Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 7
5
tveggja til þriggja áratuga. Thorn og fé-
lagar lýstu 19595 63 sjúklingum með NHBV
og sykursýki og furðuðu sig á því, að ein-
ungis 2 þeirra höfðu berklaskemmdar
nýrnahettur, sérlega í ljósi þess, hve berkl-
ar væru algengari meðal sykursjúkra en
annarra. Síðan hefur orðið ljóst, að tengsl
annarra innkirtlakvilla við NHBV eru nær
eingöngu bundin IAD og koma slík tengsl
fyrir í 40% tilvika en marktækt sjaldnar
í TAD (p < O.OOl).18
Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna, að
röskun sjálfsónæmis sé meginvaldur or-
sakafræði NHBV, skjöldungstruflana ým-
issa, kölkungavana, sykursýki, kynkirtla-
truflana og slíkra í starfi sýruframleiðandi
fruma magans (parietal cells) og vítamín
Bn>-búskapar. Vefjamótefni sérstök finnast
í blóði gegn hlutaðeigandi vefjum og at-
hygli vekur, að slíkra gætir gjarnan af
fleiri gerðum en einni í IAD.
Mótefni gegn nýrnahettuberki, (indirect
fluorescent antibody) var lýst fyrst 1957-
og síðan í vaxandi mæli, og er nú líklega
sýnt, að tíðni þessara mótefna einskorðast
við IAD, samanber hina víðtæku og vel-
unnu könnun Nerup á NHB-ME í Addison-
veiki sjúklingum árabilið 1964—72.20
Meðal 108 sjúklinga með NHBV voru 74%
með jákvætt NHB-ME, en ekkert tilvik
fannst meðal samanburðar einstaklinga að
fjölda, aldri og kyni. Eitt jákvætt sýni
fannst í hópi 1021 einstaklinga úr röðum
blóðgjafa og þátttakenda í hóprannsókn.
Prófun í hópi 606 sjúklinga með margvís-
lega innkirtlakvilla og sjúkleika tengda
sjálfónæmis-röskun, leiddi í ljós 3 af 133
sykursýkissjúklingum með mótefnasvörun
og einn úr hverjum hópi með skjöldungs-
örva, -vana, -bólgu (Hasthimoto), kölk-
ungavana og ristilbólgu.20
NIÐURSTÖÐUR
Mynd 1 inniheldur yfirlit um efniviðinn
og skýrir sig sjálf. Sjúklingarnir 20 skipt-
ust í 19 íslendinga og 1 Bandaríkjamann.
Meðal íslendinga eru 10 karlar á móti 9
konum, eða í hlutfallinu 1:1,1. Aldur við
greiningu er 7—68 ár og fæðingarár sjúk-
linganna spanna 77 ár, frá 1885-1962. Fæð-
ingarstaður sjúklinganna og síðar búseta
er dreifð um landið, en nær ekki til
Strandasýslu austur um til Múlasýslna að
Addison veiki á islandi 1943-75.
Aufikenni Eink.l./ hendii Grein- ingarAr Gr«lningar- itafiur
Naln - kyn takn FwO Ar Buieta greinlngu
LHP cf 1918 Rvik 25 ára 2 ár 43 Lsp.
SG 9 1904 Rvik 40 ára 3-4 vk ■44 Lsp
LS S 1906 Snæt 38 ára 2 ár '45 Lsp.
ÞÞ 9 1885 Kefl. 68 ára 5 má 53 Kefl -Lsp
BG <r 1920 Kefl 36 ára 6 vk 56 Lsp.
MS 9 1928 Rvik 28 ára 6 má 56 Rvik-Lsp
GG 9 1895 Múl. 61 árs 4 má 56 Lsp.
JJR cf 1934 Rvik 24 ára 2 ár '58 Lsp.
JÆK (f 1939 Rvik 19 ára 2-3 ár 58 Lkt.
SG 9 1893 Múl. 65 ára 2 ár 59 Lsp.
ÞG <? 1953 Snæf. 7 ára 7 ár ■60 Lkt
EÞ 9 1943 Múl. 18 ára 3-4 ár '61 Eg.st - Lsp
AV d1 1940 Skaft 21 árs 1 ’/? ár •62 Bsp
SPG <f 1962 Snæf 9 ára 2 ár 71 R.H
ÁE cf 1940 Rvik 33 ára 2 vk 73 Bsp
JP <r 1954 U.S.A. 19 ára 4 ár 74 Lsp.
KG cT 1912 Kefl. 62 ára 6-8 má ‘74 Lsp.
JN 1955 Br.fj. 19 ára 2-3 ár 74 Lsp.
SBGS 1942 Rvik 32 ára ’/?(-9)ár 74 « Lkt.
MH 9 1915 Self. 60 ára 2-3 ár ‘75 Lkt.
1. mynd.
undanskilinni Eyjafjarðarsýslu og Rangár-
vallasýslu sunnanlands.
Tölfræðileg úrvinnsla var gerð (Ottó S.
Björnsson, reiknistofnun Háskóla íslands)
og al- og nýgengi sjúkdómsins meðal ís-
lendinga reiknað út eins og hér sést.
Nygengi NHBV/ár/100.000 íbúa
1943—45: 0.79 ± 0.91
1946—’55: 0.07 ± 0.14
1956—1'65: 0.51 ± 0.34
1966—’75: 0.29 ± 0.24
95% vikmörk (confi-
dence limits) árlegs
nýgengis 1943—’75:
0.19—0.50.
Algengi NHBV 31/12 ’75 reyndist vera
G.85 fyrir hverja 100 þúsund íbúa, eða 3.8—
11.3 með 95% vikmörkum.
Mynd 2 leitast við að kanna, hvort sam-
band væri á milli fjölda NHBV-tilvika og
sjúklinga innlagðra á hin almennu sjúkra-
hús landsins og þau 3, þar sem allar grein-
ingarnar voru staðfestar, miðað við þróun
íbúafjölda í landinu. Ekkert slíkt samband
sést.
Mynd 3 sýnir frumkvartanir sjúkling-
anna eins og þær birtast í sjúkraskrám
þeirra. Á sama hátt inniheldur 4. mynd
upplýsingar um þau einkenni, sem í augu
stungu við fyrstu skoðun, eða í upphafi
sjúkrahúsdvalar, þegar greiningin var stað-
fest.
í sjúkraskrárúrdráttunum sést, að sjúk-
dómurinn var greindur og meðferð hafin