Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 317 Hálsstroksræktanir á höfuðborgarsvæðinu fara að mestu fram á sýkladeild Landspítalans, en lítill hluti þeirra er gerður á sýkladeild Borgarspítalans eða um 10%. Tölur sem hér fara á eftir varðandi jákvæðar ræktanir í Reykjavík og nágrenni eru frá sýkladeild Landspítalans og myndu viðbótartölur frá sýkladeild Borgarspítalans ekki breyta miklu í samanburði skráðra og ræktaðra tilfella. Árið 1979 eru skráð 83 tilfelli af S. pyogenes- hálsbólgum og skarlatssótt, en fjöldi jákvæðra ræktana er hins vegar 129. Hér eru því vanskráð meira en 40 tilfelli. Árið 1982 eru skráð 599 tilfelli, en jákvæðar ræktanir eru 311 eða 51.9%, og 1983 eru skráð tilfelli 1.061 og jákvæðar ræktanir eru 389 eða 36.7%. Hér er því greinilega um nokkra ofskráningu að ræða. Erfiðara er að átta sig á slíkum samanburði fyrir landsbyggðina. Aðalástæðan er skortur á upplýsingum varðandi ræktanir annars staðar. Könnun sýkladeildar Landspítalans á fjölda hálsræktana á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum landsins, að Akureyri undanskilinni, gaf nokkra hugmynd um þetta. Á árinu 1982 voru 300 hálsræktanir framkvæmdar. Ætla má að um 10% hafi verið jákvæðar með tilliti til S. pyogenes (gengið út frá hlutfalli jákvæðra og neikvæðra ræktana á sýkladeild Landspítalans 1979). Jákvæðar hálsræktanir á landsbyggðinni utan Akureyrar yrðu þannig 30 talsins, en auk þeirra ræktuðust 16 á sýkladeild Landspítalans. Ef áætlað er að jákvæðar ræktanir á Akureyri sama ár séu um 15% af jákvæðum ræktunum í Reykjavík og nágrenni, eða 30-40 talsins, verða allar S. pyogenes- ræktanir frá landsbyggðinni þannig innan við 100. Skráð tilfelli voru hins vegar 849. Ljóst er að nokkurs ósamræmis gætir í skráningu sjúkdómanna og ræktunarniðurstöðum og er þetta sérstaklega áberandi fyrir landsbyggðina. Svo virðist sem skekkjan sé á báða vegu, bæði van- og ofskráning. í fyrra tilvikinu láta læknar hjá líða að tilkynna sjúkdómana. Hið síðara undirstrikar þá staðreynd, að sjúkdómsgreiningin er byggð á forsendum sjúkrasögu og skoðunar og styðst yfirleitt ekki við nákvæma sýklagreiningu. í ljósi þess hve erfitt er að greina þessa sjúkdóma örugglega með sögu og skoðun að leiðarljósi (19, 20), má segja, að skráningartölur séu lítt marktækar hvað varðar tíðni og útbreiðslu sjúkdómanna hér á Iandi. Jákvædar ræktanir Mynd 6. S. pyogenes. Fjöldi jákvœðra hálsstroka á mánuði á árunum 1982-1985. Skráning smitsjúkdóma hefur faraldsfræðilegt gildi og ætti, ef upplýsingamiðlun er góð, að geta komið læknum að gagni í starfi. Því er mikilvægt að skráning sé áreiðanleg. Ljóst er að í núverandi formi er skráning S. pyogenes-hálsbólgu gagnslaus. Ef talin er þörf á að skrá þessa sjúkdóma hér mætti annað hvort styðjast við upplýsingar frá rannsóknarstofum eða þá að læknar tilkynni einungis þau tilfelli sem byggja á sýklagreiningu. Sú aðferð yrði þó ekki heldur alveg gallalaus, því ef skoðuð er tíðni jákvæðra ræktana yfir vetrarmánuðina sést að hún minnkar oft verulega kringum áramót, en hækkar svo seinni hluta vetrar. Er líklegt að á þessu tímabili sé sent inn minna af sýnum vegna hátíðanna, bæði vegna fría lækna og svo þess að sjúklingar leiti síður til þeirra. Hvað varðar tíðni pneumokokkasýkinga, virðast þær einnig vera algengari á vetrum, og eru að meðaltali 38,7 jákvæðar ræktanir (úr almennum sýnum) á mánuði á tímabilinu október til mars, og 28,9 á tímabillinu apríl til september. Tíðnin er hæst í mars, að meðaltali 44,7% og lægst í júlí, 21,7% að meðaltali. Ef ræktanir úr hráka, barkaástungu og berkjuskoli eru skoðaðar sérstaklega, eru jákvæðar ræktanir að meðaltali 10,7 á fyrra tímabilinu og 8,2 á því síðara. Meðaltöl sömu tímabila fyrir ræktanir úr nefi, nefkoki og eyra eru 17,2 og 10,8. Meiri sveiflur eru þannig á tíðni jákvæðra ræktana frá efri öndunarvegum en þeim neðri. Þó tíðni jákvæðra pneumokokkaræktana fari heldur vaxandi frá ári til árs, er ekki um að ræða stórar sveiflur milli ára. HEIMILDIR 1. Steingrímsson Ó, Jónsdóttir K, Kolbeinsson A. Breyting á lyfjanæmi gonokokka. Læknablaðið 1976; 62: 216-7.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.