Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 4
um heilsu sjúklings sfns" og honum er skylt "aö viröa mannslíf og mannhelgi". En jafnvel ein- föld og sjálfsögð ákvæÖi geta gefið tilefni til íhugunar og umræðna. Ég nefni vandamál varöandi meðferð þeirra sjúklinga, sem vart eiga súr von um lækningu eða bærilega líöan. Læknar hafa verið gagnrýndir fyrir ofnotkun háþróaörar lækningatækni, sem lengir dauðastríð. Hafa menn jafnvel bundist samtökum víða, um að verja réttinn til þess að devia eÖlilegum dauða. Vissulega er læknum hollt að íhuga röksemdir þessara gagnrýnenda, en fleira má nefna. Ákvæði Codex ethicus um þagnarskyldu eru jafn mikilvæg og áöur. Breyttir starfshættir hafa haft það í för með sér, að sjúkraskrár eru í höndum fleiri aðila en áður. Þessi staðreynd, ásamt notkun tölvu við geymslu og úrvinnslu, gerir verndun persónulegra upplýsinga erfiðari. Aðgerðir til aö tryggja slíka verndun mega þó ekki hindra notkun þessara upplýsinga £ vísinda- legum tilgangi. Framfarir í læknisfræði byggja meðal annars á rannsóknum með þátttöku sjúklinga, og má þar nefna prófanir á gagnsemi nýrra lyfja. Til þess að tryggja sem bezt hagsmuni slíkra sjúklinga, samþykkti Alþjóöalæknafélagið 1964 yfirlýsingu, sem kennd er við Helsinki, og var hún síðan endurskoðuö 1975. Ákvæði þessarar samþykktar hafa fram aö þessu lítið veriö rædd, en það er þó tímabært vegna aukinnar rannsókna- og vísindastarfsemi íslenzkra lækna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.