Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Blaðsíða 17
11 ur krafist þess, að skýrsla um hann sé lögð fram. 13. grein: Lækni er skylt að auðsýna stéttarbróður drengskap og hattvisi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum. öll gagnrýni á þekkingu eða læknisstörfum stéttarbróður er ósæmi- leg nema við lækna eina. Lækni er ðsæmandi að vera í vitorði um ráðstafanir, sem fyrir- sjaanlega leiða til skerðingar á atvinnuöryggi annars læknis, nema slíkar ráðstafanir verði að teljast nauðsynlegar. Lækni er ósænandi að synja starfsbróður um nauðsynlega aðstoð við aðkallandi læknisverk. 14. grein: Ef læknir telur ástæðu til íhlutunar vegna misferlis í starfi stettarbróður, skal hann snúa sér til landxæknis og stjórnar L.I. 15. grein: Læknir má ekki lokka til sín sjúklinga frá stéttar- bræðrum sinum. Enginn læknir má taka að sér læknisstörf fyrir minna endurgjald en aðrir læknar, sem gegna sams konar störfum í því byggðarlagi. Heimilt er þó að veita efnalitlum sjúklingum læknishjálp án end- urgjalds, ef það er gert með vitund og samþykki hlutaðeigandi heimilislækna. Nú er læknir, annar en heimilislæknir, sóttur í viðlögum til sjúklings, og skal hann þá einungis gera það, sem brýn nauðsyn krefur, enda skýri hann heimilislækni frá því. 16. grein: Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ófullveðja börn eiga rett á ðkeypis læknishjálp af hendi þess læknis sem hinn sjúki kýs sér. Þurfi læknir þess vegna að takast ferð á hendur skal honum séð fyrir ókeypis flutningi, en útlagður ferðakostnað- ur skal endurgreiddur. Heimilt er lækni að þiggja eitthvert endurgjald, ef sá, sem hjálpar nýtur krefst þess. 17. grein: Ef sérmenntaður læknir vinnur læknisverk utan sér- greinar sinnar, vinnur hann það sem almennur læknir, og ber honum að taka gjald samkvæmt því. Sérmenntuðum lækni hlýðir að fara sem minnst út fyrir það verk- svið, sem sérfræðingsviðurkenning hans tekur til. 18. grein: Lækni er ósæmandi að framkvæma skoðun eða aðgerð á sjuklingi eða þungaðri konu í samvinnu við aðra en lækna eða þá, sem heimilað er að vinna slík verk. Lækni er óheimilt að leyfa nokkrum, sem hefur ekki tilskilda kunnáttu, að framkvæma eiginleg læknisverk í sinn stað (sbr. þð 4. gr. laga nr. 47/1932). Ekki má hann heldur liðsinna neinum í því að villa heimildir á lækningakunnáttu sinni. 19. grein: Lækni er ósænandi að vekja á sér ótilhlýðilega athygli eða gefa í skyn yfirburði sína yfir aðra lækna með því að hampa eða láta hampa menntun sinn, þekkingu, hæfni afrekum eða vinsæld-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.