Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 29
23 þessa teikns aldrei vart, enda þótt kalk- mælingar hafi verið gerðar áður en með- ferð með sterum hófst í 35% tilvika. Á- stæða fyrir ofþéttni kalks í ómeðhöndluð- um NHBV hefur verið efni fræðilegrar um- ræðu oftsinnis án þess að full skýring hafi á fundizt.21. Orsök NHBV hérlendis er nánast endur- speglun þess, sem Nerup hefur fundið i Danmörku,111 þ.e. 65% sjúklinga hér hafa IAD miðað við 66% meðal danskra, og 20% og 15% eru með TAD og UAD gegn 17% fyrir hvorn þessara flokka í Dan- mörku. Orsakafræðilegar upplýsingar frá Upp- sala1 telja hlut berkla mun meiri eða rúm- lega 50%, þ.e. 11 af 21 sjúklingi, og í London árabilið 1960—’65 var berklahluti allra NHBV-tilvika 31%, og meðal látinna (skv. krufningu) 50%.22 Hérlendis óx algengi berkla hröðum skrefum úr u.þ.b. 3% í 10% frá upphafi aldarinnar til 1933, en lækkar svo álíka hratt í 2% 1960 og í núverandi tíðni (1975), sem er tæpt 1% á ári. Berklatíðni hérlendis náði þannig hámarki sínu mun seinna, og varð meiri en í nágrannalöndun- um, Bretlandi og Þýzkalandi, sem öll náðu tindi tíðni sinnar fyrir og um s.l. aldamót,22 og hefði því að óathuguðu máli verið ætl- andi, að berklar væru valdir að NHBV oft- ar en raun ber vitni. TAD-sjúklingar hér- lendis fæddust á árabilinu 1895—1920 og 11—27 ár liðu á milli staðfestrar berkla- veiki og NHBV, sem samræmist kenningu Ustvedt,25 að NHBV komi seint fram í stundatöflu berklanna. Hér að framan (um efnivið o.s.frv.) hef- ur verið tíundað um tiðni ýmissa samferða kvilla („associaated diseases“), sem talin er mun vöxtumeiri meðal sjúklinga höldn- um NHBV en almennt gerist.5 0 8 14 18 111 Rök eru leidd að mögulegum tengslum þessa í sameiginlegri rót, sem er röskun sjálfs- ónæmis og segi sú til sín á mismunandi vegu, (t.d. eyðing nýrnahettubarkarfruma eða annarra innkirtla, eyðing sýrufruma magans o.s.frv.), og jafnframt sé von fleiri veila, ýmist duldra eða óframkominna (latent?), hafi einhver ein komið í Ijós. I hér lýstum sjúklingahópi var þetta staðfest (mynd 7). Truflun skjöldungsstarf- semi reyndist langtíðust, því 90% lifandi IAD-sjúklinga var þann veg farið og af sjúkrasögum sést, að tugir ára geta liðið á milli hinna ýmsu blæbrigða sjálfs-ónæmis- röskunar (sbr. sj.skr. 3, 6 o.s.frv.). í efni- viðnum getur að líta einstök dæmi um sykursýki, ótimabæra tíðastöðvun, tíma- bundinn frjósemisbrest og Bi2-skorts blóð- leysi. Ekkert dæmi kölkungavana fannst, en töluverð brögð þess eru talin vera skv. yfirlitsgreinum.14 Markvert kann þó að vera í þessu sambandi, að Nerup fann held- ur ekki slíka meðal sinna 108 sjúklinga í Danmörku.18 19 Mælingar á mótefnum nýrnahettubark- arfruma, skjöldungsfruma og magasýru- fruma voru gerðar en ekki tæmandi, svo að tiðnimat er tæpast gerlegt. Athyglisvert er þó, að NHB-ME finnast í 6 af 12 prófuðum eða 50%. Jákvæð mótefnamæling fannst þó aðeins í IAD-flokknum, þannig að hundr- aðstala jákvæðra mótefna í þeim flokki er 60%. Með mælanleg mótefni skjöldungs voru 3 af 10 prófuðum, og tveir þriggja, sem athugaðir voru m.t.t. magasýrufrumu- mótefna, höfðu þau. Eitt óyggjandi tilvik skjöldungsörva fannst í efniviðnum (sj.skr. 6) og sam- kvæmt sjúkrasögu þótti sú greining líkleg öðru sinni (sj.skr. 2). Þetta leyfir þó tæp- ast fullyrðinguna, að skjöldungsörvi sé fyrir hendi í 10—20% tilvika NHBV og því miklum mun algengara en almennt gerist hérlendis, samanber niðurstöðu Bjarna Þjóðleifssonar, að nýgengi skjöldungsörva væri 0.09—0.137%c.24 Skjöldungsauki, lækkuð efnaskipti, und- irmáls Ti í blóði, hækkað TSH (normalt < 1.9 mE/1)* og tilvist skjöldungsmótefna í blóði eru allt markboðar eða markteikn um skjöldungsvana. í IAD-hópnum hér, sem lífs er, fundust eitt eða fleiri þessara atriða í öllum nema 1 af 10 (sj.skr. 13) og 2 eða fleiri í 8 af 9. Hækkun TSH er tíðust þessara teikna, eða í 8 af 9 sjúklingum með IAD. Hinn 10. af IAD-hópnum, sem lifandi var í könnun- inni var á thyroxin-meðferð vegna skjöld- ungsvana í kjölfar geisla-joð-meðferð vegna skjöldungsörva. * Miðað við normalt gildi frá Medicinsk Laboratorium í K.höfn. Normalgildi Mayo- rannsóknarstofunnar er annað, eða 0—15 mcE/ml.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.