Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 10

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 10
10 skólastig okkar mjög vítt. Við erum ekki styrkt af opinberum aðilum og þurfum að gera okkar starf af eigin getu, og ég sé varla hvernig við getum gert skólastarf okkar vel úr garði nema með því að hafa einungis grunnskólann eða gera vel við Hlíðardalsskóla. Bæði barnaskóla okkar og HDS skortir margt í fjölbreytni, sem undirbúningur undir nú- tíma þjóðfélag krefst. Unga fólkið þarf að upp- örva til ákveðinna starfa í sambandi við skólamál. Við höfum verið frekar fátæk af fyrsta flokks kennur\mi og notumst við það sem til er af fólki. Þessu þarf að breyta. En ég vil þó bæta við, að þrátt fyrir vanbún- að okkar þá erum við samt feti framar ríkisskólunum, því þar koma áhrif Guðs svo lítið inn í myndina. Varðandi leiðbeingar E. G.White, þá segir hún að skólar okkar ættu að vera þeir bestu sem völ er á. Undir þetta vil ég taka og benda á að ef við færum óhrædd eftir leiðbeiningum hennar í skólamálum, þá væru skólar okkar eflaust þeir bestu sem völ væri á. SIGFÚS HALLGRÍMSSON Það er ekki alvarlegur og heilshugar undirbúningur undir endurkomu Krists, nema að "-feðurnir kunngjöri börn- um sínum trúfesti Drottins." (Jes.38,19) Hlutverk safn-

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.