Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 16
14
Rannsóknir: Hgb. 75%, hv.blk 5960, lymfo-
cytar 52.% Blóðsykur eðlilegur, elektrolytar
ekki mældir, en 17-ks í sólarhringstþvagi 1.6 mg
og 3.6 mg eftir 2ja daga ACHT-80 eininga
hvatningu. Rtg.myndir sýndu kalkblett í v.
hilus og á nýrnahettusvœöum.
Gangur og meöferö: Á 3ja degi veiktist sjúkl.
með innantökur og niðurgang og þornar upp
og þurfti að beita vökvagjöf um æð. Sjúkl. var
sett á cortison og DOC og náði fljótlega heilsu
og útskrifaðist hin hressasta, á tabl. Cortisone
10 mg daglega og 10 gr. matarsalts daglega.
Við sæmilega heilsu eftir þetta, en þó ber á
svimagirna og tilhneigingu til angina og verður
tengdasonur sjúkl. (læknir) var við það 1964,
að sjúklingur býr við mjög skert áreynsluþol
og hefur liklega hjartakveisu. Taldi hann
hyskni með lyfjatöku vera fyrir hendi, jók
cortison skammtinn í 25 mg að morgni og 12%
mg siðdegis. Sjúklingi jókst mátturinn, en BÞ
hélzt áfram lágur 100—110 systoliskt, en þetta
lagaöist strax og sjúkl. var sett á Florinef.
Vegna einkenna, sem benda þóttu til geðrænna
ranghugmynda, var sjúkl. endurmetin á lyf-
læknisdeild 1972 að undangenginni utanspítala-
rannsókn, þar sem mæít var fastandi serum-
cortisol 17 mcg%. Sterum var því hætt við
komu á lyflæknisdeildina og sjúkl. athuguð.
Strax kom í ljós, að BÞ var óstöðugur, liggj-
andi 170/100, sitjandi 130/85 og 110/80 sitjandi.
Sjúkl. virtist hress í vikudvöl á deildinni, en
eftir á, kom i ljós, að hjúkrunarfólk hafði orð-
ið vart greinilegs svima við stöðubreytingar og
sjúki. sézt reika í spori á köflum. Hún útskrif-
aðist án lyfja og fór svo, að % mánuði síðar
var sjúkl. heima hjá sér nær komin í Addison-
iskt fár. Á lyfjalausa tímabilinu voru tekin
allmörg blóðsýni fyrir cortisoli og sjúklingur
fékk auk þess langvirkt ACTH. Öll cortisol
gildin reyndust lág, eða á bilinu 2.9—4.2 mcg%
og 17-ks í þvagi aðeins 2 mg á sólarhring.
Stera-meðferð var þvl hafin að nýju með
cortison acetas og Florinef og hefur sjúklingur
síðan verið við beztu heilsu.
Umsögn: Skráð sjúkrasaga stenzt tæplega
skilmerki um greiningu NHBV í upphafi (1956),
en eftirrannsóknin 1972 tekur af öil tvímæli.
Þrátt fyrir mikla berklatíðni i umhverfi sjúk-
lings var hún aldrei grunuð sjálf um berkla.
Kölkun nýrnahettusvæða á röntgen er svo ör-
uggt teikn um berklaorsök NHBV, þó ekki
kæmi til eins og hér staðfest berklaleg teikn
á lungnamynd og jákvætt húðpróf (Mantoux),
að tilvikið hlýtur að flokkast sem TAD. Undir-
málsskammtar cortisons voru notaðir og skýra
þeir gang einkenna sjúklings eftir greiningu.
