Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 5
Sigurður Þ. Guðmundsson* ADDISONS VEIKI Á ÍSLANDI 1943—1975 Klíniskt yfirlit INNGANGUR Addisonsveiki eða nýrnahettubarkar- vani, NHBV, er sjaldgæfur sjúkdómur, en einkennin gjarnan svo rismikil, að þau meitlast í huga skoðenda. Tilviljun olli þeim hvalreka, að þrjú slík sjúkdómstilfelli komu á fjörur höfundar árið 1974, sem leiddi til eftirfarandi spurninga, sem síðan hefur verið leitazt við að svara. 1. Hversu tiður er NHBV á íslandi? 2. Fylgir klinisk mynd hans hér sömu forskrift og annars staðar? 3. Hverjar eru orsakir NHBV hérlendis? EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Leitað var að sjúkdómsgreiningunni: morbus Addisonii eða insufficientia gll. suprarenalis í sjúkdómsheitaskrám sjúkra- húsanna í Reykjavík, Hafnarfirði og Akur- eyri. Innt var eftir sama símleiðis hjá yfir- læknum smærri sjúkrahúsanna umhverfis landið. Leitað var sérstaklega á mið lang- minnugra lækna við Kleppsspítalann og Vífilsstaðahæli, hvort þá ræki minni til „svax-brúnna, pasturlítilla“ vistmanna, og loks var spurt eftir ,,Addison-lega“ útlít- andi einstaklingum á blöðum íslendinga- sagna. Mið við árið 1943 var tekið vegna þess, að elzt greindi sjúklingurinn, sem könnun þessi hefur leitt í ljós, var greindur á því ári. Enda þótt aðgengilegar sjúkdómsheita- skrár nái aftur til 1955 (Borgarspítalinn, lyflæknisdeild) má með nokkru sanni segja, að nærri hverri sjúkraskrá könnun- artímabilsins eldri en þetta hafi verið flett. Krufningsskrár Rannsóknarstofu Há- skóla Islands voi-u kannaðar fyrir árabilið 1934—1943 að báðum meðtöldum. Sú at- * Lyflæknisdeild Landspítalans. Greinin barst ritstjórn 6/5/78, samþykkt til birtingar i breyttu formi 15/6/78. hugun di'ó fram í dagsljósið 23 einstak- linga, sem látizt höfðu með rýrar-, íblædd- ar-, æxlis- og berklaskemmdar nýrnahett- ur, aðra eða báðar. Víðtæk (alger?) nýrna- hettuskemmd var aðeins í einu tilviki. Sjúkraskrár þeirra, sem létust á sjúkrahús- um eru væntanlega fáanlegar, en það hefur enn ekki verið kannað, né hafa krufnings- skrár könnunartímabilsins sjálfs verið at- hugaðar. Kurl kunna því enn að vera ó- komin til grafar, en könnun krufnings- skránna er fyrii'huguð. Könnunin hófst fyrri hluta árs 1974 og leiddi nær strax í ljós fæð tilvikanna, þar sem sjúkdómsgreiningin fannst aðeins 22 sinnum. Athugun skránna útilokaði 7 sjúk- linga og sá áttundi féll út eftir ýtarlega endurskoðun greiningarinnar á lyflæknis- deild Lsp. 1974.11 Könnuninni lauk í árslok 1975 og til þess tíma var NHBV staðfestur 4 sinnum í viðbót. Þess utan fundust 2 sjúkraskrár, sem stóðust skilmerki grein- ingarinnar, sú fyrri frá Landspítala árið 1944, hin síðari frá Boi'garspítala árið 1973. Tala sjúklinga á tímabilinu er því 20. Af uppi’unalegu sjúklingunum voru 4 látnir (sj.skr. 1, 2, 8, 14), þegar könnunin hófst. Létust þeir allir í Landspítalanum og höfðu 3 verið krufðir (sj.skr. 1, 2, 14). Eftii'lifendui'nir léðu allir höfundi færis á sér til skoðunar og endurmats á sjúkdóms- greiningunni, þar sem minnsti vafi var undirorpinn. Fór sú endurskoðun fram skv. skilmerkjum Irvine,14 þ.e. kliniskur grun- ur um NHBV er staðfestur, ef cortisól magn ’ nlasma 5—12 klst. eftir þrí-endurtekna gjöf 1 mg af Synacthen á jafnmörgum dög- um, nær ekki 25 mcg% eða meir. Sj. með raunverulegan NHBV svarar alls ekki.14 Afdrif hópsins eru þau, að í árslok 1975 var einn í viðbót látinn (sj.skr. 4) og ann- ar alfarinn úr landi (sj.skr. 16). Hinir 14 eru lífs og við góða heilsu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.