Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 26
210 LÆKNABLAÐIÐ byrjun einkenna til greiningar, staðsetningu sjúkdóms, niðurstöðu berklaprófs, niðurstöður ræktana, vefjagreiningu, meðferð og afdrif einu ári eftir greiningu. Við mat á dánarorsökum var stuðst við sjúkraskrá, krufningu og dánarvottorð. Við lungnaberkla var auk þess athuguð útbreiðsla sjúkdómsins samkvæmt röntgenmyndum. Lungnamyndir voru ekki endurskoðaðar nema umsagnir væru óskýrar. Þá var athugað hvort sýrufastir stafir hefðu sést við smásjárskoðun á hráka (beina skoðun), hvort umhverfisathugun hafði þá verið gerð og ef svo var, hvaða árangur hún bar. Þau tilfelli sem ekki voru staðfest með bakteríugreiningu eða vefjagreiningu voru athuguð og metin sérstaklega. Tilfelli þar sem einungis var um smitun að Table I. Tuberculosis cases, in lceland, 1975-1986. Rate/100 000. Year Number') Rate') 1975 ........................... 40 18.3 1976 ........................... 58 26.3 1977 ........................... 23 10.4 1978 ........................... 27 12.1 1979 ........................... 24 10.6 1980 ........................... 25 11.0 1981 ........................... 23 10.0 1982 ........................... 25 10.7 1983 ........................... 24 10.1 1984 ........................... 26 10.9 1985 ........................... 13 5.4 1986 ........................... 13 5.4 Total 321 *) Absolute numbers and crude total rates. Table II. Age specific case rates 100,000/yr., Iceland 1975-1986. of tuberculosis/ Age group (years) n Rate 0-4 6 2.4 5-9 9 3.6 10-14 12 4.7 15-19 19 7.1 20-24 8 3.1 25-34 .. 25 5.9 35-44 .. 35 11.7 45-54 .. 34 13.0 55-64 .. 60 27.2 65+ .. 113 41.7 Total 321 ræða, án sjúkdómseinkenna, voru ekki tekin með. Ef vitað var um neikvætt berklapróf innan tveggja ára frá greiningu var talið, að um nýsmitun væri að ræða við jákvæða útkomu prófs og sjúkdómstilfellið væri því nýberklar (primary tuberculosis). Ef saga var um jákvætt berklapróf fyrir meira en tveimur árum var litið svo á að um gamalt smit væri að ræða og sjúkdómurinn því seinberklar (postprimary tuberculosis). Nýtt berklatilfelli vísar til virkrar berklaveiki með sjúkdómseinkennum hvort sem um er að ræða nýberkla eða seinberkla. Hvert tilfelli var aðeins talið einu sinni. Ef sjúklingur hafði fengið berkla í fleiri en eitt líffærakerfi, var miðað við hvar sjúkdómurinn kom fyrst fram. Einn sjúklingur hafði virka beinaberkla tvisvar á tímabilinu, staðfesta með ræktun. Er það eini sjúklingurinn sem kom fram tvisvar á rannsóknartímabilinu. Við útreikninga á tíðnitölum voru notaðar tolur yfir meðalmannfjölda (mean population) úr mannfjöldaskýrslum Hagstofu íslands. Urvinnsla var gerð með SPSS/PC forritinu. Kí kvaðrat prófanir voru notaðar við ákvörðun á p-gildum. NIÐURSTÖÐUR Faraldsfrœði. Heildarfjöldi berklatilfella frá 1975-1986 var 321 hjá 320 einstaklingum, 96,6% voru Islendingar. Arlegur fjöldi og tíðni minnkaði á tímabilinu (tafla I). Ef tekin eru fjögurra ára tímabil var tíðni á 100.000 íbúa á ári 16,8 fyrir árin 1975-1978; 10,5 fyrir árin 1979-1982 og 7,9 fyrir árin 1983-1986. Karlar voru 53,3% (171/321) en voru 50,4% mannfjöldans í landinu. Aldur var frá 1 til 96 ára. Aðeins 8,4% voru yngri en 15 ára. Miðgildi (median) var 57 ár. Fjöldi og nýgengi í 5 og 10 ára aldursflokkum sést í töflu II. Mynd 1 sýnir að berklar komu fram hjá öllum aldursflokkum, en voru algengari hjá þeim sem voru eldri en 55 ára. Tafla III sýnir staðsetningu berklanna. Berklar í öndunarfærum voru 59,5% (191/321) og varð engin ákveðin breyting á þessu hlutfalli 1975-1986. Berklar utan öndunarfæra voru 40,5% (130/321). Þar af voru berklar í þvag- og kynfærum og svo eitlum algengastir en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.