Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 9
3
LÆKNAEIÐURINN
Þessi eiður er æfagamall og miklu eldri en Hippokrates, en sýn-
ir glöggt anda þann, sem ríkti í asklepíadisku, hippokratisku
skólunum, en þaðan er hann til vor kominn.
"Lg sver við Apollo, heilsugjafann, við Asklepios, Hygieiu og
Panakeia, og nefni alla guði og gyðjur þar til vitnis, að ég
ætla mér alveg að halda þennan eið minn og skuldbindingu, eftir
þv£ sem mér frekast er unnt og dómgreind mín nær.
íg vil virða læknisfræðikennara minn sem foreldra mína, taka
þátt í lífskjörum hans og, ef nauðsyn krefur, ala önn fyrir hon-
um; ennfremur vil ég virða afkvæni hans sem bræður, og kenna
þeim læknisfræði, ef þeir æskja þess, endurgjaldslaust. Fræði
mín vil ég'kenna sonum mínum, sonum kennara míns, svo og þeim
lærisveinum mínum, sem bundnir eru læknalögum og lækniseiði, eng-
um öðrum.
Þær einar fyrirskipanir mun ég göra, er séu sjúklingum mínum
til gagns og nytsemdar, eftir því sem þekking mín og dómgreind
frekast fær ráðið. Forðast mun ég að aðhafast nokkuð illt eða
óréttlátt gegn þeim.
Engum mun ég gefa lyf, svo honum verði að aldurtila, þótt far-
ið sé þess á leit við mig, og engum ráð gefa til að stytta sér
aldur; enn fremur engri konu fá lyf til fóstureyðingar.
Ég vil lifa hreinu, flekklausu lífi og rækja svo list mína.
Skera til steins vil ég ekki; það gjöra þeir, sem þar til eru
kallaðir.
Hvar' sem ég kann í hús að koma, þá vil ég vera hinum sjúku til
gagns og hjálpar, en fjarri mér sé ósanngjarn og vítaverður á-
setningur; sérstaklega vil ég forðast allt daður við konur og