Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1988, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.02.1988, Qupperneq 22
48 LÆKNABLAÐIÐ Þá koma fram í töflunni öll tilfelli af vansköpun á sama ársbili og í sömu aldursflokkum, 0-6 daga og 0-1 árs. Þá er og talinn fram fjöldi krufninga á sama hátt. í yfirlitinu á töflu II er afbrigða getið og gengið út frá meðfæddri vansköpun í einstökum hlutum hjartans svo sem hólfum, veggjum og æðum, en á töflu III eru skráðir einstakir meðfæddir gallar í hjarta (specific lesions). Á töflu II sést að 5 ára meðalfjöldi meðfæddra hjartagalla í börnum innan eins árs er 30, árin 1957-71, en 17 árin 1972-76. Sem hundraðshluti (%) af krufningum er fjöldi meðfæddra galla í hjarta 1957-71 12% en 1972-76 7%, en miðað við alla vansköpun eru hundraðshlutarnir 47% og 27% á fyrra og seinna tímabili. Flestir hjartagallar eru í sleglaskipt, 25 og í gáttaskipt 13, á meginæðarós 11, æðavíxl 8, meginæðarboga 8 og á stofnæðarloku lungna 7. Samanber töflu II. Einstakir meðfæddir gallar í fyrrnefndum líffærahlutum er galli í sleglaskipt (VSD) 24, sporgat opið (ASD secundum) 7, meginæðarós alveg lokaður (AO atresia) 8, fullkomin meginæðarvíxl (TGA) 8, lungnastofnæðarós lokaður (PA) 5, sameiginlegur slagæðastofn (TACP) 5 og slagæðarpípa opin (PDA) 5. Samanber töflu III. Eins og tölurnar hér að framan bera með sér er samanburður milli taflna II og III háður því að tekið sé tillit til þess, að annars vegar er um að ræða afmarkaða líffærahluta hjartans og hins vegar sérstaka nafngreinda galla (specific lesions). í 390 andvana fæddum börnum komu fram 11 hjartagallar eða 28 af þúsundi. UMRÆÐA Niðurstöður rannsókna þeirra, á meðfæddum hjartagöllum á íslandi, sem hér er gerð grein fyrir, byggjast á krufningum með hliðsjón af klinískum sjúkdómsgreiningum, í sumum tilfellum. Þær gefa góðar upplýsingar um: 1. Tíðni meðfæddra hjartagalla í andvana fæddum börnum. 2. Sérstaklega afmarkaða (specific) meðfædda hjartagalla, fjölda þeirra og dreifingu í krufningum barna innan eins árs. 3. Tölfrœðilegt yfirlit yfir meðfædda hjartagalla á fimm ára tímabilum árin 1957-76 í hópum burðarmálsbarna og allra barna innan eins árs í úrtakinu. Table III. Incidence of specific lesions of congenital heart disease. Lesions N (%) Ventricular septal defect (VSD).......... 24 (22,0) Atrial septal defect (ASD secundum)...... 7 (6,5) Aorta atresia (AO atresia)................ 8 (7,5) Transposition of the great arteries (TGA). 8 (7,5) Pulmonary atresia (PA).................... 5 (4,7) Truncus arteriosus (TACP)................. 5 (4,7) Patent ductus arteriosus (PDA)............ 5 (4,7) Tetralogy of Fallot....................... 4 (3,7) Cor biloculare (2) and Cor triculare biatriatum (2) ........................ 4 (3,7) Pulmonary stenosis (PS)................... 3 (2,8) Eisenmenger complex....................... 3 (2,8) Coarctation Aortae........................ 3 (2,8) Absence of portion of aorta arch.......... 3 (2,8) Persistent common atrioventricular canal. 3 (2,8) Stenosis of orificium aortae ............. 2 (1,9) Ebstein’s anomaly......................... 2 (1,9) Endocardial fibroelastosis................ 2 (1,9) Pulmonal veins enter right atrium........ 1 (0,9) Other single cases....................... 11 (10,3) Note: This table is only indirectly comparable to table 11. 1. Tíðni meðfæddra hjartagalla í andvana fæddum börnuum. Af 390 andvana fæddum á rannsóknatímabilinu reyndust 11 hafa hjartagalla eða 28 af 1.000 börnum (28%o). Þessi útkoma er fyllilega sambærileg við aðrar rannsóknir svo sem á austurströnd Bandaríkja Norður Ameríku þar sem Mitchell og félagar (10) gerðu yfirgripsmikla rannsókn á 56.109 börnum sem fæddust á fjórða áratugnum, en af þeim reyndust 1.344 andvana fædd (24%o) og af þeim andvana fæddu 37 (27,5%o) með hjartagalla, sem fundust við krufningar. Þetta er nánast sama tíðni, sem virðist mega byggja á samkvæmt útreikningum á líkum á hjartagöllum: Mitchell et al: WX'^tSt*100'2'75*0-45 Núverandi rannsókn: -4^r-x 100 + -^X 100 = 2,82 + 0,85 390 390 í rannsókn Mitchells reyndust 457 börn hafa hjartagalla (8,l%o) samkvæmt ýmsum klínískum rannsóknum og krufningum, eftir atvikum, en fylgst var með þessum 56.109 börnum nokkuð fram á fyrsta áratuginn. Svipuð útkoma hefir fengist úr slíkum rannsóknum annars staðar eða 7,5-8,0%o (11). Svo yfirgripsmiklar rannsóknir liggja ekki fyrir hér á landi. Helstu hjartagallar í andvana fæddum börnum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.