Sjúkrasaga VIII:
J.J.R., kvæntur lögfræðinemi, f. 21.02.1934,
Reykjavik, var innlagður á handlæknisdeild
Landspítalans 02.06.1958 vegna gruns um bráða
botnlangabólgu. Aðgerð var ekki framkvæmd,
fyrr en 04.06. og þá frekar til útilokunar á
innlagningargreiningpnni og/eða sprungnu
skeifugarnarsári. Ekjcert brátt sjúkdónisástand
fannst og lýsti próf. S.H. botnlanganum eðli-
legum, sem tekinn var ásamt Meckles diverti-
culum. Aðgerðin gekk vel, en strax á eftir fór
sjúklingur í lost og þrátt fyrir blóðgjöf og blóð-
þrýstingshækkandi efni, tókst ekki að hafa
s-júkl. upp, fyrr en 100 mg hydrocortison
skammti var dreypt inn í hann. Fékk síðan
DOC og cortison og sendur á lyflæknisdeild 10
dögum síðar til frekari rannsókna.
Heilsufarssaga: Alltaf hraustur, grannholda
með góða matarlyst, nema undanfarin 2 ár, að
matarlyst liaföi mikiö til horfiö vegna sífelldr-
ar ógleöi með óverulegum uppköstum og verkj-
um fyrir bringspölum, sem koma í sprettum
ásamt ólýsanlegri vanlíðan á köflum. Vegna
bráðs verkjakasts í kviði, var sjúklingur inn-
lagður í skyndi á Akranesspítala síðla sumars
1956, en útskrifaður eftir skamma legu og án
sjúkdómsgreiningar. Á unglingsárum sjúklings
fékk faðir berkla og var hann þá bólusettur
a.m. Calmette-Guerin. Síðan jákvæður við
berklaprófanir til 1953, samkv. skýrslum
Berklavarnarstöðvarinnar í Reykjavík. Engin
ættasaga um innkirtlakvilla eða sjálf-ónæmis
(auto immune) sjúkdóma.
SkoÖun á lyflœknisdeild: Mjög grannholda,
57.5 kg, 182 cm hæð. Addisoniskur dökkvi húð-
ar greinanlegur á dæmigerður stöðum. BÞ
130/80 liggjandi, 120/100 standandi. Reynt var
að draga úr cortison skömmtum með það fyrir
augum að sanna nýrnahettubarkarbilun, en
strax og skammtur cortisons var kominn í 12%
mg daglega, fór að bera á einkennum lágs BÞ.
ACTH í 3 daga breytti liðan ekkert og 17-ks i
þvagi mœldust innan viö 1 mg á sólarhring.
Hyponatremia og hyperkalemia af stærðar-
gráðunum 115—120 og 6—7 mEq/1 var marg-
staðfest. Fast. blóðsykrar mældust á bilinu
150—200 og sykur fannst jafnan í þvagi.
Sjúkiingur útskrifaðist á cortison töflum 12%
mg x 2svar og Fluorinef 0.25 mg annan hvorn
dag. Sama surnar sendur utan til Righospitalet
í Kaupmannahöfn. Læknabréf þaðan telur nið-
urstöður rannsóknar samrýmast Addison’s
veiki, en áðurnefndri sterameðferð var breytt
í Percorten innspýtingar í vöðva á 3ja—4ra
vikna fresti, og af cortison skyldi aðeins tekin
ein og ein tafla, ef streita yrði meiri en ella.
Sykursýki gekk illa að stjórna og var sjúkl.
lagður inn með einkenni insuiin-losts á Bsp. og
Lkt. 1959 og 1962, og 1966 með grun um slíkt,
en þá sýnist við komu-rannsóknir skv. sjúkra-
skrá, að blóðsykur hafi verið meira en 200
mg%, en sölt þannig úr lagi og viðbragð við
steragjöf slíkt (cortison töflur 25 mg á 6 klst.
fresti), að ætla má, að sjúklingur hafi verið
kominn í NHBV-fár, sem þar með lagaðist. í
þessari legu loks settur á cortison-Florinef með-
ferð, sem síðan var haldið áfram.
Eftir þetta farnaðist J. rnisvel. Hafði áður
lokið lögfræðiprófi og var önnum kafinn við
málarekstur. Eignaðist börn 1957 og 1970. Syk-
ursýki var óstöðug og langverst, ef sjúkl. lagð-
ist á sjúkrahús. Samkv. göngudeildarnótum
Lkt. versnaði nýrnagtarfsemi sjúkl. smám sam-