Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 26
20 um, Isoniazid, Streptamycin og Myambutol. Jafnframt því, að byrjað var á cortison acetas meðferð, 25 mg x 12% mg daglega. Sjúkl. kvaðst hafa hresstst mjög í byrjun meðferðar, en síðar sótti til slens, sem batnaði við það, að Mymabutol meðferð var hætt, en fullu þreki náði sjúkl. ekki, fyrr en Florinef var gefið jafnframt glucosterunum. Impotentia coeundi varð vart, og testosteromælingar í blóði reyndust eðlilegar. BÞ sjúkl. hefur smám saman komizt í háþrýstingsbil og því verið gripið til meðferðar með diuretica og beta- blokkerandi lyfjum. Sjúklingur hefur þyngzt og i júlí 1976 orðinn 85 kg. Loks var staðfest, að nýrnahettubarkarmótefni fundust ekki í blóði. Umsögn: Lang líklegast er, að hér sé berkla- skemmd nýrnahetta að baki. Einasta sannan- lega er þó, að sjúklingur var með lungnaberkla 45 árum áður. 1 legunni ræktuðust ekki berkla- sýklar, en í hrákasýnum voru þó greindir sýru- fastir stafir. Vegna þessa verður sjúklingur flokkaður sem UAD. Sjúkrasaga XVIII: J.N., ókvæntur verkamaður, f. 10.06.1955, Barðastrandarsýslu. Lagður í fyrsta sinn inn á lyfjadeild Landspitalans 19% árs gamall í nóv. 1974 með sögu um svo megnan slappleiku og svima, að hann hefur ekki orkaö aö vera á fót- um. Sjúkl. leitaði læknis vegna svima 1972, en rannsókn leiddi ekkert í ljós, reyndist blóð- þrýstingur þá 110/80. Frá því vorið 1974 hafði hann einkenni um magnleysi og svima, sem jókst hröðum skrefum og jafnframt kom lyst- arleysi, svo að sjúklingur léttist um 10 kg. Ættingjar hafa veitt athygli vaxandi sljóleika sjúklings. Piltur telur sig alltaf hafa verið með dökkleita húð, en samferðafólki ber saman um, að húöin hafi dökknaö mjög að undanförnu. Forsaga: Sjúkl. fékk glomerulonephritis 10 ára gamall og var lagður inn á barnadeild Lsp., þar sem hann fékk m.a. botnlangabólgu og var skorinn upp. 1 gögnum barnadeildarinnar er litarháttur taiinn eðlilegur. SkoÖun: Afar lasburða hávaxinn, grannur maður, 182 cm, 60 kg, skýr í svörum, dæmi- gerður Addisoniskur dökkvi húðar. Ekki getið litabreytinga i munnslímu. Húð er mjög laus frá undirlagi og teygjanleg og liðir yfirbeygj- anlegir flestir (Ehler-Danlos-syndrome). Skjöldungur þreifanlegur, vinstri lappi stærri en hægri. Líkhár í gisnara lagi undir höndum og á lífbeini, BÞ liggjandi 110/80. 1 legunni var BÞ þráfaldlega mældur 80—100 systoliskt, 60—0 diastol. og gjarnan ómælanlegur uppi- standandi. Rannsóknir: Hyponatremia (120 mEq/1), hyperkalmia (6.3 mEq/1), var staðfest marg- sinnis. Fastandi blóðsykur 42 mg%, T.t 3.6 mcg% og 4 mcg% (4.5—9.5), Ca 8.8 mg%. Blóðhagur eðlilegur, nema lymfocytosis 5J/ og 62%. TSH 15/11 og 16/12: 230 og 137 mE/1 (minna en 1.9). im upptaka, 4 klt: 18%. (2— 21), 25 klt: 44% (6—36). TBG 107 arb.ein./(68— 140). Mótefni skjöldungs ekki mælanleg. LH 24 mcg/1 (18—84), FSH 142 mcg/1 (53—380). Sterarannsóknir: Fyrsta serum cortisol-mæl- ingin reyndist eðlileg og ollu það miklum heilabrotum og langsóttri rannsókn. Síðari serum cortisol-mælingar allar neðan neðri marka, mælt hérlendis og í Danmörku. 17-KS í sólarhringsþvagi 2.9 mg% (5—15). Ekkert svar við synacthen hvatningu, skamm- og lang- vinnri. Serum aldosteron minna en 2 ng/100 ml (1—21), þvag aldosteron minna en 1 mcg/24 klt (2—16), hvíldar-PRA 41.9 ng/ml/klt (0.7— 12.7), göngu-PRA 28.3 (3.5—38.3). Mótefni nýrnahettubarkar mældust + +. Rtg-myndir af lungum, nýrum og höfuðkúpu voru eðlilegar og berklapróf var neikvætt. Ferill eftir brottför: Sjúkl. hefur vaxið af þreki, kröftum og vöðvafylld. Þyngd nú 68 kg. BÞ rnælist eðlilegur. TSH í blóði 18/3.1975: 60 ein. T/7.1975: 22 ein. 23/1.1976: 13.5 ein. T.( og T.i hafa mælzt innan eðlilegra marka allar götur síðan sjúkl. byrjaði á sterameðferð. Umsögn: Dæmigerð klínisk einkenni, en fyrstu cortisol mælingar á sjúkrahúsinu reynd-% ust innan ,,eðlilegra“ marka, sem olli því, að leit hófst að mögulegum efnahvataskorti í myndun stera nýrnahettubarkar, sem aðeins leiddi til minnkunar á málmstýristerum (aldo- steron). Því mælingar á aldosteron og renin. Endurmælingar á cortisoli leystu þó gátuna og flokkast sjúklingur undir dæmigerðan IAD með jákvæð NHB-mótefni. Gífurhækkun á TSH fyrir meðferð hefur leitt til eftirlits með þessu atriði sérstaklega og finnst sjúklingur enn með mjög mikla hækkun á TSH, þrátt fyrir fullkomlega virka sterameðferð skv. ,,öðr- um sólarmerkjum". Sérrannsókn mun fram fara m.t.t. skýringar á þessu fyrirbrigði. Sjúkrasaga XIX: S.B.G., gift húsmóðir, f. 13.08.1942, Reykja- vík. 32ja ára gömul er sjúkiingur lögð inn í skyndi á Landakot 30. desember 1974 vegna ógteöi, slappleika og höfuðverkja, sem versna við að vera á fótum. Einkenni til staðar i vaxandi mæli frá þvi 2. júlí 1974, en þá fæddi hún 4. barn sitt. Undir lækniseftirliti vegna slappleikans og BÞ mældur annað veifið 80— 90 systoliskt; síðari hluta meðgöngu hafði BÞ mælzt 8 sinnum 120/80 og á sama tíma jókst þyngd úr 58 í 65.5 kg og blóðhagur við brott- för af fæðingardeild eðlilegur og þyngd 58.5 kg. Heilsufarssaga: Telur sig hrausta, en hætti hjúkrunarnámi 23 ára gömul vegna þess að hún fann sig ekki þola erfiðið. Minnist tilhneigingar til klígju frá 1970 og vaxandi dökkva hafði verið veitt athygli frá 1972 og sérstaklega í 4. þunguninni. Fyrri börn fædd: 1963, ’67 og '68. Var berkla-jákvæð samkvæmt húðprófi i hjúkrunarnámi. Dagana fyrir komu á Landakotsspítala versn- aði líðan mjög m.t.t. slappleika og stöðugrar klígju með uppköstum. Hægðatregða var til staðar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.