Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 12
gætu líkamlegt eða andlegt viðnám nokkurrar mannveru, nema rétt- mætar slu í lækninga-eða heilsuverndarskyni í þágu sjúklings. LÆKNI ER SÆMST að birta almenningi uppgötvanir með mikiiii gát. Sama máli gegnir um læknisdóma, en gildi þeirra hefur ekki náð viðurkenningu læknastéttarinnar. ÞEGAR LÆKNIR ER KRAFINN vættis eða vottorðs, hlýðir honum að votta það eitt, er hann getur fært sönnur á. SKYLDUR LÆKNIS V I D ¦ SJÖKLING LÆKNI MA" ALDREI GLEYMAST, hversu mikilsvert er að varðveita mannslíf, allt frá getnaði þess til grafar. LÆKNI BER AÐ AUÐSYNA sjúklingi sínum fyllstu hollustu og greiða honum veg að öllum úrræðum vísindagreinar sinnar. Ef ekki er á færi læknis að leysa af hendi nauðsynlega rannsókn eða að- gerð, ber honum að leita fulltingis annars læknis, sem til þess er fær. IÆKNI BER AÐ GÆTA fyllstu þagmælsku um allt, er sjúklingur trúir honum fyrir, eða honum verður kunnugt vegna slíks trúnaðar. LÆKNI BER í VIÐLÖGUM að inna af hendi nauðsynlega læknishjálp, nema hann sé fullvís þess, að hún verði látin í té af öðrum. SKYLDUR. LÆKNA HVERS VID ANNAN LÆKNI BER AÐ BREYTA við stéttarbræður sína, svo sem hann kýs að þeir breyti við hann. LÆKNIR MA EKKI lokka til sín sjúklinga frá stéttarbræðrum sínum. LÆKNI BER AÐ HALDA skilorð Genfarheits lækna, sem samþykkt hefur verið af Alþjóðafélagi lækna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.