Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 38
220 LÆKNABLAÐIÐ hjá þeim er eingöngu höfðu FVG og þrjú ár hjá þeim er höfðu bæði GSB og FVG. Meðalviðhaldsskammtur fyrir allan hópinn var 6,7 mg Prednisólóns á sólarhring (sá skammtur sem þarf til að halda einkennum og sökki niðri). Fjórum sjúklingum var sleppt þar eð þeir dóu áður en meðalviðhaldsskammti var náð. Meðalviðhaldsskammtur þeirra sem eingöngu höfðu GSB var 7,0 mg Prednisólóns á sólarhring. Afturkast (tecidiv). Fimm (7,4%) veiktust á ný en 8 (11,8%) nota enn stera. Þeir sem veiktust á ný, að einum undanskildum, fengu í upphafi stera. Afturkast kom frá nokkrum mánuðum og allt að 8 árum eftir að sterameðferð lauk. Allir voru þá meðhöndlaðir með sterum. Stysta sterameðferð var eitt ár, lengsta fjögur ár. Af þeim sem enn nota stera, hafa fjórir fengið þá í fjögur ár, tveir í fimm ár, einn í 8 ár og einn í 17 ár. Dánir. Látnir eru 19 (27,9%) af 68 sjúklingum. Níu (47,4%) voru krufnir. Tíu (52,6%) fengu greininguna hjartabilun og/eða bráð kransæðastífla. Af þeim fengu fjórir greininguna hjartabilun (tveir krufnir), þrír hjartabilun vegna bráðrar kransæðastíflu (tveir krufnir), tveir bráð kransæðastífla (hvorugur krufinn) og einn rof á hjarta (ruptura cordis) vegna bráðrar kransæðastíflu (krufinn). Fjórir (21,1%) fengu greininguna lungnabólga (tveir krufnir), tveir (10,5%) heilablóðfall (hvorugur krufinn), einn (5,3%) blæðandi skeifugamarsár (krufinn), einn (5,3%) brátt mergfrumuhvítblæði (ekki krufinn) og einn (5,3%) blóðeitrun vegna ígerðar í ristli (krufinn). Ekki er getið um hnúðabólgu í kransæðum þeirra sem krufnir voru. UMRÆÐA Rétt er að gera nokkra grein fyrir greiningarskilmerkjum þeim, sem hér eru við höfð. Greiningaratriði FVG og GSB em nokkuð á reiki hjá hinum ýmsu höfundum. Sumir virða enn aldursmarkið 50 ára (4). Aðrir ekki (3). Flestir krefjast sökkhækkunar, en mismikillar. Park, Jones, Hazleman (3) setja mörkin við 30 mm/klst. Boesen (4) við 40 mm/klst. Enn aðrir miða við 50 mm/klst. eins og gert var í byrjun. Hvað tímalengd einkenna varðar, þá vom upphaflega greiningarskilmerki fjórar vikur. Nú em þau á reiki. Boesen og Sörensen (4) miða við að einkenni þurfi að hafa staðið í tvær vikur. Park, Jones og Hazleman (3) miða við átta vikur. Þar sem ólíklegt er, að sjúkdómar virði afmælisdaga, kusum við að sleppa nákvæmu aldursmarki sem greiningarskilyrði. Margar heimildir, m.a. Park et al. (3), Gentric et al. (5) eru til um FVG og GSB án sökkhækkunar. Einn höfunda sá nýlega tvo sjúklinga með smásjárgreinda GSB og sökk lægra en 15 mm/klst. Af þessum sökum var ákveðið að miða við »eðlileg mörk«, 15 mm/klst., sem vissulega eru þó umdeilanleg hjá þessum aldurshhópi. Höfðu 10,3% sjúklinga sökk lægra en 30 mm/klst., sé miðað við skilyrði Park, Jones og Hazlemans (3). Þá mældist 1,5% með sökk lægra en 20 mm/klst. Umdeilanlegt er, hvort sökkhækkun eigi yfirleitt rétt á sér sem skilgreiningaratriði, þar sem eðlilegt sökk útilokar hvorki GSB né FVG (5, 3). Nær væri að hafa hliðsjón af sökkhækkun og aldri sem stuðningsþætti í greiningu. Þar sem þetta er aftursæ könnun, var þó sá háttur ekki hafður á hér. Rétt er að taka fram, að ekki hefur í eftirliti þurft að endurskoða greiningu vegna aldurs eða sökkmarka. Eins og að framan getur eru tímamörk einkenna á reiki frá tveim (4) til átta vikna (3). Með tilliti til þess að GSB getur verið lífshættulegur sjúkdómur og flest dauðsföll koma í byrjun sjúkdóms (6), sýnast kröfur um að einkenni skulu hafa staðið ákveðinn tíma, áður en meðferð er hafin, ekki einungis órökréttar, heldur einnig hættulegar. Svo náið samband er milli GSB og FVG, að óeðlilegt er að gera þama upp á milli. Sökum þess hve GSB leggst dreift á stóran hluta æðakerfisins, og erfitt er um vik með sýnatöku, verður í upphafi að gera ráð fyrir því að sérhver sjúklingur með FVG kunni að hafa eða fá GSB. Þetta má styðja með dæmum af reynslu höfunda. Þeir höfundar sem við höfum mest vitnað til Boesen og Sörensen (4) greina GSB ekki eingöngu með sýnatöku frá gagnaugaslagæð. Sé sýni neikvætt eða ekki tekið láta þeir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.