Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 197-200 197 Hannes Blöndal, Gunnar Guðmundsson, Eiríkur Benedikz, Guðjón Jóhannesson ARFGENG HEILABLÆÐING I Vitglöp viö cystatin C mýlildi SAMANTEKT Nítján tilfellum af vefjafræðilega greindu arfgengu cystatin-C-æðamýlildi er lýst. Þau fengu fyrstu heilablæðinguna, á aldrinum 20- 41 árs og lifðu allt frá 10 dögum að 23 árum eftir áfallið. Versnandi vitglöp var áberandi klínískt einkenni hjá 17 þeirra og af þeim var heilabilun fyrsta einkennið hjá tveimur. Við síðustu skoðun hafði meirihluti sjúklinganna alvarleg vitglöp og mjög óeðlilegt heilarit. íferð mýlildisefnis sem var jákvætt fyrir anti- cystatin C, fannst í æðum og kringum þær. Skemmdir á smáæðakerfi heilans og blæðingar og stífludrep af völdum þessara skemmda voru álitin nægileg skýring á vitglöpum þessara sjúklinga. Mýlildisútfellingar hafa fundist í öðrum vefjum en í miðtaugakerfi og er því réttara að nefna sjúkdóminn arfgengt cystatin C mýlildi (Hereditary Cystatin C Amyloidosis, HCCA). INNGANGUR Athuganir á þessum mýlildissjúkdómi voru fyrst gerðar af Ama Amasyni héraðslækni sem birti þær í doktorsritgerð sinni »Apoplexy und ihre Verebung«, Slagaveiki og arfgengi hennar, árið 1935. í ritgerðinni lýsti hann því að sjúkdómurinn erfðist, með ríkjandi A- litnings erfðahætti, og ylli heilablóðfalli og dauða ungs fólks (1). Sjúkdómsgreiningamar vom ekki staðfestar með krufningum. Árið 1972 var frá því skýrt (2) að orsök æðaskemmdanna, sem einkenndu þennan sjúkdóm, væru mýlildisútfellingar og var sjúkdómnum gefið nafnið »Hereditary Cerebral Hemorrhage with Amyloidosis« (HCHWA). I þeirri grein og annarri til Rannsóknastofa Háskólans í líffærafræöi og v/Barónsstíg( Taugalækningadeild og Taugarannsóknadeild Landspítalans ( G.G., G.J.). viðbótar (3) var erfðahætti sjúkdómsins lýst frekar og fyrri athuganir staðfestar. Geðrænar breytingar með vitglöpum er áberandi einkenni þessa sjúkdóms. Af 52 sjúklingum höfðu 39 (75%) vaxandi vitglöp á mismunandi stigi og hjá fimm þeirra var það fyrsta einkenni um sjúkdóminn (4). Einkennandi vefjafræðilegar breytingar vom alvarlegar mýlildisskemmdir í æðum, stífludrep, blæðingar og eyðing heilabarkar af þeim sökum (5). Þessi sjúkdómur var upphaflega bundinn við ættir á Vesturlandi en afkomendur þeirra mega nú heita dreifðir um allt Island. Árið 1983 tókst að einangra mýlildisþráðlinga úr heilahimnum einstaklinga með þennan sjúkdóm. Prótínþáttur í gerð þeirra var skilgreindur og raðgreindur, og reyndist vera skyldur prótínasahindranum cystatin C (6). Síðar var sýnt fram á að þéttni þessa prótíns var lækkuð í mænuvökva allra, sem höfðu sjúkdóminn (7). Mýlildisútfellingar, sem áður hafði aðeins verið sýnt fram á í miðtaugakerfi, fundust einnig í æðum í neðankjálkaeitli (8) og síðar hafa útfellingar fundist í ýmsum vefjum utan miðtaugakerfis þessara sjúklinga, m.a. í húð (9, 10). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Nítján sjúklingar með staðfest HCCA voru rannsakaðir. Allir voru krufðir að einum undanskildum. Sá sjúklingur hafði fengið mörg áföll, var kominn með mikil vitglöp og cystatin C mýlidisútfellingar fundust í einu vefsýni sem tekið var. Allir höfðu þeir fengið heilablóðfall oftar en einu sinni og var það staðfest með tölvusneiðmyndum af heila og/eða krufningu að ofangreindum sjúklingi undanskildum. I öllum tilvikum voru heilablæðingar aðaldánarorsök.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.