Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 10
smásveina, frjálsa og þrasla. Á allt það, sem mér kann að bera fyrir augu og að eyrum, þá er ég er að starfi mínu, mun ég líta sem leyndarmál og þegja yfir, sama máli gegnir um, þaó er ég kann að frétta um lifnað annarra, þá er ég er utan starfs, ef eigi varðar alþjóðarheill. Haldi ég nú þennan eið minn alveg, og bregði hvergi af, þá ætti mér að hlotnast bæði gæfa og gengi, og ég haf a virðingu allra góðra manna. Skyldi það henda mig að ganga á eiðinn og gerast meinsærismaður, þá á ég að hitta fyrir hið andstæða." (Hippkrates, faðir læknislistarinnar saga hans og Hippokratisku læknislistarinnar ásamt þýðingum á víð og dreif úr verkum hans. Vald. Steffensen, Bókaútgáfan Norðri 1945) GENFARHEIT LÆKNA SAMÞYKKT A ALLSHERJARÞINGI ALÞJÖÐAFE'LAGS LÆKNA . I GENF I SEPTEMBER 1948. NÖ, ER EG SEGIST I LÖG LÆKNA, FESTI EG SVOFELLT HEIT: EG SKULDBIND MIG hátíðlega til að helga líf mitt þjónustu við mannkynið. ÉG HEITI ÞVl AÐ AUÐSÝNA kennurum mínum tilhlýðilega virðingu og verðskuldað þakklæti. ÉG HEITI ÞVl AÐ STUNDA lækningar af samviskusemi og gæta læknis- virðingar minnar í hvívetna. ÉG HEITI ÞVl AÐ LÁTA mér um alla hluti fram hugað um heilsu sjúklings míns. ÉG HEITI ÞVl AÐ GEYMA þau leyndarmál, sem menn eiga undir trúnaði minum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.