Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 313-18 313 Ingibjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Steingrímsson STREPTOCOCCUS PYOGENES OG STREPTOCOCCUS PNEUMONIAE: ALGENGI OG NÆMI FYRIR ERYÓRÓMÝSINI OG PENISILLÍNI ÚTDRÁTTUR Hin síðari ár hefur í vaxandi mæli verið lýst skertu næmi S. pyogenes fyrir eryþrómýsini og S. pneumoniae fyrir penisillíni í heiminum, en ónæmistíðnin verið afar misjöfn milli landa. Lítið hefur birst um þessi mál hér á landi og á árunum 1983-85 var kannað hvort slíkt ónæmi fyndist í stofnum ræktuðum úr almennum sýnum á sýkladeild Landspítalans. Gerð voru næmispróf á 315 S. pyogenes - stofnum árið 1985 og á 451 S. pneumoniae-stoinum á árunum 1983-85. Eryþrómýsin ónæmi fannst í einum S. pyogenes - stofni, en allir pneumokokkastofnar reyndust næmir fyrir penisillíni. Við samanburð á tíðni jákvæðra S. pyogenes- ræktana á sýkladeild Landspítalans árin 1979 og 1982-83 og skráningu á S. pyogenes-\\túsbó\gu og skarlatsótt í heilbrigðisskýrslum kom í ljós, að þar gætir nokkurs misræmis og er bæði um of- og vanskráningu að ræða. Eins og skráningin er framkvæmd nú virðist hún því ekki vera áreiðanleg til upplýsinga um faraldsfræði þessara sjúkdóma. Við athugun á tíðni jákvæðra S. pyogenes- og pneumokokkaræktana á undanförnum fjórum árum komu í ljós minni háttar sveiflur milli mánaða og ára ásamt almennri tilhneigingu til vaxandi tíðni á vetrum og minnkandi á sumrum. Ætla má að með góðri upplýsingamiðlun mætti bregðast við tíðnisveiflum, þannig að læknar geti haft gagn af í starfi. INNGANGUR Næmi baktería fyrir sýklalyfjum er oft breytilegt frá einum stað til annars og frá einum tíma til annars og er nauðsynlegt að fylgjast með slíkum breytingum. Lítið hefur verið birt um þess konar athuganir á íslandi, en svo virðist sem ónæmisvandamál komi síðar upp hérlendis en í nágrannalöndunum. Árið 1976 varaði sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans lækna við Frá sýkladeild Landspítalans. Barst ritstjórn 15/08 1986. Samþykkt 28/8 1986. P-laktamassa framleiðandi lekandastofnum (1), en fyrstu stofnanir fundust ekki á íslandi fyrr en 1981. Undanfarin ár hefur í vaxandi mæli verið lýst skertu næmi S. pyogenes fyrir eryþrómýsini og S. pneumoniae fyrir penisillíni. Á Vesturlöndum er þetta enn lítið áberandi og lyfin vel nothæf til meðferðar á sýkingum af völdum þessara baktería. Ónæmisvandamál eru þó orðin umtalsverð í öðrum heimsálfum og sumstaðar þörf á reglulegun næmisathugunum, auk þess sem menn hafa þurft að grípa til annarra lyfja í meðferð. Ekki hefur verið vitað um ónæmisvandamál af þessu tagi hér á landi og undanfarin ár hefur farið fram könnun á næmi S. pyogenes og S. pneumoniae á sýkladeild Landsítalans. í grein þessari verður lýst niðurstöðum könnunarinnar með sérstöku tilliti til eryþrómýsíns og penisillíns, gefið yfirlit yfir þá vitneskju, sem fyrir hendi er um næmi þessara baktería og athuguð skráning og faraldsfræði þeirra í því skyni að athuga hve breytilegt algengi þeirra er í landinu. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Til þess að athuga algengi bakteríanna var farið yfir bækur sýkladeildar Landspítalans fyrir árin 1982-85 og talið hve oft S. pyogenes og S. pneumoniae ræktuðust úr almennum sýnum (önnur en blóð, liðvökvi, mænuvökvi, þvag og saur) sendum sýkladeildinni frá sjúkrahúsum og af læknum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var athugaður fjöldi jákvæðra hálsstroksræktana árið 1979. Úr dagbókum sýkladeildar Borgarspítalans fengust upplýsingar um ræktanir úr hálsstrokum árið 1982. Úr heilbrigðisskýrslum (2) og hjá landlækni (óbirtar heilbrigðisskýrslur 1983) fengust upplýsingar um fjölda skráðra tilfella á landinu af hálsbólgu (angina streptococcica) af völdum S. pyogenes og skarlatsótt fyrir árin 1979 og 1982-83.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.