Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Síða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Síða 17
15 an og BÞ-hækkunar varð vart, sem hann fékk meðferð við. Lagður inn á Lsp. 07.09.1973 vegna vaxandi nýrnabilunar með mögulega nýrna- síunarmeðferð fyrir augum. Samruni sykur- sýki, nýrnahettubarkar- og nýrnafeils reyndist ósamrýmanlegur nokkurri meðferð og dó sjúk- lingur % mán. eftir innlögn. Auk teikna um ofannefnda sjúkdóma, komu I ljós berklabreyt- ingar í lungum, sem verið höfðu til staðar skv. rtg.myndum a.m.k. frá 1968, án þess að klin- iskur grunur um sýkingu af slíku tagi hefði nokkurn tíma vaknað, a.ö.I. en því, að þvag- ræktanir m.t.t. berkla voru gerðar í apríl 1973 og reyndust neikvæðar. Nýrnastærð skv. mynd- um talin eðlileg. Umsögn: NHBV og sykursýki voru greind samtimis vorið og sumarið 1958 og skv. eigin- konu, virtist óyggjandi, að einkenni hvort tveggja hafi verið fyrir hendi í 1—2 ár fyrir greiningu. Rannsókn í Danmörk bætti engu við fengnar niðurstöður og eftir á að hyggja sýnist ráðlegging þeirra um meðferð, sem fylgt var, hafa orkað tvímælis. Tilvera þessara tveggja innkirtlakvilla virðist nægjanleg sönn- un, að sjálfs-ónæmis eyðilegging hafi átt þátt í tilurð beggja. Rtg.mynda-teikn um lungna- berkla í a.m.k. 5 ár fyrir andlát sjúklings gefa til kynna möguleika þess, að auk sykursýki kynni berklasýking með eða án amyloid breyt- inga í nýrum, að hafa átt þátt í þeim nýrna- feil, sem raun bar vitni. Krufning fór því miður ekki fram vegna vinnudeilu. Sjúkrasaga IX: J.Æ.K., kvæntur kennaranemi, f. 21.10.1939, Reykjavík. Innlagður á Landakotsspítala i fyrsta sinn í nóv. 1958 vegna svæsins þyngdar- taps um nokkurra mánaða skeið. Sjúklingur minnist þess, að vera áberandi dekkri á húö, hafandi dökknaö af sólu í sumardvöl i Svíþjóð 1955. Var mjög úthaldslaus við nám 1957—1958 og féll á vorprófi. 1 byggingarvinnu um sumar- ið, en útkeyrður eftir hvern dag. Þreklaus frá því á síðsumri og óvinnufær vegna slappleika. Heilsufars- og fjölskyldusaga: Ekkert mark- vert, ekki berklar i ætt. SkoÖun: Grannholda, mjög veiklulegur með dæmigerðan Addison dökkva húðar og munn- slírnu. BÞ 110/80. Rannsóknir: Blóðhagur eðlilegur, en 53% lymfocytar. 1 þvagi fannst sykur, en sykur- þolspróf var eðlilegt. Na: 131 og K: 5.8 mEq/l. 17-KS i sólarhringsþvagi 1^.5 mg. Kepler-Power- vatnspróf var túlkað vafasamt m.t.t. Addison’s sjúkdóms og sjúklingur útskrifaður fáum dög- um síðan með sjúkdómsgreininguna „Gastro- duodenitis, Morbus Addisonii obs.“ Gangur og meöferö: Innlagður 3 vikum síðar með greinilega versnun fyrri einkenna og haf- andi nú stöðuga ógleði með uppköstum og létzt um frekari 2 kg. Þráfaldlega steyyt stömpum, þegar liann stóö upp, en ekki liðið yfir hann. Greinilega þurrari við þessa komu en áður, BÞ 100/50. Rannsóknir sýndu aftur lymfocy- tosis, hyponatremiu og hyperkalemiu og blóð- urea var 92 mg%. Urografia var dæmd eðlileg. Nú var sjúklingur settur á DOC og cortison acetas og hjarnaði fljótlega við. Útskrifaður og sendur til Sahlgrenska sjúkrahússins i Gauta- borg, þar sem sjúkdómsgreiningin var endan- lega staðfest með 3ja daga ACTH hvataprófi og reyndust grunntölur um 17-KS og 17-OHCS allar langt neðan normal marka og jukust ekki við ACTH. DOC-cortison meðferð var haldið áfram. Sjúkl. hefur siðan verið við hestaheilsu, lauk kennaraprófi. Viðkvæmur fyrir ,,magapestum“, sem leitt hafa til innlagnar á Landakotsspitala í eitt skipti og s.l. sumar (’76) til þess, að kallaður var læknir að næturlagi, sem taldi sjúkl. vera á batavegi af iðrakvefi og ráðlagði ,,að bíða og sjá“, til þess eins, að sjúkl. missti meðvitund skömmu síðar, en kom til sjálfs sín jafn harðan, með þvi að eiginkona gaf cortison afbrigði í vöðva. Við skoðun á göngudeild Lsp. 1976 í nóv. var sjúkl. 75 kg, 175,8 cm. Heit og föl húð. Dálítið áberandi augu, efra augnlok fylgir ekki við niðurlit (lid lag). Skjöldungur greinilega þreif- anlegur, hægri lappi stærri en vinstri. Blóð- rannsókn leiddi í ljós cortisol 17.5 mcg%. (Tók lyf um morguninn. T^: 5.0 mcg%, TSH: 5.4 mEq/1 (<1.9). Blóðhagur eðlilegur. Lymfo- cytosis 49%. Calcium og fosfor eðlilegt. Mótefni skjöldungs 1:5 (ekki örugglega hækkað), mót- efni nýrnahettubarkar ekki mælanleg. Umsögn: Greinileg teikn í sjúkrasögu um NHBV í nærri 3 ár fyrir greiningu, sem stað- fest var óyggjandi á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Samanburður á gögnum um rann- sókn til staðfestingar NHBV í Svíþjóð í febrúar ’59 og Danmörk í sept. ’58 (No. VIII) sýnir greinilega yfirburði þeirra fyrstnefndu, bezt skýranlega á grundvelli ört vaxandi innsæis i starf nýrnahettubarkar vegna bættrar tækni í mælingum stera. Við eftirskoðun í nóv. 1976 finnst struma, „loka-leti“ (lid-lag), T4 mælist eðlilegt, en TSH greinilega hækkað, mælanleg mótefni, en ekki há fyrir skjöldungsvef, en ómælanleg slík fyrir nýrnahettubarkarvef. Or- sök NHBV hér verður þó talin „IAD“. Sjúkrasaga X: S.G., gift bóndakona, f. 14.121893, Norður- Múlasýslu, var innlögð á lyfjadeild Landspítal- ans í maí 1959 með eftirfarandi sögu. Brún af sól að vetrarlagi s.l. 2 ár, vaxandi slappleiki og nú vanlíöan, svefngirni og hægöatregöa. ÖgleÖi með köflum og lystarleysi og telur sig hafa létzt verulega, 8—9 kg (var 82 kg). Höfuð- verkur og svimi öðru hverju og tilhneiging til þess að rjúka um koll ásamt vaxandi minnis- leysi. Hár gránaö hröðum skrefum undanfarið og húöin þurr og Hkhárin minni. Forsaga og œttarsaga: Fékk ,,vota“ brjóst- himnubólgu 25 ára gömul. BÞ mældist hækk- aður 2 árum fyrir komu 180/? Annað ekki markvert, sérstaklega ekki getið innkirtla- kvilla af neinu tagi. Skoöun: Dæmigerður Addisoniskur dökkvi

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.