Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 209-16 209 Þuríður Árnadóttir, Þorsteinn Blöndal, Birna Oddsdóttir, Hrafnkell Helgason, Júlíus K. Björnsson BERKLAVEIKI Á ÍSLAND11975-1986 ÁGRIP Við afturvirka rannsókn á berklaveiki árin 1975-1986 fannst 321 tilfelli. Nýgengi lækkaði um 53% frá fyrsta þriðjungi tímabilsins til þess síðasta. Karlar voru 53,3%. Berklar komu fram á öllum aldri, 114 voru yngri en 45 ára. Greining var staðfest með ræktun hjá 68%. Ræktunarhlutfallið fór upp í 84% við lungnaberkla en niður í 39% við eitlaberkla. Lungnaberklar voru algengasta mynd sjúkdómsins og tíðari hjá körlum en konum. Hjá fjórum af hverjum 10 með lungnaberkla sáust sýrufastir stafir við smásjárskoðun á hráka. Hlutur berkla utan öndunarfæra (40,5%) var hár miðað við önnur lönd. Utan öndunarfæra voru berklar algengastir í eitlum og í þvag- og kynfærum. Eitlaberklar voru algengari hjá konum. Fimm prósent sjúklinganna dóu úr berklum, og þar af greindist helmingur eftir andlát. Þótt aðeins 12 af 10 000 skólabömum sýni útkomu á berklaprófi nú eru enn allt að 40% sjötugra Islendinga jákvæðir og er því enn langt í upprætingu berkla. INNGANGUR I þróuðum löndum hefur tíðni berklaveiki minnkað gríðarlega miðað við það sem áður var. Fjöldi tilfella á 100 000 íbúa á íslandi var 430 árið 1941 en 26 árið 1970 (1). Samkvæmt skólaskýrslum smitast á íslandi 12 skólaböm af hverjum 10 000 árlega af mýkóbakteríum. Á sama tíma var berklapróf hjá öldmðum hins vegar jákvætt hjá allt að 40% (2). I þróunarlöndum blasir við önnur mynd. Hættan á smiti af berklabakteríum minnkaði aðeins um 1.4% árlega í Uganda árin 1950- 1970 og í Lesotho var engin breyting 1958- 1965 (3). Til samanburðar má nefna að í Hollandi minnkaði þessi áhætta um 13% á Frá Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Barst 07/02/1989. Samþykkt 07/04/1989. ári árin 1940-1966 (3). í þróunarlöndum fá á hverju ári sex til átta milljónir berkla og tvær til þrjár milljónir deyja þar árlega af völdum berkla (4). Stefnt er að því að uppræta berkla, en uppræting miðast við að minna en eitt tilfelli af smitandi lungnaberklum greinist árlega miðað við milljón íbúa (5). Enn er langt í að það markmið náist. Tilgangur þessarar athugunar var að kanna berklaveiki á íslandi árin 1975 til 1986. Frá því síðast var rætt um þetta efni í Læknablaðinu (1) hefur verið greint frá meðferð berkla og frá berklum í þvagfærum (6, 7) en ekki verið fjallað um tíðnitölur sjúkdómsins á þessu tímabili. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gerð var afturvirk rannsókn fyrir árin 1975- 1986. Farið var yfir tilkynningar sem bárust berklayfirlækni á tímabilinu og sjúkraskrár. Stuðst var við ræktanir á sýruföstum stöfum frá Rannsóknastofu Háskólans (RH) í sýklafræði. Ef bakteríustofninn við tegundargreiningu reyndist annar en Mycobacterium Tuberculosis typus humanum var tilfellið ekki tekið með. Á RH í líffærameinafræði var leitað sýna sem vöktu grun um eða staðfestu berkla. I svörum þurfti að koma fram: berklar; berklabólga; bólga með granúlómum og ystingu eða sýrufastir stafir. Fyrir tímabilið 1. janúar 1975 og fram í nóvember 1983 var öllum svörum rannsóknastofunnar handflett. Frá nóvember 1983 til loka ársins 1986 var tölvuleitað og annaðist stofnunin það. Vefjasýni voru ekki endurskoðuð. Útskriftargreiningar sjúkrahúsa voru ekki kannaðar sérstaklega. Leitað var upplýsinga um kyn, þjóðemi, aldur, berklaveiki í persónusögu, tímalengd frá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.