Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 28
22
Lyflæknisdeild háskólasjúkrahússins í
Uppsölum fann 26 tilvik af NHBV á 20
árum, 1949—’68, meðal u.þ.b. 3000 árlegra
innlagna.4 Fjögur þessara tilvika myndu
tæplega talin með Addison veiki, þar sem
2 þessara síðarnefndu voru með illkynja
æxli í nýrnahettunum og hinir 2 með „lam-
aðar“ nýrnahettur, tengt langvinnri stera-
meðferð vegna gigtar. Upptökusvæði Upp-
salaspítala var ekki fram tekið og mið við
fólksfjölda því ógerlegt.
Stuart Mason stjórnaði faraldursfræði-
legri athugun í norð-austur London 1960—
’65 og fann algengi NHBV á svæðinu 3.9 á
hverja 100.000 íbúa.-3 Tíðnitölur annars
staðar frá eru úr lausara lofti gripnar og að
mun lægri. Nægir að nefna, að Cecil &
Loeh-lyflæknisfræðin slær fram algenginu
1 fyrir hverja 100 þúsund íbúa.7.
Af mynd 1 hér að framan sést, að nærri
lætur, að jafnræði sé milli kynjanna í hópn-
um, karlar þó í örlitlum meirihluta, eða
1.1:1. Eins og mynd 9 ber með sér er með-
alaldur IAD sjúklinganna langlægstur sam-
rýmanlegt því, sem annars staðar finnst.14 19
Smæð efniviðarins og langur aðdragandi
berklaskemmda skýrir að nokkru „elli“
TAD-sj úklinganna.
Meiri hluti karla hér verður þó áber-
andi í IAD hópnum eða 8:4 (66%). í TAD
flokknum snýst hlutfallið og mynda karlar
aðeins 25% þess hóps. Þessi hlutföll eru í
verulegri mótsögn við það, sem Nerup
fann í danska efniviðnum,19 þar sem heild-
arhlutur karla er 44%, í IAD hópnum 40%,
en aftur á móti eru 74% TAD hópsins karl-
ar. í könnun Stuart Mason23 eru niður-
stöðurnar enn andstæðari því, sem hér
finnst, eða aðeins 23 % karla í IAD hópnum
og nær jafnskipti milli kynjanna í TAÐ
hópnum.
Hin klínísku markteikn NHBV hérlendis
eru í fæstu frábrugðin því, sem skráð er i
viðurkenndum kennslutextum og yfirlits-
greinum.7 13 14 17 18 23 Þróttleysi, lystarleysi,
megrun og vaxandi dökkvi eru hér sem þar
hinn rauði þráður myndarinnar, en dökkv-
inn er talinn stafa af MSH-(melanocyte-
stimulating hormone) aukningu, er leysist
úr læðingi með ACTH, þegar cortisol fram-
leiðslan kemst í lágmark í NHBV. Þegar
dökkvinn tekur ekki miðju einkennasviðs-
ins er hætt við, að heildaráhrif sýningar-
innar verði óljós og greining sjúkdómsins
þar með. Segja má, að hér tilfærð 20 dæmi
sanni þetta áþreifanlega, svo mjög sem á
langinn dróst oftast, að til NHBV væri
hugsað. Telja má jafnvel töf í greiningu
vera eitt aðaleinkenni sjúkdómsins.
Kraftur hinnar klínísku myndar er þó
slíkur, að af fyrstu 12 tilvikunum voru 5
greind af henni einni og þess tíma tiltæk
meðferð hafin (sj.skr. 1, 4, 6, 11, 12) af
heimilislæknum sjúklinganna.
Einkenni sjúklinganna hér og í könnun
Nerup í Danmörku18 endurspegla hver önn-
ur. I danska efniviðnum voru vöðva- og lið-
verkir áberandi í 6% tilvika en aldrei hér.
„Hvítublettir“ (vitilligo) í húð fundust i
4% sjúklinga hjá dönskum og hér í 5% eða
í 1 skipti (sj.skr. 11).
Lágur blóðþrýstingur er almennt talinn
til markteikna, en stöðubundið fall hans
aftur á móti ekki eins sterkt undirstrikað í
mér handbærum tilvitnunum. í upptaln-
ingu einkenna sést, að lágur blóðþrýstingur
og stöðubundið fall hans var fyrir hendi í
90 og 70% sjúklinganna. Höfundi þessarar
könnunar hefur, að undanskildum dökkv-
anum, ekki fundizt neitt eins æpandi um
fullþróaða klíniska mynd NHBV og stöðu-
bundna blóðþrýstingsfallið er, þegar
„hressilegur“ sjúklingur hnígur sem slytti
í gólfið við það að standa upp. Oftar en
ekki er blóðþrýstingur þá ómælanlegur.
Niðurstöður mælinga á natrium og kali-
um (mynd 5) leiða í ljós dæmigerða hypo-
natremiu og hyperkalemiu og minnkað Na:
K-hlutfall í 80—90% tilvika. Ástæða er til
að leggja áherzlu á að skoða niðurstöður
slíkra mælinga af kostgæfni í sjúkdómstil-
vikum einkenndum magnleysi og þurrki,
þar sem Na: K-hlutfallið gæti bent rétt,
þótt natrium- og kaliumgildin sjálf geti
verið óræð. Þótt „elektrolýta“-mælingar
hafi verið tiltækar frá upphafi tímabilsins,
sem hér um ræðir, var gildi þeirra vanmet-
ið framan af enda t.a.m. talið, að eðlilegt
svið kalium í blóði væri 4.1—5.6 mEq/117 í
stað 3.6—4.9 mEq/1 eins og nú telst rétt
vera.
Ofþéttni kalks í blóði var aðeins einu
sinni greint í hér umfjölluðu efni og leið-
réttist ástand þetta óðara við sterameðferð
(sj.skr. 16) Umræddur sjúklingur var
ameríkani, svo að meðal íslenzkra varð