 19 21 23 25 27 29 31 33 35
Years
Fig. 3. Age at opeation. Fully grown feet (Group II).