Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 203 Krabbalíki í meltingarfærum hafði nýgengið 2,04 á 100.000 íbúa, konur 2,67 en karlar 1,44 og er þá krabbalíki í botnlanga reiknað með. Tafla II sýnir öll æxlin eftir nánari staðsetningu, kyni og meðalaldri sjúklinga. Verður hér gerð frekari grein fyrir æxlum í meltingarfœrum utan botnlanga: 1. Forgirnisœxli voru sjö. Krabbalíki í maga greindist hjá tveimur sjúklingum, sem báðir fengu bráða magablæðingu. Æxlin voru 4-5 cm frá neðra opi magans og var gert hlutabrottnám á maga hjá báðum. Annar sjúklingurinn hafði 7 cm æxli vaxið inn í fituvef og útsæði í lifur. Hann lést 5'/2 ári síðar af völdum aðgerðar vegna lifrarmeinvarpanna. Hjá hinum mældist æxlið 1,3 cm og var það vaxið út í holhimnu. Hann lést 12>/2 ári eftir greiningu æxlis en ekki af völdum þess. Krabbalíki í skeifugörn greindist hjá einum sjúklingi, sem talinn var hafa magasár. Hann lést fjórum mánuðum eftir hlutabrottnám á brisi og skeifugöm, af fylgikvillum aðgerðar. Krabbalíki í skeifugarnartotu (papilla Vateri) greindist hjá einum sjúklingi með kviðverki, hita og stíflugulu. Við skurðaðgerð vegna gruns um gallpípusteina var æxlið fjarlægt með staðbundnu brottnámi. Sjúklingurinn var einkennalaus 21 ári eftir aðgerð. Krabbalrki í gallrás fannst hjá einum sjúklingi með stíflugulu. Æxlið var fjarlægt ásamt neðri hluta gallrásar. Sjúklingurinn lést átta mánuðum eftir aðgerð en af öðrum orsökum, og var þá með meinvörp í lifur. Tvö forgimisæxli fundust við krufningu. Annað var í gallblöðru með meinvörpum en hitt í lifur. Báðir sjúklingamir höfðu haft hita og gulu og létust af völdum æxlisins. Af forgimisæxlum gáfu 4 af 5 einkenni, sem leiddu til aðgerðar og var aðgerð bráð hjá tveimur sjúklingum. Séu kmfningamar taldar með létust fjórir af sjö sjúklingum af völdum krabbalíkis eða meðferðar þess frá einum mánuði til 5'/2 ári eftir greiningu. Tveir létust af öðrum orsökum, tveimur mánuðum til 12*/2 ári eftir greiningu, og var annar þá með lifrarmeinvörp. 2. Miðgirnisœxli voru 29, þegar botnlangaæxlin em undanskilin. Sjúklingamir voru 27, en tvö tilfelli fundust við kmfningu. Flest æxlanna voru í dausgirni, eða 17 (58,2%). Þau mældust 0,4-3,5 cm, meðalstærð 1,6 cm. Æxlið var staðsett við ristilloka hjá sex sjúklingum. Þessi æxli voru á mótum dausgimis og botnristils og höfðu vaxið það mikið inn í aðliggjandi vef, að ekki var unnt að ákvarða hvoru megin þau vom upprunnin. Þau mældust 1,5-4 cm, meðalstærð 2,7 cm, og aðeins eitt æxlanna var undir 1 cm. í ásgirni vom þrjú æxli, 0,6-2,5 cm að stærð. Eitt þeirra fannst við krufningu. Hjá báðum sjúklingunum fannst æxlið við aðgerð vegna annars sjúkdóms. Krabbalíki í mjógirni án nákvœmari staðsetningar fannst hjá tveimur sjúklingum og við eina krufningu. Voru æxli þessi 1-1,3 cm á stærð. Hjá 23 sjúklingum með miðgimisæxli var aðeins eitt frumœxli, en sex sjúklingar (20,7%) höfðu fleiri en eitt krabbalíkisæxli samtímis, allt upp í 37 aðskilin æxli í mjógimi. Aðaleinkenni fyrir fyrstu skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðgimisæxli eru sýnd í töflu III. Hjá 24 sjúklingum af 27 mátti finna hversu lengi einkenni höfðu staðið og var það frá tveimur klukkustundum upp í sjö ár fyrir aðgerð. Einkenni vom ekki háð því hvar í miðgimi æxlið var staðsett. Sjúkdómsgreining fyrir fyrstu aðgerð er sýnd á töflu IV. Fjögur tilfelli sem þar em talin greind í leiðinni (en passant), fundust við aðgerðir, sem gerðar vom vegna annarra sjúkdóma. Hjá öllum öðrum sjúklingum var aðgerð gerð vegna einkenna frá krabbalíkinu. Bráðaaðgerð var gerð hjá 17 sjúklingum. Algengasta greining fyrir fyrstu aðgerð var mjógimisstífla (48%). Krabbalíki var ekki greint fyrir aðgerð hjá öðrum sjúklingum en þeim tveimur, sem höfðu krabbalíkisheilkenni. Table III. Carcinoid tumors 1955-1984. Main preopera- tive symptoms in 27 patients with midgut tumors excl. appendix. Abdominal pain................................. 22 Diarrhea........................................ 6 Vomiting........................................ 2 Table IV. Carcinoid tumours 1955-1984. Preoperative diagnosis in 27 patients with midgut tumours excl. appendix. Small bowel obstruction.......................... 12 Appendicitis...................................... 4 Abdominal tumour NOS.............................. 3 Carcinoid syndrome ............................... 2 Rectal bleeding .................................. 1 Tumour on neck.................................... 1 Incidental finding ............................... 4

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.