Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 18
16 húðar, en ekki munnslímu. Þyngd 73 kg. BÞ 140/95 liggjandi, 130/95 sitjandi. Líkhárin afar gisin. Rannsóknir: Blóðhagur eðlilegur, hv.blk. 4200, 44% lymfocytar. Na 123 og K 6.0 mEq/l. Blóðurea og sykurþolspróf eðlilegt. Eosino- philar i periferablóði, fyrir og eftir ACTH, í tvígang: 110 og 242, 110 og 154. BMR + 3, 17.ks í sólarhringsiþvagi 2.1 mg. Rtg.myndir sýndu ekki kalkanir svarandi til nýrnahetta, en stærð- ar kalkblett var að sjá í hægra lungnatoppi ásamt smærri kalkyrjum. Mantoux-próf var greinilega jákvætt. Gangur og meðferö: Hafin var cortison með- ferð og fór líðan sjúklings dagbatnandi og út- skrifaðist hún á cortisoni 25 mg + 12% mg dag- lega. Heilsast síðan vel. 1 marz 1975 var corti- son stöðvað i bili og sjúkl. sett á Decadron o.5 mg x 2 í 10 daga. Fékk Synacthen Depot 1 mg daglega i 3 daga og var safnað þvagi í 17-KGS og serum cortisol tekið fyrir og eftir hvatning- una. 17-KGS gildi var 1.2 og 4.9 m.g á sólar- hring og serum cortisol 9.3 og 6.1 mcg% fyrir og eftir Synacthen. Nýrnahettubarkarmótefni í blóði mældist ekki. Umsögn: Þessi saga er algjörlega samrýman- leg NHBV og getuleysi nýrnahettubarkar sann- að í marz 1975 a.m. IrvineH. Saga um vota brjósthimnubólgu, án annarra teikna um blóð- borna sýkingu með berklum nægir ekki til þess að flokka NHBV undir berkla tilkomna og verður flokkun þessa sjúklings því „UAD“. Sjúkrasaga XI: Þ.G., ókvæntur verkamaður, f. 07.09.1953, Hellissandi. Addisons veiki var greind hjá sjúklingi, er hann var tæplega 7 ára gamall á Landakotsspítala, en þar var hann innlagður 1960, vegna gruns um hana sökum litarháttar síns, sem var afar dökkur og hafði verið svo frá fæðingu, að því að talið var. Upplýsingar eru um það, að sjúklingur hafi gengið á eðli- legum tíma, en alla æsku sína verið pasturs- Htill og m.a. þurft að láta bera sig alla lengri spöli. Við komu á Landakotsspítala er lýst dæmigerðum Addisons dökkva húðar, BÞ 120/ 80. Rannsóknir þar gerðar leiddu í ljós K: 1/.9 mEq/1, Na: 120mEq/1, fast. blóðsykur 54 mg%, blóðhagur eðlilegur með 50% lympocytum. Engra hæðar- né þyngdarmælinga er getið. Sjúkdómsgreiningin þótti staðfest, og var sjúk- lingur settur á Desoxycorticosterone trime- thylacetate % ml mánaðarlega og fékk auk þess Meticorten töflur 2% mg daglega. 1968 var meðferð breytt í Prednisolon 5 + 2% mg annan hvorn dag og fékk auk þess DOC sprautu á 20 daga fresti. 1970, tæplega 17 ára gamall, er sjúklingur lagður inn á handlæknisdeild Landspítalans með bráða botnlangabólgu og reyndist botn- langinn kominn með drep. Aðgerðardaginn fékk sjúklingur DOC sprautu og farnaðist síð- an vel. Fluttur á lyflæknisdeild 11 dögum síðar til rannsóknar á nýrnahettubúskap. ViÖ skoöun: Greinilegur Addisons dökkvi á húð og munnslímu, og húð með einstaka ljós- ari flekkjum (vitilligo?). Hæð 154 cm, Þyngd 38 kg. BÞ 110/80, en í legunni mældust lægri gildi. Skegglaus, með vafasöm holhandarhár, en kynþroskaeinkenni ella greinileg, skammt á veg komin. Sjúkl. fékk enga steragjöf utan áðurnefnda DOC sprautu og var fylgzt með elektrolytum, sem smám saman sýndu tilhneigingu til hyper- kalemiu, en natriumgildi héldust eðlileg. 3 vik- um eftir síðustu DOC gjöf voru gildin: Na: 140 og K. 4.8 mEq/1 svarandi til Na/K/:29. 17-KGS i sólarhringsþvagi fyrir og eftir ACTH hvatn- ingu i 3 daga voru 1.2 og 1.1 mg (5—17 mg). Serum cortisol var minna en 1 mcg% fyrir og eftir endurteknar ACTH hvatningum. Vatns- þolspróf var gert með því að gefa 1500 ml vatns á % klst og mæla útskilnað í 5 klst. Fyrri daginn reyndist útskilnaður aðeins 300 ml, en síðari daginn með því að gefa 100 mg innspýtingu Hydrocortisons, komst útskilnaður á sama tíma í 1300 ml. Hypofysugonadotropin i þvagi var mælt og reyndist ekki mælanlegt, það er minna en 4 „músaeiningar". Sjúklingurinn útskrifaðist á Prednisolon- Florinef meðferð, 7% og 0.05 mg daglega. Hef- ur farnast vel eftir þetta og hækkað og þyngst og vaxið að kröftum. Eftirskoðanir í tvígang í göngudeild Land- spítalans 1971 og 1972. 1 síðara skiptið mældist sjúkl. 155 cm og 47 kg. Dökkvi horfinn, svo og hvítublettir. Eignaðist son í des. 1976. Umsögn: Þessi saga er markverðust fyrir æsku sjúklings og óyggjandi sögu um IAD í bróður, sem staðfest \'ar (með nær ófinnanlegu skæni í stað nýrnahetta) við krufningu. Rann- sókn á Lsp. 1970 staðfesti NHBV. NHB- og skjöldungsmótefni reyndust ómælanleg við at- hugun í des. 1976, en TSH aftur á móti hækkað, 2.7 mE/1 (< 1.9). T4, T3 og inu-upptaka eðli- leg. PBI mældist hækkað 1970 eða 0.66 mcmol/1 (o.27—0.54). Flokkast sem IAD. Sjúkrasaga XII: E.Þ., ógift heimasæta, f. 17.03.1943, Norður- Múlasýslu, var innlögð í skyndi þann 13. okt. 1961 á sjúkraskýlið á Egilsstöðum. Þangað kom hún algjörlega magnvana, með ómœlan- legan blóöþrýsting, hafandi einskis neytt í allt að % mánuð, vegna lystarleysis, ógleöi og upp- kasta. Saga sjúklings benti til vaxandi slapp- leika og slens í 3 ár, ásamt mjög miklum dökkva húðar frá 14. ári, Þ.e. 4 ár. Sjúkl. minn- ist tíðra hjartsláttarkasta við áreynslu, en enn- fremur tilhneigingu til svima og a.m.k. einu sinni var hún að þvi komin að falla í yfirlið. Sjúkl. var yngst af 7 alsystkinum og hafði þroskazt sem þau. Haft á klæðum nokkuð reglulega. I sjúkraskýlinu á Egilsstöðum var ástandið greint sem Addisons-fár og hún meðhöndluð með saltvatnsinngjöf og hydrocortison í æð. BÞ, sem var ómælanlegur við komu, hækkaði

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.