Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 6
192 LÆKNABLAÐIÐ einn á íslenskum sveitabæ. Allir höfðu haft einhver einkenni frá meltingarvegi, en ástæður magaspeglunar voru þessar: Meltingarónot án frekari sjúkdómsgreiningar (dyspepsia) 14 sjúklingar; sár í maga eða skeifugöm 11 sjúklingar; magabólga 10 sjúklingar og blóðleysi tveir sjúklingar. Magaspeglun var gerð með Welch-Allyn magaspeglunartæki (9,5 mm videoendoscope með 3,1 mm sýnatökugangi). Tækið var lagt í bleyti í 10 mínútur eftir hverja speglun í Sporicidin dauðhreinsunarlausn (The Sporicidin Co, 4000 Massachusetts Ave., N.W. Washington, D.C. 20016, U.S.A.). Lausnin var þynnt með vatni samkvæmt leiðarvísi í híutfallinu 1/16 og burstað var í gegnum slönguna eftir hverja notkun. Hjá hverjum sjúklingi voru tekin sex sýni, tvö frá hverjum eftirtalinna staða: úr slímhúð íimm sentimetrum neðan við efra magaop (cardia), úr slímhúð við magahom (angulus) og úr slímhúð fimm sentimetrum ofan við neðra magaop (pyloms). Annað sýnið frá hverjum stað var notað í vefjarannsókn, en hitt í sýklaræktun. Viðbótarsýni, til að greina bólgur og sár, vom tekin annars staðar úr maga- eða skeifugamarslímhúð, þegar ástæða þótti til. Sýni til ræktunar voru sett í dauðhreinsuð glös með saltvatni og send á sýkladeild innan tveggja klukkustunda. Við komuna þangað vom þau strax marin í saltvatni og síðan sáð með 10 microl. lykkju á blóðagar og æti Skirrows. Skálamar voru settar í Campylobacter ræktunarkerfi (Oxoid Ltd., Basingstoke, Hampshire, Englandi), sem tryggir andrúmsloft með 5% súrefni og 10% koltvísýringi. Ræktað var við 36°C hita í 7 daga áður en lesið var af skálunum. Sýklarannsókn var gerð án þess að vitneskja um niðurstöðu úr vefjarannsókn lægi fyrir. Skilmerki fyrir greiningu C.-pylori við sýklaræktun sjást í töflu I. Tafla I. Greinimörk C.-pylori viö sýklaræktun. Dæmigert útlit þyrpinga á föstu æti, Dæmigert útlit viö smásjárskoöun, Dæmigerður hreyfanleiki (kollhnísar), Jákvæö oxidasa-, catalasa- og ureasapróf, Enginn vöxtur í andrúmslofti, Enginn vöxtur viö 28'C eða viö 42’C, Ónæmi fyrir nalidixínsýru. Sýni til vefjarannsóknar voru lögð á síupappír, sett í 10% formalín til herðingar, steypt inn, skorin og lituð með venjulegri hematoxýlín-eósín aðferð (HE). Sneiðamar vom skoðaðar í ljóssmásjá með tilliti til bólgu og sármyndunar, en síðar var gerð Warthin-Starry litun (WS) á nýjum sneiðum til að leita að C.-pylori. Vefjarannsókn var gerð án þess að vitneskja um niðurstöðu úr sýklaræktun lægi fyrir. WS-litun var gerð á sneiðum frá 5-10 sjúklingum í einu og leitað var að C.-pylori í ljóssmásjá við 500-falda stækkun án þess að niðurstaða úr fyrri skoðun á HE-sneiðum væri höfð til samanburðar. Skilmerki fyrir greiningu á C.-pylori vom þau að bakteríumar hefðu einkennandi útlit: bognir eða snigillaga stafir fast við yfirborð, niðri í kirtlum eða í bandvef slímhúðarinnar. Skilmerki fyrir vefjafræðilegri greiningu á hægfara magabólgu (gastritis chronica) var hnattfrumuíferð í stoðvef slímhúðarinnar (lamina propria). Skilmerki fyrir greiningu á virkri, hægfara magabólgu (gastritis chronica activa) var það að til viðbótar hnattfmmuíferð sæist komafrumuíferð í stoðvef slímhúðar eða í yfirborðs- og kirtilþekiu, þar með talin kirtilkýli (9). Tölfræðilegir útreikningar á samanburðar- töflum voru gerðir með chi-square-prófi með Yates’s leiðréttingu. NIÐURSTÖÐUR Alls voru tekin 246 slímhúðarsýni úr maga, vélinda og skeifugöm þessara sjúklinga, en rannsóknin náði einungis til 222 sýna, sem tekin voru á áðurgreindum þremur stöðum í magaslímhúð. Af 111 sýnum sem tekin vom til vefjarannsóknar var eitt of lítið, en öll 111 sýnin sem tekin voru til sýklaræktunar reyndust fullnægjandi. Bakterían ræktaðist úr sýnum frá 17 konum (70,8%) og 9 körlum (69,2%), og sást við vefjarannsókn á sýnum frá 17 kvennanna (70,8%) og 10 karlanna (76,9%). Þessi munur milli kynja er ekki marktækur (p>0,5). Meðalaldur sjúklinganna, sem reyndust hafa C.-pylori við sýklaræktun eða vefjarannsókn, var 57,7 ár (staðalfrávik 16,3 ár), en meðalaldur hinna, sem reyndust ekki hafa C.-pylori við þessar rannsóknir var 54,7 ár (staðalfrávik 19 ár). Tölfræðilega er ekki um marktækan mun að ræða (p>0.5).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.