Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 28
212 LÆKNABLAÐIÐ Table VI. Results of culture for acid fast bacilli for all tuberculosis cases, lceland 1975-1986. Anatomic site Positive culture N (%) Negative culture N (%) No culture/ no data N (%) Hilar lymph nodes 2 (10) 7 (35) 11 (55) Pulmonary . 125 (84) 15 (10) 9 (6) Pleural 7 (32) 15 (68) - - Extrathoracal lymphadenitis . 18 (39) 10 (22) 18 (39) Genitourinary ... 37 (80) 3 (7) 6 (13) Skeletal 18 (82) - - 4 (18) Miliary 6 (86) 1 (14) - - Meningeal 2 (100) — — - - Total 217 55 49 Table VII. Results of histological examination (inclu- ding post mortems) for all tuberculosis cases, lceland 1975-1986. Anatomic site Positive culture N (%) Negative culture N (%) No culture/ no data N (%) Hilar lymph nodes 1 (5) 19 (95) Pulmonary .... 17 (11) 10 (7) 122 (82) Pleural 9 (41) 8 (36) 5 (23) Extrathoracal lymphadenitis 44 (96) 1 (2) 1 (2) Genitourinary . 24 (52) 4 (9) 18 (39) Skeletal 10 (46) 4 (18) 8 (36) Miliary 5 (72) 1 (14) 1 (14) Meningeal .... - - - - 2 (100) Other 5 (71) — — 2 (29) Total 115 28 178 % Fig. 2. Percentage distribution of pulmonary tuberculo- sis cases and population by age. Iceland 1975-1986. vegar einungis reynd í 61% tilfella þegar um var að ræða berkla í eitlum. Bakteríur með lyfjaónæmi fundust aðeins hjá tveimur og höfðu báðir fengið lyfjameðferð áður. í töfiu VII sjást niðurstöður vefjagreininga fyrir hvem sjúkdómafiokk. í 143 tilfellum fundust upplýsingar um vefjagreiningu. Þar af var greiningin staðfest hjá 80% (115), en í 20% tilfella studdu sýnin ekki berklagreininguna. Alls voru 7 tilfelli byggð á vefjagreiningu eingöngu, þar af 6 af berklum í legi eða eggjaleiðara og eitt af berklum í eitlum í hengi. Tíminn frá því einkenni komu fyrst fram þar til greining lá fyrir og meðferð hófst var allt frá nokkrum dögum upp í 9 ár. Um það bil 40% greindust innan mánaðar en 70% innan þriggja mánaða. Greiningartími var lengstur fyrir berkla í þvag- og kynfæmm, að meðaltali 14 mánuðir. Fyrir beinaberkla var tíminn að meðaltali 7 mánuðir og fyrir lungnaberkla tæplega 3 mánuðir. Lungnaberklar. Alls greindust 149 tilfelli, þar af vom 59,7% hjá körlum (89/149). Lungnaberklar voru marktækt algengari hjá. körlum (p <0,05). Mynd 2 sýnir hve hátt hlutfall tilfellanna var hjá öldmðum. Níutíu prósent voru seinberklar. Sýrufastir stafir fundust við beina skoðun á hráka hjá 42% (63/149). Sýmfastir stafir ræktuðust hjá 84% (125/149). Ræktun bar ekki árangur hjá 10% og hjá 6% var ekki ræktað. Lungnamynd studdi greiningu hjá 84% (125/149). Hjá 19 studdi röntgenmynd ekki greiningu og upplýsingar vantaði hjá 5. Fjórðungur var með breytingar í báðum lungum og 40% (57/144) með holumyndun. Reynt var að afla upplýsinga um umhverfisleit hjá þeim sem vom jákvæðir við beina skoðun (63/149). Umhverfisleit bar árangur í 28 sjúkdómstilfellum, en gögn bentu ekki alltaf til að umhverfisskoðun hefði verið gerð. Mest fundust 13 smitaðir en minnst einn. Alls fundust við umhverfisleit 96 nýsmitaðir (lágmarkstala). Berklar í brjósthimnu og lungnarót. Alls greindust 20 með berkla í eitlum lungnaróta, þar af 9 karlar. Flestir, eða 16, voru yngri en 15 ára. Sá elsti var 35 ára.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.