Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 199 sýndi það þráðlingabyggingu einkennandi fyrir mýlildisefni. Veggþykknun æðanna var breytileg allt frá vægri þykknun upp í algjöra sammiðja lokun. Miðhjúpur æðanna var mjög oft klofinn og þannig myndaðist tvöfalt op í æðinni (mynd 1). Svæðisbundið fíbrindrep og gúlplöguð útvíkkun slagæða og menjar þeirra voru algeng í heilaberki (mynd 2). Mýlildisefni í kringum æðar var að finna bæði í heilaberki, botnhnoðum heilans og laginu Mynd 1. A. Einkennandi skemmdir á slagæðum í rennu í ennishjarna, H. E. litun. x 120 B. Sömu æðar, Congo rautt litaöar í póluðu Ijósi. C. Sömu æðar, anti-cystatin-C ónæmisperoxíðasa litun. Mynd 2. Slagæð í berki litla heila með fíbríndrepi og gulplaga útvíkkun. H. E. litun. x 160. undir heilareifum, þar sem það myndaði sums staðar næstum því samfellt mýlildislag. Hvorki æðamýlildið né mýlildisefnið í kringum æðar litaðist með beta-prótín mótefnum. Drep, allt frá smáblettum upp í stór, óregluleg drepsvæði voru algeng í heilaberki. Einnig voru víða merki um fyrri blæðingar í heilaberki, á mótum barkar og hvítu og í djúplægum, gráum svæðum heilans. Taugaþráðlingaflækjur og elliskellur eins og þær sem sjást við Alzheimer sjúkdóm fundust ekki í neinu jressara tilfella. UMRÆÐA Aldur sjúklinganna við upphaf sjúkdómsins er ólíkur því sem gerist við aðrar tegundir heilablæðinga og vitglapa vegna skemmda í heilaæðum. Vaxandi vitglöp ásamt heilaritsbreytingum má að öllum líkindum rekja aðallega til vaxandi eyðingar heilavefjar af völdum endurtekinna blæðinga og drepa sem stafa af miklum og útbreiddum skemmdum í smáæðum heilans. Þessu til stuðnings er að æðabreytingar og heilaskemmdir eru jafnan mestar meðal þeirra sjúklinga sem lengst hafa lifað með sjúkdóminn. Niðurstaðan er að vitglöpin við þennan arfgenga mýlildissjúkdóm eru sennilega orsökuð af samansöfnuðum áhrifum blæðinga og drepa í heilanum. Þar sem nú hefur verið sýnt fram á mýlildisútfellingar í ýmsum líffærum væri réttara að nefna sjúkdóminn arfgengt cystatin C mýlildi (Hereditary Cystatin C Amyloidosis, HCCA).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.