Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 12
10 8. mynd. — Kalkblettir nýrnahettusvæða sem samrýmast berklaskemmd nýrnahettn- anna. Umsögn: Dæmigerð sjúkrasaga um nýrna- hettubarkarvana. Markvert miðað við tiltæka lyfjameðferð þessa tíma, að sjúklingur skyldi komast til þeirrar heilsu sem lokapróf í lögfræði ber með sér og ekki siður hinn, að hann var rannsakaður og sjúkdómsgreiningin staðfest af George W. Thorn, sem þá þegar var og hefur verið allt til þessa „æðsti prestur“ um nýrnahettubarkarsjúkdóma. Endalok sjúk- lings sýnast óyggjandi hafa verið dauði af völdum hypoglycemiu. Orsök NHBV Þessa sjúklings sýnast af krufningsniðurstöðu hljóta hafa verið sjálfs-ónæmiseyðilegging nýrna- hettubarkarins, en ekki berklar, sem vafalítið höfðu verið taldir orsök á grundvelli brjóst- himnubólgu í sögu, samgróning á röntgenmynd og jákvæðs húðprófs fyrir berklum. Mælingar á Na og K í blóði eru með þeim fyrstu, sem framkvæmdar voru hérlendis og verða Því að skoðast með varúð. Sjúkrasaga II: S.G., óg. starfsstúlka, f. 14.03.1904, Reykjavík, var lögð inn á lyflæknisdeild Landspítalans 25.11.1944 með sögu um 3ja vikna vaxandi máttleysi, sem hún lýsti vera ,,í þind og inn- yflum“, svo að hún lak niöur, þar sem hún stóð, getandi hvorki hreyft legg né lið, en missti ekki meðvitund. SortnaÖi fyrir augum, ef hún reyndi að standa upp og því fylgdi mikill svitaútsláttur, hjartsláttur og mæði. Gífurleg uppköst og ógleði fylgdu hvers konar tilraun til áreynslu. Verið algjörlega rúmliggj- andi í 3 daga fyrir komu með stöðuga ógleði og uppköst, einkum þegar líður frá málum. Þrátt fyrir þetta sæmileg matarlyst þar til fyrir viku, en síðan algjört lystarleysi. Ekki minnzt á Þyngd í sjúkrasögu. Mikil hægöa- tregöa hefur fylgt. Telur varir og hendur hafa orðið svurbrúnar s.l. 2 vikur, en alltaf haft dökkleita húð. HeilsufarssagaEkki berklar í ætt og sjúk- lingur var hraustur í uppvexti. Fékk þó helztu barnasjúkdóma án fylgikvilla og ennfremur Spönsku-veikina 1918. 21 árs gömul fékk sjúk- lingur vota brjósthimnubólgu, þá stödd i Kaup- mannahöfn og var innlögð á heilsuhæli í 4 mánuði, þar sem m.a. var gerð brjóstholsá- stunga. 24.11.1927—21.03.1928 dvaldist sjúkling- ur á Vífilsstöðum vegna endurtekinnar votrar brjósthimnubóigu, og trúlegt, að slíkt hafi komið í tvígang þess utan. Telur, að endur- teknar gegnumlýsingar hafi aldrei sýnt „neitt i lungum“. Hún var talin fá morbus Basedowi 1942 með hjartslætti, svitaköstum, geðbrigðum, lausum hægðum, en óverulegri megrun, sam- fara litlum titringi. Skánaði við joðmeðferð. Siúklingur byrjaði að hafa á klæðum 14 ára gömul og voru tíðir ailtaf reglulegar, síðast M mánuði fyrir komu á Landspítalann. SkoÖtin viö komu: Mjög slöpp, mikill dökkvi húöar, en slímhúðarlitbreytingar sáust ekki í munni, en svarblámi (cyanosis?) aftur á móti. BÞ 85/60. Lungu hrein, hitalaus og skoðun a.ö.l. ómarkverð. Rannsókyúr: Blóðhagur eðlilegur, nema sökk var 60/klt. Þvag: APS—. Blóðsykur: 125 mg%. Na: 1J/8 mEq/1, K: 7.1 mEq/1. Endurteknar elektrolytamælingar síðar leiddu í ijós Na: 141 mEq/1, 142 mEq/1 og K: 5.7 og 6.1 mEq/1. BMR var mælt og reyndist vera -4- 14.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.