Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 9
veltur á £ öllu okkar starfi, sem annars staðar, eru fjár- málin. Skólastarf okkar er auövita í sérstöðu vegna þess að um einkarekstur er að ræða. Við getum ekki seilst ofan í vasa skatt- borgarans eftir því sem við þörfnimst. Þetta starf er fj ármagnað af söfnuðinum nær eingöngu í formi skólagjalda, frjálsra gjafa, og fjárveit- ingum. Geta okkar til að starfrækja skólana ræðst þvl af áhuga, trú og getu þeirra sem í söfnuðinum eru. Ef tekið er meðaltal af rekstri barnaskólanna sam- kvæmt áætlun fyrir yfir- standandi skólaár skiptast áætlanir \om tekjur barnaskól- anna þannig: Skólagjöld 34%, styrkur frá samtökum 40%, frjálsar gjafir 18%, annað 8%. í áætlun HDS (að frá- töldu búinu og ylræktinni) er þessi skipting þannig: Skólagjöld '72%, styrkur sam- takanna 10% opinber styrkur 8%, frjálsar gjafir 6%, annað 4%. Af þessu má sjá hversu stór liður frjálsar gjafir safnaðarfólksins er í rekstri þessara stofnanna. Án þeirra væri rekstur barnaskólanna óhugsandi og enn frekar yrði þrengt að rekstri HDS, sem átt hefur í töluverðum erfiðleikum um árabil. óskir okkar um betri aðbúnað hljóta því að koma til okkar aftur sem þörf fyrir meiri stuðning í gjöfum eða annarri fjár- öflun. Þrátt fyrir það sem sagt er hér um getu skólastarfs- ins má ekki líta á skóla- hald sem byrði fyrir söfn- uðinn, heldur stórkostlegt tækifæri fyrir okkur hvert og eitt að vinna einstakl- inga fyrir ríki Guðs, og varðveita æskuna og um leið framtíð og starf safnaðarins. ÓLÖF HARALDS DÓTTIR Við þurfum að stefna að því að eiga grunnskóla til að mennta börnin okkar. Ég er þeirrar skoðunar að við sem söfnuður svo fámenn sem raun ber vitni, höfum varla noimagn til þess aö teygja

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.