Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 16
10 nærgætni, sem hann getur framast við komið. Ef ekki er á hans faeri að framkvaana nayðsynlega rannsókn eða að- gerð, skal hann í samráði við sjúklinginn undandráttarlaust leita fulltingis læknis eða lækna, sem leyst geta úr þeim vanda. Honum hlýðir ekki að synja sjúklingi sínum um að kveðja annan lækni til ráðuneytis, ef ætla má, að hann geti orðið að sérstöku liði. 9. grein: Sérmenntaður læknir, sem tekið hefur við sjúklingi eft- ir tilvisum annars lceknis, skal að lokinni rannsókn eða meðferð láta þeim lækni, sem sendi sjúklinginn, í té skýrslu um rannsókn- ir síhar og/eða meðferð. Nú álítur hann, að sjúklingurinn þarf- nist athugunar eða meðferðar annars sérmenntaðs læknis, og skal hann þá skýra lækni sjúklingsins frá því. Sérmenntuðum lækni, sem stundar aðsendan sjúkling á sjúkrahúsi, ber að sjá svo um, að heimilislækni séu sendar skýrslur um rann- sókn sjúklingsins, sjúkdómsgreiningu og meðferð; einnig leið- beiningar um framhaldsmeðferð, ef hennar er þörf. Læknir, sem sinnt hefur sjúklingum annars læknis vegna forfalla eða fjarvista, skal vísa þeirn aftur til síns læknis að staðgöngu- tíma liðnum. 10. grein: Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga. Honum er óheimilt að ljóstra upp einkamálum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklingsins, eftir úrskurði eða samkvæmt laga- boði. Lækni ber að skylda starfslið sitt til að gæta fyllstu þagmælsku um allt, er varðar sjúklinga hans. 11. grein: Rétt er, að læknir haldi til haga skýrslum og minnis- blöðum (spjaldskrá) varðandi mikilvægar rannsóknir, aðgerðir og slys, eða annað, sem skipt getur máli í samskiptum við sjúklinga eða aðra aðilja síðar. Um afhendingu slíkra plagga fer eftir reglum 10. og 12. greinar. 12. grein: Lækni ber að vanda til vottorða og skýrslugerðar. Honum hlýðir að votta óvilhallt það eitt, sem máli skiptir og hann hefur sannfærst um af eigin raun eða getur fært sönnur á. Læknir, sem vísvitandi semur eða undirritar rangt eða villandi vottorð eða greinargerð, er sekur um misferli. Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslu um sjúkling án samþykkis hans eða nánustu vandamanna, sé hann sjálfur ekki fær, nema lög eða úrskurður bjóði svo. Á vottorð, sem ekki eiga að fara til lækna, heilbrigðisstofnana eða tryggingastofnana, skal ekki skrá s júkdómsgreiningu. Fyrir dómi hlýðir lækni ekki, án úrskurðar dómara, að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar. Hins vegar getur sjúkling-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.