Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 18
12 um, hvort heldur í auglýsingum, viðtölum, blaðagreinum, ritgerðum, fyrirlestrum, útvarpserindum, sjónvarpi eða á annan hátt. 20. grein: Lælcni hlýðir ekki að eiga hlut að áskorunum frá al- menningi varðandi veitingu læknisembættis eða til að hafa áhrif á ákvörðun læknis um að setjast að á tilteknum stað, hvort sem um er að ræða sjálfan hann eða annan. Nú verður læknir þess var, að slík áskorun er á döfinni, og skal hann pá, ef um hann sjálfan er að ræða, beita sér fyrir, að slíkt verð.' látið niður falla. 21. grein: Heimilt er embættislausum lækni að setjast að, hvar sem hann kýs, nema öðruvísi verði ákveðið í lögum félagsins. Hafi læknir gegnt aðstoðarlæknisstörfum fyrir annan, verið stað- göngumaður eða settur í héraði, áður en það var veitt, skal hann ekki setjast þar að sem starfandi læknir, fyrr en eftir tvöfalt lengri tíma en hann starfaði í héraðinu, nema með samþykki læknis eða lækna, sem þar eru fyrir. Aldrei skal þó þessi biðtimi vera lengri en tvö ár, og getur stjórn L.í. stytt hann eða jafnvel veitt undanþágu frá honum, ef hún er á einu máli um það. Skylt er lækni, sem hyggst setjast að í héraði, þar sem annar læknir eða læknar eru fyrir, að skýra þeim frá fyrirætlun sinni svo fljótt sem við verður komið. Orki það tvímælis, að búseta þessa aðkomandi læknis sé í samræmi við reglur um drengilega framkomu, er læknum þeim, sem fyrir eru, heimilt að skjóta málinu til stjórnar L.í. eða til gerðadóms. 22. grein: Lækni sem ræður sig til læknisstarfa, ber að gæta þess, að raðning hans sé samkvæm samningi eða samþykktum, sem L.í. viðurkennir. 23. grein: Læknir má ekki gefa kost á sér til stöðu, ef stjórn L.l hefur ráðið félagsmönnum frá að sækja um hana. 2>4. grein: Læknum ber að kynna sér og virða lög,reglur og samnin- ga, sem læknastéttin hefur viðurkennt. 25. grein: Lækni hlýðir ekki að fást við fésýslu, sem kynni að reynast eða sýnast tengd samskiptum hans og sjúklinga. Lækni er óheimilt að nota ðnauðsynlegar og dýrar lækningaaðferðir, sem eru líklegri til að vera lækninum í hag en sjúklingnum til gagns. 26. grein: Lækni hlýðir að birta nýjungar í fræðigrein sinni með mikilli gat. Hann má ekki gefa fyrirheit um undralækningar né heldur gefa í skyn, að honum séu kunn lyf eða lækningameðferðir, sem séu ekki á vitorði lækna almennt. 27. grein: Lækni hlýðir að gæta fyllstu varfærni í ummælum og í- huga abyrgð sína í því efni, hvort heldur hann ræðir við einstak- ling eða á almennum vettvangi. Hvers konar fullyrðingar, studdar ófullnægjandi eða alls engum rökum, eru lækni ósæmandi.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.