Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 44
224 LÆKNABLAÐIÐ að nokkru tímalengd einkenna. Önnur leið er sú að nota sömu skilmerki og einhver annar hefur notað til að greina sjúkdóminn hjá stórum hópi sjúklinga og verður þá samanburðurinn á þeim hópunr sem um ræðir marktækur. Það ætti að vera augljóst að ekki er hægt að nota rannsóknaniðurstöðu (t.d. sökkmælingu) sem fellur innan eða skarast við viðmiðunarmörk hjá heilbrigðum. í þessu hefti Læknablaðsins birtist athyglisverð athugun á fjölvöðvagigt og gagnaugaslagæðabólgu (GSB) frá Landakotsspítala. Athugun þessi gefur ekki hugmynd um nýgengi og algengi þessara sjúkdóma á landsvísu, en veitir upplýsingar um vaxandi fjölda greindra tilfella á ákveðnu tímabili á einu sjúkrahúsa landsins. Vonandi er þetta aðeins fyrsta skref höfunda í þá átt að kanna tíðni þessara sjúkdóma á öllu landinu, en Island er mjög vel fallið til faraldsfræðilegra athugana af þessu tagi. Athyglisverð þungamiðja í þessu uppgjöri er að ekki er stuðst við eldri »hefðbundnari skilmerki« og í raun er deilt á fyrri skilmerki og sett rýmri mörk hvað varðar greiningu þessara sjúkdóma með því að fella niður aldursmörk, kröfu um sökkhækkun og skilyrði um tímalengd frá upphafi einkenna er stytt niður í eina viku. Ef grannt er skoðað kemur þó í ljós að allir sjúklingar með GSB og GSB + FVB höfðu sökk yfir 40 og 50 mm/klst. og einungis fáir sjúklingar með FVB höfðu eðlilegt sökk (einn var með sökk lægra en 20 og finrm lægra en 30) og hvað varðar aldursmörk voru einungis tveir yngri en 50 ára. Ekki er ástæða til að breyta eldri skilmerkjum vegna fárra undantekningartilfella heldur verður að hafa í huga að skilmerki sem slík hafa einkum þýðingu í faraldsfræðilegum athugunum og eru til hjálpar við greiningu en samt sem áður verða greind tilfelli sem falla utan við þann ramma er skilmerki setja. Þá hefur það takmarkaða þýðingu, að bera saman rannsóknir þar sem mismunandi skilmerki eru lögð til grundvallar. Einnig er vafasamt og verður í raun að teljast varasamt að rýmka skilmerki hvað varðar FVG, sérstaklega þar sem í flestum tilfellum er beitt langtíma barksterameðferð. Kári Sigurbergsson Kristján Steinsson HEIMILDIR 1. Amett FC et al. The American Rheumatism Association 1987 revised criteria for the classification of rheumatoid arthritis. Arthritis Rheum 1988; 31: 315-23. 2. Bird HA et al. An evaluation of criteria for polymyalgia rheumatica. Ann Rheum Dis 1979; 38: 434-9. 3. Amett FC. Reply to the Editor. Arthritis Rheum 1988; 31: 1453. Athugasemd Hr. ritstjóri I ágætum leiðara þessa tölublaðs gera Kári Sigurbergsson og Kristján Steinsson grein fyrir setningu og eðli sjúkdómsskilmerkja. Jafnframt gera þeir athugaemdir við grein okkar og þá helst tvennt. I fyrsta lagi, að athugunin gefi ekki hugmynd um ný tilfelli né algengi fjölvöðvagigtar (FVG) eða gagnæðaslagæðabólgu (GSB) á Islandi. Því er til að svara, að þeirra svara var aldrei leitað, enda skýrt tekið fram í texta. Sjúklingahópur sá, sem athugaður var, er á engan hátt nothæfur til slíkrar könnunar. I öðru lagi gagnrýna þeir skilmerki þau, sem við höfum notað við greiningu. Nú er það svo, að greiningarskilmerki FVG og GSB eru mjög á reiki. Hvað GSB varðar þá greina ýmsir höfundar þann kvilla með útlitsskoðun eingöngu hjá hluta sjúklinganna en við takmörkuðum greininguna við þá sem höfðu risafrumubólgu við smjásjárskoðun gagnaugaslagæða. Þetta dregur eflaust úr tíðni greiningar en á móti kemur að sýnitaka var algengari, 94,2% í þessum hópi, en flestum öðrum sem við höfum haft spumir af. Hvað FVG varðar þá er skilmerkjasetning enn meira á reiki. Gömlu skilmerkin, sem ýmsir nota enn 1. Verkur og stirðleiki í nærlægum útlimavöðvum 2. Einkenni í meira en fjórar vikur 3. Aldur yfir 55 ár 4. Sökk 50 eða hærra 5. Einkennaleysi eftir 10 mg Prednisolon daglega í fjóra daga, hafa tekið breytingum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.